Hverjir högnuðust með Ólafi? Snærós Sindradóttir skrifar 31. mars 2017 06:00 Fréttablaðið reyndi ítrekað að bera það undir Lýð og Ágúst Guðmundsson hvort þeir væru raunverulegir eigendur Dekhill Advisors en án árangurs. vísir/hari Ókláruð samningsdrög benda til þess að Lýður og Ágúst Guðmundssynir, jafnan kallaðir Bakkavararbræður, hafi átt að hagnast á viðskiptunum með Búnaðarbankann þegar þeim lauk snemma árs 2006. Aflandsfélagið Dekhill Advisors fékk 46,5 milljónir dala inn á reikning sinn í svissneska bankanum Julies Baer & Co, sem samsvarar um 2,8 milljörðum króna á þeim tímapunkti. Enginn veit hver er raunverulegur eigandi félagsins en í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á kaupunum á Búnaðarbanka eru leiddar líkur að því að Kaupþing eða aðilar tengdir Kaupþingi séu eigendur þess.Aðkoma Bakkavararbræðra að kaupunumÞeim einstaklingum sem Fréttablaðið hefur rætt við undanfarna daga ber saman um að líklegir eigendur Dekhill Advisors séu Lýður og Ágúst Guðmundssynir, að minnsta kosti að hluta. Ástæðan er fyrrnefnd samningsdrög sem benda til þess að áður en ákveðið var að leggja helming ágóðans inn á Dekhill Advisors hafi staðið til að félag í þeirra eigu, Jeff Agents Corp., eignaðist Welling & Partners. Gríðarlegir fjármunir voru inni í því félagi eftir söluna á Búnaðarbankanum en áður, með samningi dagsettum 30. janúar 2003, hafði félagið samþykkt að greiða helming alls hagnaðar félagsins inn á reikning Marine Choice Limited, aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar. Afgangurinn fór svo inn á Dekhill Advisors Ltd. Vert er að taka það fram að þetta eru getgátur sem byggja á þeim gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur undir höndum og þeim ályktunum sem hún dregur af þeim. Með kaupum Welling & Partners á Búnaðarbankanum árið 2003 var mikið gert til að fela það að Kaupþing var raunverulegur kaupandi að bankanum, tók alla fjárhagslega áhættu og veitti allt fé til kaupanna. Átján dögum áður en kaupin gengu í gegn höfðu Lýður og Ágúst Guðmundssynir keypt sig inn í bankann með 2,4 milljörðum króna gegn 15,76 prósenta hlut. Kaupin fóru fram í gegnum fjárfestingarfélagið Meið ehf., sem bræðurnir áttu með sparisjóðunum og Kaupþingi. Meiður varð stærsti einstaki hluthafi bankans við kaupin. Tveimur vikum síðar lánaði Kaupþing, Welling & Partners um 2,8 milljarða króna, þremur dögum fyrir undirritunina á kaupsamningi um Búnaðarbankann við íslenska ríkið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Ókláruð samningsdrög benda til þess að Lýður og Ágúst Guðmundssynir, jafnan kallaðir Bakkavararbræður, hafi átt að hagnast á viðskiptunum með Búnaðarbankann þegar þeim lauk snemma árs 2006. Aflandsfélagið Dekhill Advisors fékk 46,5 milljónir dala inn á reikning sinn í svissneska bankanum Julies Baer & Co, sem samsvarar um 2,8 milljörðum króna á þeim tímapunkti. Enginn veit hver er raunverulegur eigandi félagsins en í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á kaupunum á Búnaðarbanka eru leiddar líkur að því að Kaupþing eða aðilar tengdir Kaupþingi séu eigendur þess.Aðkoma Bakkavararbræðra að kaupunumÞeim einstaklingum sem Fréttablaðið hefur rætt við undanfarna daga ber saman um að líklegir eigendur Dekhill Advisors séu Lýður og Ágúst Guðmundssynir, að minnsta kosti að hluta. Ástæðan er fyrrnefnd samningsdrög sem benda til þess að áður en ákveðið var að leggja helming ágóðans inn á Dekhill Advisors hafi staðið til að félag í þeirra eigu, Jeff Agents Corp., eignaðist Welling & Partners. Gríðarlegir fjármunir voru inni í því félagi eftir söluna á Búnaðarbankanum en áður, með samningi dagsettum 30. janúar 2003, hafði félagið samþykkt að greiða helming alls hagnaðar félagsins inn á reikning Marine Choice Limited, aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar. Afgangurinn fór svo inn á Dekhill Advisors Ltd. Vert er að taka það fram að þetta eru getgátur sem byggja á þeim gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur undir höndum og þeim ályktunum sem hún dregur af þeim. Með kaupum Welling & Partners á Búnaðarbankanum árið 2003 var mikið gert til að fela það að Kaupþing var raunverulegur kaupandi að bankanum, tók alla fjárhagslega áhættu og veitti allt fé til kaupanna. Átján dögum áður en kaupin gengu í gegn höfðu Lýður og Ágúst Guðmundssynir keypt sig inn í bankann með 2,4 milljörðum króna gegn 15,76 prósenta hlut. Kaupin fóru fram í gegnum fjárfestingarfélagið Meið ehf., sem bræðurnir áttu með sparisjóðunum og Kaupþingi. Meiður varð stærsti einstaki hluthafi bankans við kaupin. Tveimur vikum síðar lánaði Kaupþing, Welling & Partners um 2,8 milljarða króna, þremur dögum fyrir undirritunina á kaupsamningi um Búnaðarbankann við íslenska ríkið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira