Telja að vöxtur ferðamanna muni dragast saman Sæunn Gísladóttir skrifar 29. mars 2017 10:00 Auknar vísbendingar eru um að sterkt gengi krónunnar sé farið að hafa áhrif á ferðamenn. Vísir/Vilhelm Ísland stefnir í að verða dýrasta land í heimi samkvæmt nýrri Hagspá Arion banka, sem kynnt var í morgun. Auknar vísbendingar eru um að sterkt gengi krónunnar sé farið að hafa áhrif á ferðamenn og því hefur greiningardeild Arion banka endurmetið ferðamannaspá sína fyrir 2018 og 2019 og spáir minni vexti í fjölda ferðamanna en áður. Í Hagspánni er spáð að fjöldi erlendra gesta um Keflavíkurflugvöll fjölgi um 26 prósent á þessu ári en svo 7 prósent á næsta ári og 5 prósent 2019.Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion.Mynd/aðsendGengi krónunnar hefur styrkst gagnvart öllum helstu myntum undanfarin misseri. Styrkingin nemur 15 til 45 prósent frá árinu 2013. Verðlag í evrum talið hefur á Íslandi hækkað um 60 prósent umfram verðlag í öðrum löndum frá 2010. Að mati Ernu Bjargar Sverrisdóttur, sérfræðings í greiningardeild Arion banka, er þróunin náttúruleg. „Gengið virkar sem sveiflujafnari og er að vinna sitt hlutverk núna. Vöxturinn sem við höfum verið að sjá hefur verið gríðarlegur. Þetta getur ekki gengið að eilífu. Það er verið að þrengja að innviðum hjá okkur, það er komin mikil spenna á vinnumarkaði. Ég held að það sé jákvætt ef við sjáum hægari vöxt sem landið ræður frekar við.“ Hlutfallslegt verð á veitingastöðum og hótelum mun vera næstum tvöfalt því sem tíðkast í Evrópusambandinu á þessu ári á Íslandi. Til samanburðar var það um 25 prósent hærra árið 2013. Veltan heldur áfram að aukast í ferðaþjónustunni en velta á hvern ferðamann minnkar. Fram kemur í greiningunni að vísbendingar séu um að þróunin þrengi að að útflutningsgreinum og þar með talið ferðaþjónustunni. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00 Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. 21. mars 2017 23:30 Túristar á Íslandi hafðir að féþúfu Íslenskur hrossaskítur bragðast eins og Sterkar djúpur en er 300 prósent dýrari. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Ísland stefnir í að verða dýrasta land í heimi samkvæmt nýrri Hagspá Arion banka, sem kynnt var í morgun. Auknar vísbendingar eru um að sterkt gengi krónunnar sé farið að hafa áhrif á ferðamenn og því hefur greiningardeild Arion banka endurmetið ferðamannaspá sína fyrir 2018 og 2019 og spáir minni vexti í fjölda ferðamanna en áður. Í Hagspánni er spáð að fjöldi erlendra gesta um Keflavíkurflugvöll fjölgi um 26 prósent á þessu ári en svo 7 prósent á næsta ári og 5 prósent 2019.Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion.Mynd/aðsendGengi krónunnar hefur styrkst gagnvart öllum helstu myntum undanfarin misseri. Styrkingin nemur 15 til 45 prósent frá árinu 2013. Verðlag í evrum talið hefur á Íslandi hækkað um 60 prósent umfram verðlag í öðrum löndum frá 2010. Að mati Ernu Bjargar Sverrisdóttur, sérfræðings í greiningardeild Arion banka, er þróunin náttúruleg. „Gengið virkar sem sveiflujafnari og er að vinna sitt hlutverk núna. Vöxturinn sem við höfum verið að sjá hefur verið gríðarlegur. Þetta getur ekki gengið að eilífu. Það er verið að þrengja að innviðum hjá okkur, það er komin mikil spenna á vinnumarkaði. Ég held að það sé jákvætt ef við sjáum hægari vöxt sem landið ræður frekar við.“ Hlutfallslegt verð á veitingastöðum og hótelum mun vera næstum tvöfalt því sem tíðkast í Evrópusambandinu á þessu ári á Íslandi. Til samanburðar var það um 25 prósent hærra árið 2013. Veltan heldur áfram að aukast í ferðaþjónustunni en velta á hvern ferðamann minnkar. Fram kemur í greiningunni að vísbendingar séu um að þróunin þrengi að að útflutningsgreinum og þar með talið ferðaþjónustunni.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00 Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. 21. mars 2017 23:30 Túristar á Íslandi hafðir að féþúfu Íslenskur hrossaskítur bragðast eins og Sterkar djúpur en er 300 prósent dýrari. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00
Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. 21. mars 2017 23:30
Túristar á Íslandi hafðir að féþúfu Íslenskur hrossaskítur bragðast eins og Sterkar djúpur en er 300 prósent dýrari. 22. mars 2017 13:30