Metnaður í mikilvægum greinum Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 23. mars 2017 07:00 Það var aðdáunarvert að fylgjast með ungum metnaðarfullum nemendum keppa nýverið á Íslandsmótinu í iðn- og verkgreinum. Metnaðurinn leyndi sér ekki og ljóst að framtíðin er björt fyrir íslenskan iðnað hvað varðar hæfileika nemenda í iðn-, tækni- og verkgreinum í dag. Eða hvað? Veruleikinn í íslensku atvinnulífi er því miður sá að mörg fyrirtæki og margar greinar skortir fagmenntað fólk og sú staðreynd kemur niður á afkastagetu þeirra. Það er ekki lengur framtíðarógn heldur staðreynd að nýliðun er ábótavant og fagmenn standa frammi fyrir miklum vanda. Íslenskt atvinnulíf hefur vissulega aðgang að öflugum nemendum sem ljúka metnaðarfullu námi, en betur má ef duga skal. Hlutfall þeirra sem velja iðn-, tækni- og verknám að loknu grunnskólanámi verður að hækka og megináhersla okkar sem vinnum að menntamálum verður á næstu misserum að stuðla að því að svo verði. Hindranir Í þessari vinnu eru þó nokkrar hindranir sem mikilvægt er að menntakerfið í samstarfi við atvinnulífið skoði saman og þrói með þeim hætti að námið sé aðgengilegt þeim sem hafa áhuga á að mennta sig í þessum greinum. Í því sambandi þarf að horfa jafnt til ímyndarmála og kerfisins sem menntuninni eru búnar. Hvað ímynd varðar þá virðist sú mynd sem margir hafa af tilteknum iðngreinum lítið eiga skylt við raunveruleikann t.d. hvað varðar snyrtimennsku, vinnuaðstöðu, verkefni og tekjur. Eins hafa fyrirframgefnar hugmyndir varðandi hlutverk kynjanna verið áberandi og hlutur kvenna í iðn-, tækni- og verknámi hefur ekki verið jafn hár og eðlilegt mætti teljast í samfélagi sem komið er jafn langt í jafnréttisumræðunni og raun ber vitni. Hvað varðar kerfislægan vanda má m.a. benda á það óöryggi og flækjustig sem fylgt getur því að nemendur útvegi sér samning í þeirri grein sem sótt er um nám í, ferlið verður flóknara og þegar við bætist námstími sem er, eftir nýjustu breytingar, orðinn lengri en hefðbundið bóknám til stúdentsprófs vinnur það ekki með greinunum. Við þetta bætist svo að enn eru leiðir til framhaldsnáms óskýrar, margar iðngreinar eru skilgreindar sem fámennar iðngreinar sem veldur því að erfitt er að halda uppi hefðbundnu námi og mikilvægt er að þróa leið sem gerir nemendum á landsbyggðinni kleift að ljúka námi í iðngreinum í sinni heimabyggð, enda eru menntamál líka byggðamál. Framtíðin er björt, við eigum einstaklega hæfileikaríkt ungt fólk sem hefur ákveðið að leggja fyrir sig nám í iðn-, verk- og tæknigreinum en við þurfum að auka veg þessara greina hvað fjölda nemenda varðar og þá sér í lagi að horfa til þess að auka hlut ungra kvenna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það var aðdáunarvert að fylgjast með ungum metnaðarfullum nemendum keppa nýverið á Íslandsmótinu í iðn- og verkgreinum. Metnaðurinn leyndi sér ekki og ljóst að framtíðin er björt fyrir íslenskan iðnað hvað varðar hæfileika nemenda í iðn-, tækni- og verkgreinum í dag. Eða hvað? Veruleikinn í íslensku atvinnulífi er því miður sá að mörg fyrirtæki og margar greinar skortir fagmenntað fólk og sú staðreynd kemur niður á afkastagetu þeirra. Það er ekki lengur framtíðarógn heldur staðreynd að nýliðun er ábótavant og fagmenn standa frammi fyrir miklum vanda. Íslenskt atvinnulíf hefur vissulega aðgang að öflugum nemendum sem ljúka metnaðarfullu námi, en betur má ef duga skal. Hlutfall þeirra sem velja iðn-, tækni- og verknám að loknu grunnskólanámi verður að hækka og megináhersla okkar sem vinnum að menntamálum verður á næstu misserum að stuðla að því að svo verði. Hindranir Í þessari vinnu eru þó nokkrar hindranir sem mikilvægt er að menntakerfið í samstarfi við atvinnulífið skoði saman og þrói með þeim hætti að námið sé aðgengilegt þeim sem hafa áhuga á að mennta sig í þessum greinum. Í því sambandi þarf að horfa jafnt til ímyndarmála og kerfisins sem menntuninni eru búnar. Hvað ímynd varðar þá virðist sú mynd sem margir hafa af tilteknum iðngreinum lítið eiga skylt við raunveruleikann t.d. hvað varðar snyrtimennsku, vinnuaðstöðu, verkefni og tekjur. Eins hafa fyrirframgefnar hugmyndir varðandi hlutverk kynjanna verið áberandi og hlutur kvenna í iðn-, tækni- og verknámi hefur ekki verið jafn hár og eðlilegt mætti teljast í samfélagi sem komið er jafn langt í jafnréttisumræðunni og raun ber vitni. Hvað varðar kerfislægan vanda má m.a. benda á það óöryggi og flækjustig sem fylgt getur því að nemendur útvegi sér samning í þeirri grein sem sótt er um nám í, ferlið verður flóknara og þegar við bætist námstími sem er, eftir nýjustu breytingar, orðinn lengri en hefðbundið bóknám til stúdentsprófs vinnur það ekki með greinunum. Við þetta bætist svo að enn eru leiðir til framhaldsnáms óskýrar, margar iðngreinar eru skilgreindar sem fámennar iðngreinar sem veldur því að erfitt er að halda uppi hefðbundnu námi og mikilvægt er að þróa leið sem gerir nemendum á landsbyggðinni kleift að ljúka námi í iðngreinum í sinni heimabyggð, enda eru menntamál líka byggðamál. Framtíðin er björt, við eigum einstaklega hæfileikaríkt ungt fólk sem hefur ákveðið að leggja fyrir sig nám í iðn-, verk- og tæknigreinum en við þurfum að auka veg þessara greina hvað fjölda nemenda varðar og þá sér í lagi að horfa til þess að auka hlut ungra kvenna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun