Faðir Lubitz vill nýja rannsókn Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2017 13:59 Günter Lubitz á blaðamannafundinum í dag. Vísir/AFP Günter Lubitz er fullur efasemda um að sonur sinn Andreas Lupitz hafi flogið vísvitandi á fjall í frönsku ölupunum fyrir tveimur árum. 150 manns voru um borð og allir létu lífið. Hann segir son sinn ekki hafa verið í sjálfsmorðshugleiðingum og kallar eftir nýrri rannsókn. Þetta kom fram á blaðamannafundi Günter Lubitz og blaðamanns í dag. Blaðamaðurinn Tim van Beveren, sem Lubitz réð til að fara yfir gögn málsins með sér, segir ekkert hafa verið sannað varðandi það af hverju flugstjóri Germanwings A320 flugsins frá Barcelona til Duesseldorf hafi ekki komist aftur inn í flugstjórnarklefann eftir að hann fór á klósettið. Hann sagði einnig að ókyrrð hafi mögulega neytt Lubitz til að lækka flugið og að ekki hafi verið sannað að Lubitz hafi verið með meðvitund þegar flugvélin lækkaði flugið. Þetta var í fyrsta sinn sem Günter Lubitz ræddi við fjölmiðla í þessi tvö ár. Hann lýsti því yfir að það hefði slegið fjölskyldu hans verulega að rannsakendur hefðu lýst því yfir, einungis nokkrum dögum eftir brotlendinguna, að sonur hans hefði flogið viljandi á fjallið. „Við höfum þurft að lifa með því að honum hefur verið stillt upp sem fjöldamorðingja í fjölmiðllum,“ sagði hann samkvæmt Reuters. Þegar hann var spurður hvort hann trúði því að sonur sinn væri saklaus, svaraði Günter á þá leið að hann væri „að leita sannleikans“. Lufthansa, móðurfélag Germanwings, segir enga ástæðu til að trúa ekki niðurstöðum rannsakenda. Saksóknarinn Christoph Kumpa slær á svipaða strengi og segir að ekki eigi að opna rannsóknina að nýju. Ekkert tilefni sé til þess. Hljóðupptökur úr flugstjórnarklefanum sýna fram á að flugstjórinn reyndi að brjóta hurðina niður með öxi áður en flugvélin lenti á fjallinu. Lubitz er sagður hafa hægt á vélinni og byrjað að lækka flugið eftir að flugstjórinn fór á klósettið, skömmu eftir flugtak. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Faðir Lubitz: Vill hreinsa mannorð sonar síns Faðir Andreas Lubitz segist ekki trúa því að hann hafi flogið viljandi á fjall í Frakklandi. 21. mars 2017 13:15 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Günter Lubitz er fullur efasemda um að sonur sinn Andreas Lupitz hafi flogið vísvitandi á fjall í frönsku ölupunum fyrir tveimur árum. 150 manns voru um borð og allir létu lífið. Hann segir son sinn ekki hafa verið í sjálfsmorðshugleiðingum og kallar eftir nýrri rannsókn. Þetta kom fram á blaðamannafundi Günter Lubitz og blaðamanns í dag. Blaðamaðurinn Tim van Beveren, sem Lubitz réð til að fara yfir gögn málsins með sér, segir ekkert hafa verið sannað varðandi það af hverju flugstjóri Germanwings A320 flugsins frá Barcelona til Duesseldorf hafi ekki komist aftur inn í flugstjórnarklefann eftir að hann fór á klósettið. Hann sagði einnig að ókyrrð hafi mögulega neytt Lubitz til að lækka flugið og að ekki hafi verið sannað að Lubitz hafi verið með meðvitund þegar flugvélin lækkaði flugið. Þetta var í fyrsta sinn sem Günter Lubitz ræddi við fjölmiðla í þessi tvö ár. Hann lýsti því yfir að það hefði slegið fjölskyldu hans verulega að rannsakendur hefðu lýst því yfir, einungis nokkrum dögum eftir brotlendinguna, að sonur hans hefði flogið viljandi á fjallið. „Við höfum þurft að lifa með því að honum hefur verið stillt upp sem fjöldamorðingja í fjölmiðllum,“ sagði hann samkvæmt Reuters. Þegar hann var spurður hvort hann trúði því að sonur sinn væri saklaus, svaraði Günter á þá leið að hann væri „að leita sannleikans“. Lufthansa, móðurfélag Germanwings, segir enga ástæðu til að trúa ekki niðurstöðum rannsakenda. Saksóknarinn Christoph Kumpa slær á svipaða strengi og segir að ekki eigi að opna rannsóknina að nýju. Ekkert tilefni sé til þess. Hljóðupptökur úr flugstjórnarklefanum sýna fram á að flugstjórinn reyndi að brjóta hurðina niður með öxi áður en flugvélin lenti á fjallinu. Lubitz er sagður hafa hægt á vélinni og byrjað að lækka flugið eftir að flugstjórinn fór á klósettið, skömmu eftir flugtak.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Faðir Lubitz: Vill hreinsa mannorð sonar síns Faðir Andreas Lubitz segist ekki trúa því að hann hafi flogið viljandi á fjall í Frakklandi. 21. mars 2017 13:15 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Faðir Lubitz: Vill hreinsa mannorð sonar síns Faðir Andreas Lubitz segist ekki trúa því að hann hafi flogið viljandi á fjall í Frakklandi. 21. mars 2017 13:15