Freydís Halla og Sturla Snær Íslandsmeistarar í stórsvigi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2017 16:26 Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason unnu stórsvigið. Mynd/Skíðasamband Íslands Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í stórsvigi en þetta var fyrsta alpagreinin sem keppt var í á Skíðamóti Íslands sem fram fer á Akureyri um helgina. Aðstæður á Hlíðarfjalli á Akureyri voru góðar en veður var mjög gott og snjórinn í brautinni hélt vel. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Skíðasambands Íslands. Keppnin í kvennaflokki var spennandi. Landsliðskonurnar Freydís Halla Einarsdóttir og Helga María Vilhjálmsdóttir háðu einvígi um Íslandsmeistaratitilinn og að lokum varð Freydís Halla hlutskarpari. Baráttan um þriðja sæti var ekki minni en eftir fyrri ferðina áttu fimm stelpur raunhæfan möguleika á að ná því. Andrea Björk Birkisdóttir átti frábæra seinni ferð og náði þriðja sætinu eftir að hafa verið í því fimmta að lokinni fyrri ferðinni. Í karlaflokki var Sturla Snær Snorrason með algjör yfirburði og sigraði með rúmlega tveimur og hálfri sekúndu. Í öðru sæti varð Jón Gunnar Guðmundsson og þriðji var síðan Sigurður Hauksson. Mikil samkeppni var um annað og þriðja sætið en eftir fyrri ferðina voru sjö karlar sem áttu möguleika og mikil spenna var í seinni ferðinni.Íslandsmeistaratitlar í stórsvigi 2017:Konur 1. Freydís Halla Einarsdóttir 2. Helga María Vilhjálmsdóttir 3. Andrea Björk Birkisdóttir18-20 ára stúlkur 1. Andrea Björk Birkisdóttir 2. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir 3. Soffía Sóley Helgadóttir16-17 ára stúlkur 1. Harpa María Friðgeirsdóttir 2. Katla Björg Dagbjartsdóttir 3. María FinnbogadóttirKarlar 1. Sturla Snær Snorrason 2. Jón Gunnar Guðmundsson 3. Sigurður Hauksson18-20 ára drengir 1. Jón Gunnar Guðmundsson 2. Sigurður Hauksson 3. Björn Ásgeir Guðmundsson16-17 ára drengir 1. Georg Fannar Þórðarson 2. Jökull Þorri Helgason 3. Axel Reyr Rúnarsson Aðrar íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í stórsvigi en þetta var fyrsta alpagreinin sem keppt var í á Skíðamóti Íslands sem fram fer á Akureyri um helgina. Aðstæður á Hlíðarfjalli á Akureyri voru góðar en veður var mjög gott og snjórinn í brautinni hélt vel. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Skíðasambands Íslands. Keppnin í kvennaflokki var spennandi. Landsliðskonurnar Freydís Halla Einarsdóttir og Helga María Vilhjálmsdóttir háðu einvígi um Íslandsmeistaratitilinn og að lokum varð Freydís Halla hlutskarpari. Baráttan um þriðja sæti var ekki minni en eftir fyrri ferðina áttu fimm stelpur raunhæfan möguleika á að ná því. Andrea Björk Birkisdóttir átti frábæra seinni ferð og náði þriðja sætinu eftir að hafa verið í því fimmta að lokinni fyrri ferðinni. Í karlaflokki var Sturla Snær Snorrason með algjör yfirburði og sigraði með rúmlega tveimur og hálfri sekúndu. Í öðru sæti varð Jón Gunnar Guðmundsson og þriðji var síðan Sigurður Hauksson. Mikil samkeppni var um annað og þriðja sætið en eftir fyrri ferðina voru sjö karlar sem áttu möguleika og mikil spenna var í seinni ferðinni.Íslandsmeistaratitlar í stórsvigi 2017:Konur 1. Freydís Halla Einarsdóttir 2. Helga María Vilhjálmsdóttir 3. Andrea Björk Birkisdóttir18-20 ára stúlkur 1. Andrea Björk Birkisdóttir 2. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir 3. Soffía Sóley Helgadóttir16-17 ára stúlkur 1. Harpa María Friðgeirsdóttir 2. Katla Björg Dagbjartsdóttir 3. María FinnbogadóttirKarlar 1. Sturla Snær Snorrason 2. Jón Gunnar Guðmundsson 3. Sigurður Hauksson18-20 ára drengir 1. Jón Gunnar Guðmundsson 2. Sigurður Hauksson 3. Björn Ásgeir Guðmundsson16-17 ára drengir 1. Georg Fannar Þórðarson 2. Jökull Þorri Helgason 3. Axel Reyr Rúnarsson
Aðrar íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum