„Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. mars 2017 12:15 Það er morgunljóst að aðgerða á Grindavíkurvegi er þörf og ástand vegarins þolir enga bið. Tvö banaslys á síðustu mánuðum og um 90 önnur umferðarslys á síðustu árum hafa aukið óöryggi vegfarenda og töluverður skrekkur er nú í íbúum Grindavíkur vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. Þetta er mat Kristínar Maríu Birgisdóttur, forseta bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, sem á sæti í samráðshópi um bættari og öruggari Grindavíkurveg. Hópurinn, sem skipaður er fulltrúum bæjaryfirvalda, bæjarstjóra og fulltrúum stærstu fyrirtækjanna í Grindavík, átti fund með Vegagerðinni í síðustu viku þar sem reifaðar voru tillögur að úrbótum á Grindavíkurvegi. Frekar má fræðast um fundinn hér. Dreifing slysa á Grindavíkurvegi frá janúar 2009 – 31. október 2016. Svartur punktur táknar banaslys, rauður punktur stendur fyrir slys með miklum meiðslum, gulur punktur táknar slys með litlum meiðslum og grænn punktur stendur fyrir eignatjón.VegagerðinÍ samtali við Vísi segir Kristín að fundurinn hafi verið góður og samráðshópurinn sé reglulega ánægður með samstarfið við vegamálastjóra í gegnum árin. „Þau eru öll að vilja gerð en eru auðvitað háð fjármagni frá ríkinu. Þau skilja öll áhyggjur okkar,“ segir Kristín. „Við erum öll í sama liði þegar kemur að umferðaröryggi en nú þurfum við bara að þrýsta á og láta rödd okkar heyrast.“ Á fundinum var lagt upp með að vænlegast væri að aðskilja akstursstefnurnar á Grindavíkurvegi með vegriði til þess að sporna við allra alvarlegustu slysunum – þ.e. þeim sem verða með samkeyrslu bíla úr gagnstæðum áttum.Sjá einnig: Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum GrindavíkurvegiAð mati Kristínar og annarra fundarmanna er þó ljóst að meira þurfi að koma til. Ástand vegarins sé afleitt; í honum eru víða djúpar holur, hann sé verulega varhugaverður í hálku á a.m.k. 3 stöðum ásamt því að hann sé víða alltof þröngur miðað við aðstæður. „Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg. Það þarf að breikka hann og, heilt yfir, fara í rosalegar framkvæmdir á Grindavíkurvegi,“ segir Kristín. Það strandi þó á fjármagni sem ekki er gert ráð fyrir í samgönguáætlun.Samráðshópurinn á fund með samgönguráðherra á miðvikudag og hefur farið fram á fund með fjármálaráðherra til að þrýsta á fjárveitingar til málsins. Kristín segir hópinn hafa sínar hugmyndir um hvernig skuli standa að fjármögnun framkvæmdanna. „Það hafa komið miklir peningar inn í ríkiskassann með sölu eigna á Ásbrú. Rætt var um það á sínum tíma að þeir peningar ættu að fara í innviðauppbyggingu á svæðinu og það er gríðarlega mikilvægt að sú uppbygging eigi sér stað í vegakerfinu,“ segir Kristín og vísar þar til umferðaraukningarinnar á svæðinu.Sjá einnig: Margoft krafist úrbóta á GrindavíkurvegiUm 60% fleiri bílar fóru um Grindavíkurveg á hverjum degi allt árið í fyrra en árið 2010. Það eru ekki einungis ferðamenn sem bera ábyrgð á aukningunni heldur hefur Grindvíkingum að sama skapi fjölgað umtalsvert samhliða atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, svo sem í tengslum við aukna starfsemi á Bláa lóns-svæðinu.Ákveðið var á fundi samráðshópsins og Vegagerðarinnar að gera „sérstaka umferðaröryggisúttekt á Grindavíkurvegi á næstunni í samræmi við reglugerð um umferðaröryggisstjórnun vega. Úttektin mun m.a. ná til öryggissvæðisins við hlið vegar. Gerð verður áætlun um lagfæringar til að öryggissvæðið uppfylli núgildandi kröfur í veghönnunarreglum. Hér er t.d. verið að tala um að fjarlægja hraunklappir sem eru of nærri veginum,“ segir Kristín. Vegagerðin mun gera kostnaðaráætlun fyrir „2+1 veg“ alla leið frá Reykjanesbraut að þéttbýlinu í Grindavík. Að sögn Kristínar munu fulltrúar Grindavíkurbæjar, í viðræðum við fjárveitingavaldið, áfram leggja höfuðáherslu á endurbætur Grindavíkurvegar, en ljóst er að aðskilnaður akstursstefna, hvort sem er fyrir 1+1 veg eða 2+1 veg, verði ekki framkvæmdur nema til komi sérmerktar fjárveitingar.Nánar má fræðast um fund samráðshópsins og Vegagerðarinnar hér þar sem má sjá fleiri myndir af ástandi Grindavíkurvegar ásamt sundurliðun á slysunum sem orðið hafa á veginum frá árinu 2009. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Það er morgunljóst að aðgerða á Grindavíkurvegi er þörf og ástand vegarins þolir enga bið. Tvö banaslys á síðustu mánuðum og um 90 önnur umferðarslys á síðustu árum hafa aukið óöryggi vegfarenda og töluverður skrekkur er nú í íbúum Grindavíkur vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. Þetta er mat Kristínar Maríu Birgisdóttur, forseta bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, sem á sæti í samráðshópi um bættari og öruggari Grindavíkurveg. Hópurinn, sem skipaður er fulltrúum bæjaryfirvalda, bæjarstjóra og fulltrúum stærstu fyrirtækjanna í Grindavík, átti fund með Vegagerðinni í síðustu viku þar sem reifaðar voru tillögur að úrbótum á Grindavíkurvegi. Frekar má fræðast um fundinn hér. Dreifing slysa á Grindavíkurvegi frá janúar 2009 – 31. október 2016. Svartur punktur táknar banaslys, rauður punktur stendur fyrir slys með miklum meiðslum, gulur punktur táknar slys með litlum meiðslum og grænn punktur stendur fyrir eignatjón.VegagerðinÍ samtali við Vísi segir Kristín að fundurinn hafi verið góður og samráðshópurinn sé reglulega ánægður með samstarfið við vegamálastjóra í gegnum árin. „Þau eru öll að vilja gerð en eru auðvitað háð fjármagni frá ríkinu. Þau skilja öll áhyggjur okkar,“ segir Kristín. „Við erum öll í sama liði þegar kemur að umferðaröryggi en nú þurfum við bara að þrýsta á og láta rödd okkar heyrast.“ Á fundinum var lagt upp með að vænlegast væri að aðskilja akstursstefnurnar á Grindavíkurvegi með vegriði til þess að sporna við allra alvarlegustu slysunum – þ.e. þeim sem verða með samkeyrslu bíla úr gagnstæðum áttum.Sjá einnig: Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum GrindavíkurvegiAð mati Kristínar og annarra fundarmanna er þó ljóst að meira þurfi að koma til. Ástand vegarins sé afleitt; í honum eru víða djúpar holur, hann sé verulega varhugaverður í hálku á a.m.k. 3 stöðum ásamt því að hann sé víða alltof þröngur miðað við aðstæður. „Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg. Það þarf að breikka hann og, heilt yfir, fara í rosalegar framkvæmdir á Grindavíkurvegi,“ segir Kristín. Það strandi þó á fjármagni sem ekki er gert ráð fyrir í samgönguáætlun.Samráðshópurinn á fund með samgönguráðherra á miðvikudag og hefur farið fram á fund með fjármálaráðherra til að þrýsta á fjárveitingar til málsins. Kristín segir hópinn hafa sínar hugmyndir um hvernig skuli standa að fjármögnun framkvæmdanna. „Það hafa komið miklir peningar inn í ríkiskassann með sölu eigna á Ásbrú. Rætt var um það á sínum tíma að þeir peningar ættu að fara í innviðauppbyggingu á svæðinu og það er gríðarlega mikilvægt að sú uppbygging eigi sér stað í vegakerfinu,“ segir Kristín og vísar þar til umferðaraukningarinnar á svæðinu.Sjá einnig: Margoft krafist úrbóta á GrindavíkurvegiUm 60% fleiri bílar fóru um Grindavíkurveg á hverjum degi allt árið í fyrra en árið 2010. Það eru ekki einungis ferðamenn sem bera ábyrgð á aukningunni heldur hefur Grindvíkingum að sama skapi fjölgað umtalsvert samhliða atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, svo sem í tengslum við aukna starfsemi á Bláa lóns-svæðinu.Ákveðið var á fundi samráðshópsins og Vegagerðarinnar að gera „sérstaka umferðaröryggisúttekt á Grindavíkurvegi á næstunni í samræmi við reglugerð um umferðaröryggisstjórnun vega. Úttektin mun m.a. ná til öryggissvæðisins við hlið vegar. Gerð verður áætlun um lagfæringar til að öryggissvæðið uppfylli núgildandi kröfur í veghönnunarreglum. Hér er t.d. verið að tala um að fjarlægja hraunklappir sem eru of nærri veginum,“ segir Kristín. Vegagerðin mun gera kostnaðaráætlun fyrir „2+1 veg“ alla leið frá Reykjanesbraut að þéttbýlinu í Grindavík. Að sögn Kristínar munu fulltrúar Grindavíkurbæjar, í viðræðum við fjárveitingavaldið, áfram leggja höfuðáherslu á endurbætur Grindavíkurvegar, en ljóst er að aðskilnaður akstursstefna, hvort sem er fyrir 1+1 veg eða 2+1 veg, verði ekki framkvæmdur nema til komi sérmerktar fjárveitingar.Nánar má fræðast um fund samráðshópsins og Vegagerðarinnar hér þar sem má sjá fleiri myndir af ástandi Grindavíkurvegar ásamt sundurliðun á slysunum sem orðið hafa á veginum frá árinu 2009.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira