Víðir samdi við Þrótt: "Kemur til Þróttar klyfjaður reynslu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2017 17:34 Víðir Þorvarðarson í leik með ÍBV á sínum tíma á verðandi heimavelli sínum í Laugardalnum. Vísir/Vilhelm Víðir Þorvarðarson hefur ákveðið að skipta um lið í fótboltanum en Eyjamaðurinn er þó ekki á leiðinni í Pepsi-deildina aftur í það minnsta ekki fyrr en næsta haust. Víðir fékk með Fylkisliðinu í fyrra en hefur nú skrifað undir tveggja ára samning við Inkasso lið Þróttar. Þróttur féll ásamt Fylki úr Pepsi-deildinni í fyrrahaust. Þróttarar segja frá þessu á heimasíðu sinni. Víðir Þorvarðarson er 24 ára framherji sem er alinn upp í ÍBV. Hann skoraði 3 mörk í 13 leikjum í Pepsi-deildinni síðasta sumar og hefur alls skorað 19 mörk í 112 leikjum í efstu deild á Íslandi. 82 af þessum leikjum spilaði hann fyrir ÍBV. „Það er alltaf gaman að fá til okkar bráðunga reynslubolta. Víðir kemur til Þróttar klyfjaður reynslu frá spilamennsku sinni með ÍBV, Stjörnunni og Fylki. Hann er kvikur, nettur, skapandi og skruggufljótur. Þetta er skeinuhættur leikmaður að okkar skapi og hinir frábæru Köttarar eiga eftir að elska kappann. Hann smellpassar við hjartað í Reykjavík,“ segir Ótthar Sólberg Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar í viðtali við heimasíðu félagsins. „Víðir mætir til leiks með mikil gæði í farteskinu og við vorum sérstaklega ánægðir með hversu mikla löngun hann sýndi til að spila með Þrótti. Það verður spennandi að sjá Víði sprikla í Laugardalnum. Hann er litríkur leikmaður og skemmtilegur á velli. Stórhættulegur í návígjum og með tækni og hæfileika, sem getur splundrað vörnum andstæðinga,“ segir Gregg Oliver Ryder, þjálfari Þróttar. Víðir er eitt af síðustu púslunum í leikmannahóp Þróttar fyrir sumarið í Inkasso-deildinni, en til liðsins á undirbúningstímabilinu eru komnir Birkir Þór Guðmundsson frá Aftureldingu, Daði Bergsson frá Val, Grétar Sigfinnur Sigurðarson frá Stjörnunni, Sveinbjörn Jónasson frá KH og Viktor Jónsson frá Víkingi Reykjavík. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Víðir Þorvarðarson hefur ákveðið að skipta um lið í fótboltanum en Eyjamaðurinn er þó ekki á leiðinni í Pepsi-deildina aftur í það minnsta ekki fyrr en næsta haust. Víðir fékk með Fylkisliðinu í fyrra en hefur nú skrifað undir tveggja ára samning við Inkasso lið Þróttar. Þróttur féll ásamt Fylki úr Pepsi-deildinni í fyrrahaust. Þróttarar segja frá þessu á heimasíðu sinni. Víðir Þorvarðarson er 24 ára framherji sem er alinn upp í ÍBV. Hann skoraði 3 mörk í 13 leikjum í Pepsi-deildinni síðasta sumar og hefur alls skorað 19 mörk í 112 leikjum í efstu deild á Íslandi. 82 af þessum leikjum spilaði hann fyrir ÍBV. „Það er alltaf gaman að fá til okkar bráðunga reynslubolta. Víðir kemur til Þróttar klyfjaður reynslu frá spilamennsku sinni með ÍBV, Stjörnunni og Fylki. Hann er kvikur, nettur, skapandi og skruggufljótur. Þetta er skeinuhættur leikmaður að okkar skapi og hinir frábæru Köttarar eiga eftir að elska kappann. Hann smellpassar við hjartað í Reykjavík,“ segir Ótthar Sólberg Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar í viðtali við heimasíðu félagsins. „Víðir mætir til leiks með mikil gæði í farteskinu og við vorum sérstaklega ánægðir með hversu mikla löngun hann sýndi til að spila með Þrótti. Það verður spennandi að sjá Víði sprikla í Laugardalnum. Hann er litríkur leikmaður og skemmtilegur á velli. Stórhættulegur í návígjum og með tækni og hæfileika, sem getur splundrað vörnum andstæðinga,“ segir Gregg Oliver Ryder, þjálfari Þróttar. Víðir er eitt af síðustu púslunum í leikmannahóp Þróttar fyrir sumarið í Inkasso-deildinni, en til liðsins á undirbúningstímabilinu eru komnir Birkir Þór Guðmundsson frá Aftureldingu, Daði Bergsson frá Val, Grétar Sigfinnur Sigurðarson frá Stjörnunni, Sveinbjörn Jónasson frá KH og Viktor Jónsson frá Víkingi Reykjavík.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira