Tekist á um mislæg gatnamót: „Það hefur verið einbeittur vilji Reykjavíkurborgar að þurrka þetta út af kortinu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. mars 2017 14:51 Jón Gunnarsson og Hjálmar Sveinsson Vísir Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, tókust á um mislæg gatnamót á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Samgönguráðherra hefur sagt að erfiðaasti flöskuhálsinn í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu séu umrædd gatnamót og vill hann að reist verði mislæg gatnamót, líkt og hugmyndir hafa áður gert ráð fyrir, til þess að liðka til fyrir umferð. Hjálmar Sveinsson rifjaði hins vegar upp að slík gatnamót hafi verið á dagskrá en tekin út af dagskrá vegna vilja íbúa hverfisins í grennd við gatnamótin. „Það er kannski lærdómurinn sem við drögum af því að það sem einu sinni þótti sjálfsagt, að setja mislæg gatnamót niður í borginin, er það ekki lengur. Fólk í næsta nágrenni óttast mjög mikla og mjög hraða bílaumferð. Þetta er reynsla sem er úr öllum borgum allstaðar,“ sagði Hjálmar. Sagði hann að áhersla sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu væri á að létta á umferð með því að auka veg almenningsamgangna og gangandi og hjólandi vegfarenda.Umferðin getur verið þung í borginnivísir/pjeturSagði gatnamótin mikinn farartálma í núverandi mynd Jón Gunnarssonar var sammála því að auka ætti veg almenningsamgangna og að ríkið styddi sveitarfélögin í höfuðborgarsvæðinu í því verkefni. Öllum væri þó ljóst að eitthvað þyrfti að gera á gatnamótunum svo greiða mætti fyrir umferð. „Það þekkja það allir sem fara um þessi gatnamót hversu mikill farartálmi þau eru, hversu mikil umferð þarna stoppast. Við erum ekkert að fara að vinna á því með bættum almenningsamgöngum eða fólk ætli að fara að labba og hjóla,“ sagði Jón. Sagði hann Vegagerðina vera sammála sér um þörfin á gatnamótunum og taka þyrfti tillit til þeirrar miklu umferðaraukningar sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hjálmar kannaðist þó ekki við að Vegagerðin, né ríkisvaldið, hefðu sýnt gatnamótunum mikinn áhuga og benti á að þau mættu ekki finna á síðustu samgönguáætlunum, nema þá í mýflugumynd. Þá væri borgin, ásamt Vegagerðinni, að vinna umfangsmikla greiningarvinnuá á 36 gatnamótum til þess að skoða hvað mætti gera til að greiða fyrir umferð. „Mér finnst hvorki að ríkisvaldið né vegagerðin hafa fylgt þessu áhugamáli sínu eftir,“ sagði Hjálmar. Þessu var Jón ósammála og sagði Hjálmar ekki geta skrifað það á ríkið eða Vegagerðina að gatnamótin væru ekki á áætlun. Það skrifaðist fyrst og fremst á borgina. „Það hefur verið einbeittur vilji Reykjavíkurborgar að þurrka þetta út. Það er ástæðan fyrir því.“ Skipulag Víglínan Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, tókust á um mislæg gatnamót á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Samgönguráðherra hefur sagt að erfiðaasti flöskuhálsinn í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu séu umrædd gatnamót og vill hann að reist verði mislæg gatnamót, líkt og hugmyndir hafa áður gert ráð fyrir, til þess að liðka til fyrir umferð. Hjálmar Sveinsson rifjaði hins vegar upp að slík gatnamót hafi verið á dagskrá en tekin út af dagskrá vegna vilja íbúa hverfisins í grennd við gatnamótin. „Það er kannski lærdómurinn sem við drögum af því að það sem einu sinni þótti sjálfsagt, að setja mislæg gatnamót niður í borginin, er það ekki lengur. Fólk í næsta nágrenni óttast mjög mikla og mjög hraða bílaumferð. Þetta er reynsla sem er úr öllum borgum allstaðar,“ sagði Hjálmar. Sagði hann að áhersla sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu væri á að létta á umferð með því að auka veg almenningsamgangna og gangandi og hjólandi vegfarenda.Umferðin getur verið þung í borginnivísir/pjeturSagði gatnamótin mikinn farartálma í núverandi mynd Jón Gunnarssonar var sammála því að auka ætti veg almenningsamgangna og að ríkið styddi sveitarfélögin í höfuðborgarsvæðinu í því verkefni. Öllum væri þó ljóst að eitthvað þyrfti að gera á gatnamótunum svo greiða mætti fyrir umferð. „Það þekkja það allir sem fara um þessi gatnamót hversu mikill farartálmi þau eru, hversu mikil umferð þarna stoppast. Við erum ekkert að fara að vinna á því með bættum almenningsamgöngum eða fólk ætli að fara að labba og hjóla,“ sagði Jón. Sagði hann Vegagerðina vera sammála sér um þörfin á gatnamótunum og taka þyrfti tillit til þeirrar miklu umferðaraukningar sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hjálmar kannaðist þó ekki við að Vegagerðin, né ríkisvaldið, hefðu sýnt gatnamótunum mikinn áhuga og benti á að þau mættu ekki finna á síðustu samgönguáætlunum, nema þá í mýflugumynd. Þá væri borgin, ásamt Vegagerðinni, að vinna umfangsmikla greiningarvinnuá á 36 gatnamótum til þess að skoða hvað mætti gera til að greiða fyrir umferð. „Mér finnst hvorki að ríkisvaldið né vegagerðin hafa fylgt þessu áhugamáli sínu eftir,“ sagði Hjálmar. Þessu var Jón ósammála og sagði Hjálmar ekki geta skrifað það á ríkið eða Vegagerðina að gatnamótin væru ekki á áætlun. Það skrifaðist fyrst og fremst á borgina. „Það hefur verið einbeittur vilji Reykjavíkurborgar að þurrka þetta út. Það er ástæðan fyrir því.“
Skipulag Víglínan Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira