Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 11:42 Atvikið á að hafa gerst á lögreglustöðinni Hverfisgötu 16. maí 2016. Heimildir fréttastofu herma að myndbandsupptaka sé til af atvikinu. vísir/gva Lögreglumaðurinn sem ákærður er fyrir brot í starfi fór offari og gætti ekki lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu og fyrir dómara, segir í ákæru yfir manninum. Hann er sakaður um að hafa beitt fangann ofbeldi með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka á hnakka, ökkla og rifbeini. Í ákærunni segir að lögreglumaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, hafi handjárnað fangann fyrir framan búk, tekið um hálsmálið á peysu hans, ýtt honum upp að vegg og tekið hann niður í gólfið. Þá hafi hann sett hægra hné sitt á bringu fangans, haldið enn um peysu hans við hálsmál og skellt höfði hans tvisvar í gólfið. Jafnframt segir að lögreglumaðurinn hafi ógnað fanganum með því að halda krepptum hnefa sínum framan við andlit hans og því næst dregið hann, með því að halda í föt hans, út fangaganginn og að lyftu í fangageymslu. Fanginn hlaut af þessu blæðingu í og undir húð á hnakka, eymsli og væga bólgu yfir liðbandi í hægri ökkla og grunur var um riftbrot á einu rifi vinstra megin. Hann krefst tveggja milljóna króna úr hendi lögreglumannsins í skaðabætur. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í maí í fyrra í fangelsinu á Hverfisgötu. Lögreglumaðurinn starfaði í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en honum var vikið tímabundið frá störfum fyrr í þessum mánuði. Heimildir fréttastofu herma að myndbandsupptaka úr eftirlitsmyndavél sýni atvikið vel. Rannsókn málsins er á forræði héraðssaksóknara, en málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði. Tengdar fréttir Lögregluþjóninum vikið frá störfum Er grunaður um að hafa beitt einstakling í haldi ofbeldi. 17. mars 2017 17:12 Lögreglumaður ákærður: Grunaður um að hafa beitt handtekinn mann ofbeldi Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni sem grunaður er um að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Myndbandsupptökur eru til af atvikinu. 16. mars 2017 18:30 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Lögreglumaðurinn sem ákærður er fyrir brot í starfi fór offari og gætti ekki lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu og fyrir dómara, segir í ákæru yfir manninum. Hann er sakaður um að hafa beitt fangann ofbeldi með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka á hnakka, ökkla og rifbeini. Í ákærunni segir að lögreglumaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, hafi handjárnað fangann fyrir framan búk, tekið um hálsmálið á peysu hans, ýtt honum upp að vegg og tekið hann niður í gólfið. Þá hafi hann sett hægra hné sitt á bringu fangans, haldið enn um peysu hans við hálsmál og skellt höfði hans tvisvar í gólfið. Jafnframt segir að lögreglumaðurinn hafi ógnað fanganum með því að halda krepptum hnefa sínum framan við andlit hans og því næst dregið hann, með því að halda í föt hans, út fangaganginn og að lyftu í fangageymslu. Fanginn hlaut af þessu blæðingu í og undir húð á hnakka, eymsli og væga bólgu yfir liðbandi í hægri ökkla og grunur var um riftbrot á einu rifi vinstra megin. Hann krefst tveggja milljóna króna úr hendi lögreglumannsins í skaðabætur. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í maí í fyrra í fangelsinu á Hverfisgötu. Lögreglumaðurinn starfaði í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en honum var vikið tímabundið frá störfum fyrr í þessum mánuði. Heimildir fréttastofu herma að myndbandsupptaka úr eftirlitsmyndavél sýni atvikið vel. Rannsókn málsins er á forræði héraðssaksóknara, en málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði.
Tengdar fréttir Lögregluþjóninum vikið frá störfum Er grunaður um að hafa beitt einstakling í haldi ofbeldi. 17. mars 2017 17:12 Lögreglumaður ákærður: Grunaður um að hafa beitt handtekinn mann ofbeldi Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni sem grunaður er um að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Myndbandsupptökur eru til af atvikinu. 16. mars 2017 18:30 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Lögregluþjóninum vikið frá störfum Er grunaður um að hafa beitt einstakling í haldi ofbeldi. 17. mars 2017 17:12
Lögreglumaður ákærður: Grunaður um að hafa beitt handtekinn mann ofbeldi Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni sem grunaður er um að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Myndbandsupptökur eru til af atvikinu. 16. mars 2017 18:30