Krefjast rannsóknar á sölu Landsbankans Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. mars 2017 06:00 Samson-hópurinn samanstóð af þeim Björgólfi Guðmundssyni, Magnúsi Þorsteinssyni og Björgólfi Thor Björgólfssyni. Þeir keyptu kjölfestuhlut í Landsbankanum. vísir/ÞÖK Þingmenn gagnrýndu framkvæmdanefnd um einkavæðingu harðlega í umræðum um einkavæðingu Búnaðarbankans á Alþingi í gær. Rannsóknarnefnd hefur komist að því að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur fyrir aðra kaupendur í bankanum. Fjárfestirinn Ólafur Ólafsson hafi blekkt stjórnvöld og almenning í viðskiptunum. Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sem skipti mestu máli sé að fara yfir aðkomu stjórnvalda að viðskiptunum. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvort stjórnvöld hafi verið blekkt. Ég ætla ekki að hafa skoðun á því núna hvort stjórnvöld hafi staðið sig illa. Ég vil fara vandlega yfir þessi atriði, staðreyndir og gögn,“ sagði Brynjar Níelsson. Hann ítrekaði þá skoðun sína að ekki ætti að rannsaka einkavæðingu Landsbankans nema ný gögn gæfu tilefni til þess. Bjarni Benediktsson hefur tekið undir þá skoðun. „Skýrslan vekur spurningar um hverjir vissu hvað og verður að teljast í hæsta máta ólíklegt að fleiri í S-hópnum hafi ekki vitað hvers kyns var og þar með einhverjir ráðamenn,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, sem segir nýju skýrsluna gefa fullt tilefni til þess að sala Landsbankans og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins verði skoðuð. Sagðist hún telja að það væri meirihluti fyrir því á Alþingi að ráðast í slíka rannsókn. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi störf einkavæðingarnefndarinnar harðlega. Hún hafi breytt leikreglum eftir að lagt var af stað í söluna. „Þeir sættu sig við hálfkveðna vísu erlendra ráðgjafa. Þeir gengu ekki á eftir frekari upplýsingum. Þeir gáfu viðbótarfresti ofan á viðbótarfresti og bera svo enga ábyrgð á neinu þegar upp er staðið,“ sagði hún. Samson-hópurinn keypti 46 prósenta hlut í Landsbankanum þegar hann var einkavæddur. Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson var hluti af hópnum ásamt Björgólfi föður sínum og Magnúsi Þorsteinssyni. Hann tekur undir kröfu um að fram fari rannsókn á sölunni. „Ég hef alltaf verið hlynntur ítarlegri rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans 2002 og 2003 og ítreka það nú. Það er löngu tímabært að sú saga verði öll sögð, svo þeir beri skömmina sem eiga hana og aðrir fái uppreist æru,“ sagði Björgólfur í færslu á vef sínum. Hann kvaðst reiðubúinn til að mæta fyrir hvaða nefnd sem er og fara ítarlega yfir einkavæðingu Landsbankans.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þingmenn gagnrýndu framkvæmdanefnd um einkavæðingu harðlega í umræðum um einkavæðingu Búnaðarbankans á Alþingi í gær. Rannsóknarnefnd hefur komist að því að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur fyrir aðra kaupendur í bankanum. Fjárfestirinn Ólafur Ólafsson hafi blekkt stjórnvöld og almenning í viðskiptunum. Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sem skipti mestu máli sé að fara yfir aðkomu stjórnvalda að viðskiptunum. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvort stjórnvöld hafi verið blekkt. Ég ætla ekki að hafa skoðun á því núna hvort stjórnvöld hafi staðið sig illa. Ég vil fara vandlega yfir þessi atriði, staðreyndir og gögn,“ sagði Brynjar Níelsson. Hann ítrekaði þá skoðun sína að ekki ætti að rannsaka einkavæðingu Landsbankans nema ný gögn gæfu tilefni til þess. Bjarni Benediktsson hefur tekið undir þá skoðun. „Skýrslan vekur spurningar um hverjir vissu hvað og verður að teljast í hæsta máta ólíklegt að fleiri í S-hópnum hafi ekki vitað hvers kyns var og þar með einhverjir ráðamenn,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, sem segir nýju skýrsluna gefa fullt tilefni til þess að sala Landsbankans og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins verði skoðuð. Sagðist hún telja að það væri meirihluti fyrir því á Alþingi að ráðast í slíka rannsókn. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi störf einkavæðingarnefndarinnar harðlega. Hún hafi breytt leikreglum eftir að lagt var af stað í söluna. „Þeir sættu sig við hálfkveðna vísu erlendra ráðgjafa. Þeir gengu ekki á eftir frekari upplýsingum. Þeir gáfu viðbótarfresti ofan á viðbótarfresti og bera svo enga ábyrgð á neinu þegar upp er staðið,“ sagði hún. Samson-hópurinn keypti 46 prósenta hlut í Landsbankanum þegar hann var einkavæddur. Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson var hluti af hópnum ásamt Björgólfi föður sínum og Magnúsi Þorsteinssyni. Hann tekur undir kröfu um að fram fari rannsókn á sölunni. „Ég hef alltaf verið hlynntur ítarlegri rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans 2002 og 2003 og ítreka það nú. Það er löngu tímabært að sú saga verði öll sögð, svo þeir beri skömmina sem eiga hana og aðrir fái uppreist æru,“ sagði Björgólfur í færslu á vef sínum. Hann kvaðst reiðubúinn til að mæta fyrir hvaða nefnd sem er og fara ítarlega yfir einkavæðingu Landsbankans.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira