Hörður tryggði fyrsta sigurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2017 06:00 Hörður Björgvin Magnússon setur boltann smekklega yfir írska varnarvegginn og skorar sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið. vísir/getty Ísland vann 0-1 sigur á Írlandi á Aviva-vellinum í Dublin í gær, í fyrsta leik þjóðanna í 20 ár. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Íslands á Írlandi en hann kom í áttundu tilraun. Eina mark leiksins kom á 20. mínútu. Kjartan Henry fiskaði þá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Venjulega kemur það í hlut Gylfa Þórs Sigurðssonar að taka aukaspyrnur á þessum stað en þar sem Swansea-maðurinn var ekki með í gær steig Hörður Björgvin Magnússon fram. Hann sveiflaði vinstri fætinum og setti boltann yfir varnarvegg Íra og í nærhornið, óverjandi fyrir Keiren Westwood, markvörð heimamanna. Glæsilegt mark og það fyrsta hjá Herði Björgvini fyrir íslenska landsliðið. Heimir Hallgrímsson gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum á Kósóvó á föstudaginn. Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson voru þeir einu sem héldu sætum sínum í byrjunarliðinu. Leikurinn í gær var heldur rislítill og lítið fyrir augað. Færin voru engin og boltinn var mikið í loftinu. Sigur Íslands var þó sanngjarn á erfiðum útivelli. Holningin á íslenska liðinu var góð og varnarleikurinn til mikillar fyrirmyndar. Jón Daði Böðvarsson og Kjartan Henry Finnbogason voru afar vinnusamir í fremstu víglínu og kantmennirnir Rúrik Gíslason og Aron Sigurðarson voru duglegir að hjálpa bakvörðunum. Aron átti líka ágætis spretti í fyrri hálfleik en minna fór fyrir Rúrik þegar íslenska liðið var með boltann. Sóknarleikur Íranna var einhæfur en það eina sem þeir buðu upp á voru endalausar fyrirgjafir sem íslensku miðverðirnir réðu vel við. Sverrir Ingi Ingason var gríðarlega öflugur og spilaði sinn besta landsleik til þessa. Líkt og í leiknum gegn Kósóvó gekk Íslandi heldur illa að halda boltanum innan liðsins. Þó brá fyrir einstaka samleiksköflum í fyrri hálfleik, þótt þeir hefðu mátt vera fleiri. Það var meiri kraftur í Írunum í seinni hálfleik en þeir ógnuðu ekki neitt. Bæði vantaði hugmyndaauðgi í sóknarleik þeirra og þá varðist íslenska liðið mjög vel. Til marks um það átti Írland ekki eitt einasta skot á íslenska markið í leiknum. Heimir Hallgrímsson getur vel við unað eftir landsleikina tvo í vikunni. Báðir unnust þeir og varnarleikurinn í þeim var sterkur. Sóknarleikur íslenska liðsins hefur þó oft verið betri. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira
Ísland vann 0-1 sigur á Írlandi á Aviva-vellinum í Dublin í gær, í fyrsta leik þjóðanna í 20 ár. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Íslands á Írlandi en hann kom í áttundu tilraun. Eina mark leiksins kom á 20. mínútu. Kjartan Henry fiskaði þá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Venjulega kemur það í hlut Gylfa Þórs Sigurðssonar að taka aukaspyrnur á þessum stað en þar sem Swansea-maðurinn var ekki með í gær steig Hörður Björgvin Magnússon fram. Hann sveiflaði vinstri fætinum og setti boltann yfir varnarvegg Íra og í nærhornið, óverjandi fyrir Keiren Westwood, markvörð heimamanna. Glæsilegt mark og það fyrsta hjá Herði Björgvini fyrir íslenska landsliðið. Heimir Hallgrímsson gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum á Kósóvó á föstudaginn. Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson voru þeir einu sem héldu sætum sínum í byrjunarliðinu. Leikurinn í gær var heldur rislítill og lítið fyrir augað. Færin voru engin og boltinn var mikið í loftinu. Sigur Íslands var þó sanngjarn á erfiðum útivelli. Holningin á íslenska liðinu var góð og varnarleikurinn til mikillar fyrirmyndar. Jón Daði Böðvarsson og Kjartan Henry Finnbogason voru afar vinnusamir í fremstu víglínu og kantmennirnir Rúrik Gíslason og Aron Sigurðarson voru duglegir að hjálpa bakvörðunum. Aron átti líka ágætis spretti í fyrri hálfleik en minna fór fyrir Rúrik þegar íslenska liðið var með boltann. Sóknarleikur Íranna var einhæfur en það eina sem þeir buðu upp á voru endalausar fyrirgjafir sem íslensku miðverðirnir réðu vel við. Sverrir Ingi Ingason var gríðarlega öflugur og spilaði sinn besta landsleik til þessa. Líkt og í leiknum gegn Kósóvó gekk Íslandi heldur illa að halda boltanum innan liðsins. Þó brá fyrir einstaka samleiksköflum í fyrri hálfleik, þótt þeir hefðu mátt vera fleiri. Það var meiri kraftur í Írunum í seinni hálfleik en þeir ógnuðu ekki neitt. Bæði vantaði hugmyndaauðgi í sóknarleik þeirra og þá varðist íslenska liðið mjög vel. Til marks um það átti Írland ekki eitt einasta skot á íslenska markið í leiknum. Heimir Hallgrímsson getur vel við unað eftir landsleikina tvo í vikunni. Báðir unnust þeir og varnarleikurinn í þeim var sterkur. Sóknarleikur íslenska liðsins hefur þó oft verið betri.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira