Krefjast rannsóknar á sölu Landsbankans Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. mars 2017 06:00 Samson-hópurinn samanstóð af þeim Björgólfi Guðmundssyni, Magnúsi Þorsteinssyni og Björgólfi Thor Björgólfssyni. Þeir keyptu kjölfestuhlut í Landsbankanum. vísir/ÞÖK Þingmenn gagnrýndu framkvæmdanefnd um einkavæðingu harðlega í umræðum um einkavæðingu Búnaðarbankans á Alþingi í gær. Rannsóknarnefnd hefur komist að því að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur fyrir aðra kaupendur í bankanum. Fjárfestirinn Ólafur Ólafsson hafi blekkt stjórnvöld og almenning í viðskiptunum. Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sem skipti mestu máli sé að fara yfir aðkomu stjórnvalda að viðskiptunum. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvort stjórnvöld hafi verið blekkt. Ég ætla ekki að hafa skoðun á því núna hvort stjórnvöld hafi staðið sig illa. Ég vil fara vandlega yfir þessi atriði, staðreyndir og gögn,“ sagði Brynjar Níelsson. Hann ítrekaði þá skoðun sína að ekki ætti að rannsaka einkavæðingu Landsbankans nema ný gögn gæfu tilefni til þess. Bjarni Benediktsson hefur tekið undir þá skoðun. „Skýrslan vekur spurningar um hverjir vissu hvað og verður að teljast í hæsta máta ólíklegt að fleiri í S-hópnum hafi ekki vitað hvers kyns var og þar með einhverjir ráðamenn,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, sem segir nýju skýrsluna gefa fullt tilefni til þess að sala Landsbankans og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins verði skoðuð. Sagðist hún telja að það væri meirihluti fyrir því á Alþingi að ráðast í slíka rannsókn. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi störf einkavæðingarnefndarinnar harðlega. Hún hafi breytt leikreglum eftir að lagt var af stað í söluna. „Þeir sættu sig við hálfkveðna vísu erlendra ráðgjafa. Þeir gengu ekki á eftir frekari upplýsingum. Þeir gáfu viðbótarfresti ofan á viðbótarfresti og bera svo enga ábyrgð á neinu þegar upp er staðið,“ sagði hún. Samson-hópurinn keypti 46 prósenta hlut í Landsbankanum þegar hann var einkavæddur. Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson var hluti af hópnum ásamt Björgólfi föður sínum og Magnúsi Þorsteinssyni. Hann tekur undir kröfu um að fram fari rannsókn á sölunni. „Ég hef alltaf verið hlynntur ítarlegri rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans 2002 og 2003 og ítreka það nú. Það er löngu tímabært að sú saga verði öll sögð, svo þeir beri skömmina sem eiga hana og aðrir fái uppreist æru,“ sagði Björgólfur í færslu á vef sínum. Hann kvaðst reiðubúinn til að mæta fyrir hvaða nefnd sem er og fara ítarlega yfir einkavæðingu Landsbankans.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Þingmenn gagnrýndu framkvæmdanefnd um einkavæðingu harðlega í umræðum um einkavæðingu Búnaðarbankans á Alþingi í gær. Rannsóknarnefnd hefur komist að því að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur fyrir aðra kaupendur í bankanum. Fjárfestirinn Ólafur Ólafsson hafi blekkt stjórnvöld og almenning í viðskiptunum. Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sem skipti mestu máli sé að fara yfir aðkomu stjórnvalda að viðskiptunum. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvort stjórnvöld hafi verið blekkt. Ég ætla ekki að hafa skoðun á því núna hvort stjórnvöld hafi staðið sig illa. Ég vil fara vandlega yfir þessi atriði, staðreyndir og gögn,“ sagði Brynjar Níelsson. Hann ítrekaði þá skoðun sína að ekki ætti að rannsaka einkavæðingu Landsbankans nema ný gögn gæfu tilefni til þess. Bjarni Benediktsson hefur tekið undir þá skoðun. „Skýrslan vekur spurningar um hverjir vissu hvað og verður að teljast í hæsta máta ólíklegt að fleiri í S-hópnum hafi ekki vitað hvers kyns var og þar með einhverjir ráðamenn,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, sem segir nýju skýrsluna gefa fullt tilefni til þess að sala Landsbankans og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins verði skoðuð. Sagðist hún telja að það væri meirihluti fyrir því á Alþingi að ráðast í slíka rannsókn. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi störf einkavæðingarnefndarinnar harðlega. Hún hafi breytt leikreglum eftir að lagt var af stað í söluna. „Þeir sættu sig við hálfkveðna vísu erlendra ráðgjafa. Þeir gengu ekki á eftir frekari upplýsingum. Þeir gáfu viðbótarfresti ofan á viðbótarfresti og bera svo enga ábyrgð á neinu þegar upp er staðið,“ sagði hún. Samson-hópurinn keypti 46 prósenta hlut í Landsbankanum þegar hann var einkavæddur. Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson var hluti af hópnum ásamt Björgólfi föður sínum og Magnúsi Þorsteinssyni. Hann tekur undir kröfu um að fram fari rannsókn á sölunni. „Ég hef alltaf verið hlynntur ítarlegri rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans 2002 og 2003 og ítreka það nú. Það er löngu tímabært að sú saga verði öll sögð, svo þeir beri skömmina sem eiga hana og aðrir fái uppreist æru,“ sagði Björgólfur í færslu á vef sínum. Hann kvaðst reiðubúinn til að mæta fyrir hvaða nefnd sem er og fara ítarlega yfir einkavæðingu Landsbankans.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira