Konur eru 4-8 sinnum líklegri til að slíta krossbönd en karlar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2017 19:00 Krossbandaslit hafa verið tíð íslenskum afrekskonum að undanförnu. Sandra María Jessen og Dóra María Lárusdóttir, landsliðskonur í fótbolta, slitu báðar krossbönd í leik gegn Noregi á Algarve-mótinu. Þá sleit handboltakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir krossbönd í vináttulandsleik Íslands og Hollands á dögunum. En er konum hættara við krossbandaslitum en körlum? Guðjón Guðmundsson kynnti sér málið. „Konur eru t.d. með öðruvísi byggða mjaðmagrind en karlar, þannig að álagið er annað á hnén. Það þarf að fókusa meira á konurnar, t.d. hvernig lendingatæknin þeirra er og hlaupaform yfir höfuð,“ sagði Guðjón Örn Ingólfsson, íþróttafræðingur og styrktarþjálfari, í samtali við Gaupa í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er talað um að konur séu 4-8 sinnum líklegri til að slíta krossbönd en karlmenn, út af þessari blessuðu mjaðmauppbyggingu.“ Guðjón segir að þjálfun á þessu sviði sé ábótavant. „Það má segja það. Það verður einblína öðruvísi á þjálfunina og byrja fyrr að byggja þennan grunn. Það þarf að byrja að byggja grunninn strax þegar við erum að vaxa og byggja svo ofan á það þegar við eldumst. Þær eru líklegastar til að slíta krossbönd á aldrinum 15-25 ára,“ sagði Guðjón. Að sögn Guðjóns er styrktarþjálfun afar mikilvæg en hún hjálpar til við að fyrirbyggja meiðsli. „Konur þurfa bara að lyfta. Þær eru með öðruvísi hormónakerfi en karlmenn og þurfa jafnvel að lyfta meira en þeir yfir keppnistímabilið,“ sagði Guðjón. „Það er hægt að koma í veg fyrir slatta af krossbandameiðslum bara með því að nota styrktarþjálfunina. Þú getur ekki komið í veg fyrir högg og eitthvað slitni en t.d. í hraðabreytingum og hoppum er klárlega hægt að koma í veg fyrir hin og þessi meiðsli.“ Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira
Krossbandaslit hafa verið tíð íslenskum afrekskonum að undanförnu. Sandra María Jessen og Dóra María Lárusdóttir, landsliðskonur í fótbolta, slitu báðar krossbönd í leik gegn Noregi á Algarve-mótinu. Þá sleit handboltakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir krossbönd í vináttulandsleik Íslands og Hollands á dögunum. En er konum hættara við krossbandaslitum en körlum? Guðjón Guðmundsson kynnti sér málið. „Konur eru t.d. með öðruvísi byggða mjaðmagrind en karlar, þannig að álagið er annað á hnén. Það þarf að fókusa meira á konurnar, t.d. hvernig lendingatæknin þeirra er og hlaupaform yfir höfuð,“ sagði Guðjón Örn Ingólfsson, íþróttafræðingur og styrktarþjálfari, í samtali við Gaupa í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er talað um að konur séu 4-8 sinnum líklegri til að slíta krossbönd en karlmenn, út af þessari blessuðu mjaðmauppbyggingu.“ Guðjón segir að þjálfun á þessu sviði sé ábótavant. „Það má segja það. Það verður einblína öðruvísi á þjálfunina og byrja fyrr að byggja þennan grunn. Það þarf að byrja að byggja grunninn strax þegar við erum að vaxa og byggja svo ofan á það þegar við eldumst. Þær eru líklegastar til að slíta krossbönd á aldrinum 15-25 ára,“ sagði Guðjón. Að sögn Guðjóns er styrktarþjálfun afar mikilvæg en hún hjálpar til við að fyrirbyggja meiðsli. „Konur þurfa bara að lyfta. Þær eru með öðruvísi hormónakerfi en karlmenn og þurfa jafnvel að lyfta meira en þeir yfir keppnistímabilið,“ sagði Guðjón. „Það er hægt að koma í veg fyrir slatta af krossbandameiðslum bara með því að nota styrktarþjálfunina. Þú getur ekki komið í veg fyrir högg og eitthvað slitni en t.d. í hraðabreytingum og hoppum er klárlega hægt að koma í veg fyrir hin og þessi meiðsli.“ Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira