Fíll framsóknarflokkanna Bolli Héðinsson skrifar 21. mars 2017 07:00 Í herbergjum framsóknarflokkanna þriggja, Sjálfstæðis-, VG og Framsóknarflokksins, er fíll sem lifir þar góðu lífi án þess að nokkur nærstaddur þykist taka eftir honum. Þetta er fíllinn sem boðar lausn frá gengissveiflum íslensku krónunnar, lækkun vaxta og afnám verðtryggingar en sem er samt bannað að tala um. Þegar loks kemur að því að bæta almenningi tjónið af gengisfalli krónunnar, sem er beinlínis það sem eigin mynt þjóðarinnar á að gera samkv. kokkabókum þeirra sem segja svo mikilvægt að vera með íslensku krónuna, þ.e. að vera með eigin mynt sem geti sveiflast („svo gott að hafa krónuna“) þá fara útflytjendur nú af stað og krefjast þess að stjórnvöld grípi inn í og felli gengi krónunnar. Almenningur, sem hefur mátt þola hækkað verðlag, hækkun skulda og aðra óáran í kjölfar hrunsins, mátti með réttu telja að loksins væri röðin komin að honum að fá að njóta þess þegar gengi krónunnar tók að hækka. Innfluttar vörur myndu lækka í verði, vísitala lækka og þar með lækkun skulda. Nei, þá er brugðist við og reynt að sporna við því að almenningur fái notið þessara langþráðu kjarabóta. Þar fara fremst útgerðirnar og ferðaiðnaðurinn og svo fyrrnefndir framsóknarflokkar.Gildir sveiflan bara til kjaraskerðingar? Krafan um gengisfellingu kemur fram þrátt fyrir þann afslátt sem útgerðin nýtur af auðlindagjöldum (á meðan markaðsverð ræður ekki afgjaldinu) og sérstakan afslátt til ferðaiðnaðarins af virðisaukaskatti. Þessi afsláttur sem ríkisvaldið veitir þessum tveimur atvinnugreinum er til viðbótar við þau hagstæðu rekstrarskilyrði, sem fólgin voru í lágu gengi krónunnar og þessir aðilar hafa búið við allt frá hruni. Við hljótum að spyrja okkur hvers vegna standa hagsmunagæslumenn útgerðanna ekki úti á torgum og krefjast þess að til allra ráða verði gripið til að draga úr sveiflum? Ástæðan virðist sú að sveiflujöfnunin á bara að virka niður á við, það á bara að nota „svo gott að hafa krónuna“ þegar þarf að rýra kjör almennings en ekki til að bæta þau. Aðrar þjóðir sem áður voru í svipaðri stöðu hafa brugðist við sveiflum sem þessum. Fyrst með myntsamstarfi og svo sameiginlegum gjaldmiðli. Íslendingum stendur til boða að taka þátt í slíku myntsamstarfi sem myndi eyða mestu sveiflunum í verðlagi inn- og útflutnings auk þess sem vextir myndu lækka og hægt yrði að afnema verðtryggingu. Síðan ef vel tekst til þá byðist þjóðinni að vera fullgildur aðili að útgáfu sameiginlegs gjaldmiðils. Gjaldmiðillinn heitir evra og samstarfsvettvangurinn heitir Evrópusambandið – það er fíllinn framsóknarflokkanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í herbergjum framsóknarflokkanna þriggja, Sjálfstæðis-, VG og Framsóknarflokksins, er fíll sem lifir þar góðu lífi án þess að nokkur nærstaddur þykist taka eftir honum. Þetta er fíllinn sem boðar lausn frá gengissveiflum íslensku krónunnar, lækkun vaxta og afnám verðtryggingar en sem er samt bannað að tala um. Þegar loks kemur að því að bæta almenningi tjónið af gengisfalli krónunnar, sem er beinlínis það sem eigin mynt þjóðarinnar á að gera samkv. kokkabókum þeirra sem segja svo mikilvægt að vera með íslensku krónuna, þ.e. að vera með eigin mynt sem geti sveiflast („svo gott að hafa krónuna“) þá fara útflytjendur nú af stað og krefjast þess að stjórnvöld grípi inn í og felli gengi krónunnar. Almenningur, sem hefur mátt þola hækkað verðlag, hækkun skulda og aðra óáran í kjölfar hrunsins, mátti með réttu telja að loksins væri röðin komin að honum að fá að njóta þess þegar gengi krónunnar tók að hækka. Innfluttar vörur myndu lækka í verði, vísitala lækka og þar með lækkun skulda. Nei, þá er brugðist við og reynt að sporna við því að almenningur fái notið þessara langþráðu kjarabóta. Þar fara fremst útgerðirnar og ferðaiðnaðurinn og svo fyrrnefndir framsóknarflokkar.Gildir sveiflan bara til kjaraskerðingar? Krafan um gengisfellingu kemur fram þrátt fyrir þann afslátt sem útgerðin nýtur af auðlindagjöldum (á meðan markaðsverð ræður ekki afgjaldinu) og sérstakan afslátt til ferðaiðnaðarins af virðisaukaskatti. Þessi afsláttur sem ríkisvaldið veitir þessum tveimur atvinnugreinum er til viðbótar við þau hagstæðu rekstrarskilyrði, sem fólgin voru í lágu gengi krónunnar og þessir aðilar hafa búið við allt frá hruni. Við hljótum að spyrja okkur hvers vegna standa hagsmunagæslumenn útgerðanna ekki úti á torgum og krefjast þess að til allra ráða verði gripið til að draga úr sveiflum? Ástæðan virðist sú að sveiflujöfnunin á bara að virka niður á við, það á bara að nota „svo gott að hafa krónuna“ þegar þarf að rýra kjör almennings en ekki til að bæta þau. Aðrar þjóðir sem áður voru í svipaðri stöðu hafa brugðist við sveiflum sem þessum. Fyrst með myntsamstarfi og svo sameiginlegum gjaldmiðli. Íslendingum stendur til boða að taka þátt í slíku myntsamstarfi sem myndi eyða mestu sveiflunum í verðlagi inn- og útflutnings auk þess sem vextir myndu lækka og hægt yrði að afnema verðtryggingu. Síðan ef vel tekst til þá byðist þjóðinni að vera fullgildur aðili að útgáfu sameiginlegs gjaldmiðils. Gjaldmiðillinn heitir evra og samstarfsvettvangurinn heitir Evrópusambandið – það er fíllinn framsóknarflokkanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun