Förum varlega Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. mars 2017 07:00 Ríkisstjórnin kynnti á sunnudag síðasta áfangann í áætlun um losun fjármagnshafta. Fulla losun hafta á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Með breytingum á reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál sem taka gildi í dag lýkur vegferð sem hófst í nóvember 2008 þegar höftum var komið á í þeim tilgangi að verja lífskjör almennings. Að vísu stendur eftir heimildin sem Alþingi lögfesti 27. nóvember 2008 enda verða ýmsar takmarkanir á fjármagnshreyfingum með það fyrir augum að verja fjármálastöðugleika í landinu. Svo sem ýmsar takmarkanir á innflæði til að hafa taumhald á vaxtamunarviðskiptum. Venjulegt launafólk sem hefur tekjur í íslenskum krónum mun ekki finna fyrir breytingunni enda var meginþorri almennings laus undan höftum um síðustu áramót þegar heimildir til fjármagnshreyfinga í erlendum gjaldeyri voru rýmkaðar upp að 100 milljónum króna. Hins vegar er afnám hafta risavaxið skref fyrir lífeyrissjóði sem þurfa ekki lengur að reiða sig á undanþágur eða rýmkaðar heimildir til fjárfestinga. Lífeyrissjóðirnir geta nú kerfisbundið farið að byggja upp eignasöfn sín erlendis enda hefur eignahlutfall þeirra í gjaldeyri verið of lágt. Stærstur hluti neyslu lífeyrisþega framtíðarinnar er í formi innflutnings á vöru og þjónustu. Æskilegt væri að hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða væri að lágmarki 50 prósent en það hefur verið 22-23 prósent. Fullt afnám hafta er því mikilvægt og jákvætt skref fyrir almenning í landinu, skjólstæðinga lífeyriskerfisins. Það er óhætt að taka undir með forsætisráðherra að góðar aðstæður séu til afnáms hafta núna. Það er mikill uppgangur í efnahagslífinu sem byggist á traustum stoðum verðmætasköpunar í ferðaþjónustu og sjávarútvegi en ekki lántökum í útlöndum líkt og í síðasta góðæri. Greiðslujafnaðarvandi þjóðarbúsins hefur verið leystur. Þá er Ísland ekki lengur í hópi skuldara í útlöndum eftir að hrein erlend staða þjóðarbúsins varð jákvæð á síðasta ári í fyrsta skipti frá því mælingar hófust eftir seinna stríð. Með því er Ísland orðið lánardrottinn erlendis og komið í hóp með ríkjum eins og Austurríki, Sviss og Noregi. Vandi fylgir vegsemd hverri og fullt afnám hafta gerir miklar kröfur til okkar sem þjóðar. Í fyrsta lagi þarf að tryggja að bankarnir geti ekki farið að vaxa á ný í útlöndum í skjóli gjaldeyrisforðans sem í lok febrúar var 809 milljarðar króna. Við megum ekki endurtaka mistökin frá árunum 2003-2008. Best væri ef bankarnir væru skattlagðir og þeir látnir greiða kostnaðinn við rekstur gjaldeyrisforðans því þeir njóta góðs af honum þar sem Seðlabankinn er lánveitandi til þrautavara. Slíkt þarf að koma til framkvæmda áður en ríkið selur hlut sinn í Íslandsbanka og Landsbankanum. Seðlabankinn fékk sérstök þjóðhagsvarúðartæki til að beita eftir afnám hafta. Það er mikilvægt að Seðlabankinn standi vaktina og beiti þessum valdheimildum af festu með það fyrir augum að verja lífskjör almennings. Við þurfum að fara varlega og læra af mistökum fortíðar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti á sunnudag síðasta áfangann í áætlun um losun fjármagnshafta. Fulla losun hafta á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Með breytingum á reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál sem taka gildi í dag lýkur vegferð sem hófst í nóvember 2008 þegar höftum var komið á í þeim tilgangi að verja lífskjör almennings. Að vísu stendur eftir heimildin sem Alþingi lögfesti 27. nóvember 2008 enda verða ýmsar takmarkanir á fjármagnshreyfingum með það fyrir augum að verja fjármálastöðugleika í landinu. Svo sem ýmsar takmarkanir á innflæði til að hafa taumhald á vaxtamunarviðskiptum. Venjulegt launafólk sem hefur tekjur í íslenskum krónum mun ekki finna fyrir breytingunni enda var meginþorri almennings laus undan höftum um síðustu áramót þegar heimildir til fjármagnshreyfinga í erlendum gjaldeyri voru rýmkaðar upp að 100 milljónum króna. Hins vegar er afnám hafta risavaxið skref fyrir lífeyrissjóði sem þurfa ekki lengur að reiða sig á undanþágur eða rýmkaðar heimildir til fjárfestinga. Lífeyrissjóðirnir geta nú kerfisbundið farið að byggja upp eignasöfn sín erlendis enda hefur eignahlutfall þeirra í gjaldeyri verið of lágt. Stærstur hluti neyslu lífeyrisþega framtíðarinnar er í formi innflutnings á vöru og þjónustu. Æskilegt væri að hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða væri að lágmarki 50 prósent en það hefur verið 22-23 prósent. Fullt afnám hafta er því mikilvægt og jákvætt skref fyrir almenning í landinu, skjólstæðinga lífeyriskerfisins. Það er óhætt að taka undir með forsætisráðherra að góðar aðstæður séu til afnáms hafta núna. Það er mikill uppgangur í efnahagslífinu sem byggist á traustum stoðum verðmætasköpunar í ferðaþjónustu og sjávarútvegi en ekki lántökum í útlöndum líkt og í síðasta góðæri. Greiðslujafnaðarvandi þjóðarbúsins hefur verið leystur. Þá er Ísland ekki lengur í hópi skuldara í útlöndum eftir að hrein erlend staða þjóðarbúsins varð jákvæð á síðasta ári í fyrsta skipti frá því mælingar hófust eftir seinna stríð. Með því er Ísland orðið lánardrottinn erlendis og komið í hóp með ríkjum eins og Austurríki, Sviss og Noregi. Vandi fylgir vegsemd hverri og fullt afnám hafta gerir miklar kröfur til okkar sem þjóðar. Í fyrsta lagi þarf að tryggja að bankarnir geti ekki farið að vaxa á ný í útlöndum í skjóli gjaldeyrisforðans sem í lok febrúar var 809 milljarðar króna. Við megum ekki endurtaka mistökin frá árunum 2003-2008. Best væri ef bankarnir væru skattlagðir og þeir látnir greiða kostnaðinn við rekstur gjaldeyrisforðans því þeir njóta góðs af honum þar sem Seðlabankinn er lánveitandi til þrautavara. Slíkt þarf að koma til framkvæmda áður en ríkið selur hlut sinn í Íslandsbanka og Landsbankanum. Seðlabankinn fékk sérstök þjóðhagsvarúðartæki til að beita eftir afnám hafta. Það er mikilvægt að Seðlabankinn standi vaktina og beiti þessum valdheimildum af festu með það fyrir augum að verja lífskjör almennings. Við þurfum að fara varlega og læra af mistökum fortíðar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun