Skotsilfur Markaðarins: Spariféð í sveitina og sjóðirnir skoða næsta leik Ritstjórn Markaðarins skrifar 24. mars 2017 13:00 Nokkrir nafntogaðir einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu eru óánægðir með sölu á 30 prósentum í Arion banka og ætla að færa bankaviðskipti sín til þeirra fjögurra sparisjóða sem eftir eru. Áður en þeir keyra sparifé sitt í næsta útibú á Hólmavík, eða í 233 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík, ættu þeir að glugga í þriggja ára gamla skýrslu um erfiðleika og fall sparisjóðanna, kynna sér sögu Spron eða yfirstandandi rannsókn héraðssaksóknara á því hvernig AFL-sparisjóður á Siglufirði virðist hafa verið holaður að innan. Það hafa nefnilega ekki allir sparisjóðir verið reknir eins og Sparisjóður Suður-Þingeyinga þar sem Ari Teitsson ræður ríkjum.Jón Eggert hættur hjá Kviku Það kvarnaðist enn frekar úr hópi verðbréfamiðlara í markaðsviðskiptum Kviku banka í vikunni þegar Jón Eggert Hallsson sagði upp störfum í fyrradag. Hann var ráðinn til Straums fyrir tveimur árum sem sameinaðist skömmu síðar MP banka undir nafninu Kvika. Jón Eggert er annar miðlarinn sem lætur af störfum hjá Kviku á skömmum tíma en undir lok síðasta árs hætti Sigurður Hreiðar Jónsson hjá bankanum og stofnaði félagið Kletta Capital, sem annast eignastýringu fyrir hönd viðskiptavina, ásamt Jóni Gunnari Sæmundsen og Jónasi Guðmundssyni.Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður og ráðgjafi lífeyrissjóðanna.Skoða næsta leik Eftir viðræður við Kaupþing – með mislöngum hléum – í vel á annað ár er orðið ljóst að ekkert verður af kaupum lífeyrissjóðanna á hlut í Arion banka í lokuðu útboði. Þórarinn V. Þórarinsson, ráðgjafi sjóðanna, sagði í gær að það hefði vakið undrun hversu stór hlutur var seldur til erlendra fjárfesta og að Kaupþing hefði núna slitið öllum samningaviðræðum við sjóðina sem hefðu „varið miklum tíma og töluverðum kostnaði í að undirbúa þessi kaup“. Það kæmi því ekki á óvart ef sjóðirnir skoði nú að fara fram á að Kaupþing bæti þeim upp ráðgjafarkostnað sem til hefur fallið vegna viðræðnanna.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Sjá meira
Nokkrir nafntogaðir einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu eru óánægðir með sölu á 30 prósentum í Arion banka og ætla að færa bankaviðskipti sín til þeirra fjögurra sparisjóða sem eftir eru. Áður en þeir keyra sparifé sitt í næsta útibú á Hólmavík, eða í 233 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík, ættu þeir að glugga í þriggja ára gamla skýrslu um erfiðleika og fall sparisjóðanna, kynna sér sögu Spron eða yfirstandandi rannsókn héraðssaksóknara á því hvernig AFL-sparisjóður á Siglufirði virðist hafa verið holaður að innan. Það hafa nefnilega ekki allir sparisjóðir verið reknir eins og Sparisjóður Suður-Þingeyinga þar sem Ari Teitsson ræður ríkjum.Jón Eggert hættur hjá Kviku Það kvarnaðist enn frekar úr hópi verðbréfamiðlara í markaðsviðskiptum Kviku banka í vikunni þegar Jón Eggert Hallsson sagði upp störfum í fyrradag. Hann var ráðinn til Straums fyrir tveimur árum sem sameinaðist skömmu síðar MP banka undir nafninu Kvika. Jón Eggert er annar miðlarinn sem lætur af störfum hjá Kviku á skömmum tíma en undir lok síðasta árs hætti Sigurður Hreiðar Jónsson hjá bankanum og stofnaði félagið Kletta Capital, sem annast eignastýringu fyrir hönd viðskiptavina, ásamt Jóni Gunnari Sæmundsen og Jónasi Guðmundssyni.Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður og ráðgjafi lífeyrissjóðanna.Skoða næsta leik Eftir viðræður við Kaupþing – með mislöngum hléum – í vel á annað ár er orðið ljóst að ekkert verður af kaupum lífeyrissjóðanna á hlut í Arion banka í lokuðu útboði. Þórarinn V. Þórarinsson, ráðgjafi sjóðanna, sagði í gær að það hefði vakið undrun hversu stór hlutur var seldur til erlendra fjárfesta og að Kaupþing hefði núna slitið öllum samningaviðræðum við sjóðina sem hefðu „varið miklum tíma og töluverðum kostnaði í að undirbúa þessi kaup“. Það kæmi því ekki á óvart ef sjóðirnir skoði nú að fara fram á að Kaupþing bæti þeim upp ráðgjafarkostnað sem til hefur fallið vegna viðræðnanna.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Sjá meira