Hvar er húsnæðisstuðningurinn? Ellen Calmon skrifar 17. mars 2017 07:00 Sú breyting sem gerð var á húsnæðisbótakerfinu um síðustu áramót hefur komið illa við fólk sem þarf að reiða sig á stuðning til að geta komið þaki yfir höfuð sér. Þar er átt við bæði örorkulífeyrisþega sem eiga eðlilega kröfu um mannsæmandi framfærslu og ellilífeyrisþega sem flestir telja að eigi heimtingu á áhyggjulausu ævikvöldi. Samkvæmt þeim breytingum sem gerðar voru hafa húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur tekið við af húsaleigubótum og sérstökum húsaleigubótum. Með breytingunni teljast bætur almannatrygginga til tekna við útreikning á húsnæðisstuðningi hvers konar, utan vaxtabóta, en svo var ekki áður. Allar skattskyldar tekjur eru teknar með, tekjumörk eru afar lág og skerðingar fyrir sérstakan húsnæðisstuðning miklar þannig að fjárhagslegur stuðningur af þessu tagi lækkar hjá þorra lífeyrisþega sem eru í leiguhúsnæði. Þess má geta að hann lækkar umtalsvert hjá sumum, jafnvel þannig að hann fellur í raun alveg niður. Ef horft er til neysluviðmiðs velferðarráðuneytisins eru heildarútgjöld hjá einstaklingi án húsnæðiskostnaðar rúmar 222 þúsund krónur á mánuði. Örorkulífeyrisþegi sem býr einn og er ekki með neinar eða lágar aðrar tekjur fær rúmar 229 þúsund krónur útborgaðar á mánuði en það er um 7 þúsund krónum hærri upphæð en neysluviðmiðið án húsnæðiskostnaðar. Þegar húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur eru tekin með í reikninginn þá hefur sá hinn sami rúmar 50 þúsund krónur til að greiða húsaleigu. Fyrir þá upphæð er afskaplega hæpið að fá þak yfir höfuðið. Markmiðið með breyttu kerfi var að lækka greiðslubyrði vegna húsnæðis hjá þeim sem eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað vegna lágra tekna, þungrar framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna. Með þessari breytingu sé ég ekki hvar þennan húsnæðisstuðning er að finna. Þess vegna hvet ég nýja ríkisstjórn til að laga það sem þarfnast lagfæringar án tafar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Húsnæðismál Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Sú breyting sem gerð var á húsnæðisbótakerfinu um síðustu áramót hefur komið illa við fólk sem þarf að reiða sig á stuðning til að geta komið þaki yfir höfuð sér. Þar er átt við bæði örorkulífeyrisþega sem eiga eðlilega kröfu um mannsæmandi framfærslu og ellilífeyrisþega sem flestir telja að eigi heimtingu á áhyggjulausu ævikvöldi. Samkvæmt þeim breytingum sem gerðar voru hafa húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur tekið við af húsaleigubótum og sérstökum húsaleigubótum. Með breytingunni teljast bætur almannatrygginga til tekna við útreikning á húsnæðisstuðningi hvers konar, utan vaxtabóta, en svo var ekki áður. Allar skattskyldar tekjur eru teknar með, tekjumörk eru afar lág og skerðingar fyrir sérstakan húsnæðisstuðning miklar þannig að fjárhagslegur stuðningur af þessu tagi lækkar hjá þorra lífeyrisþega sem eru í leiguhúsnæði. Þess má geta að hann lækkar umtalsvert hjá sumum, jafnvel þannig að hann fellur í raun alveg niður. Ef horft er til neysluviðmiðs velferðarráðuneytisins eru heildarútgjöld hjá einstaklingi án húsnæðiskostnaðar rúmar 222 þúsund krónur á mánuði. Örorkulífeyrisþegi sem býr einn og er ekki með neinar eða lágar aðrar tekjur fær rúmar 229 þúsund krónur útborgaðar á mánuði en það er um 7 þúsund krónum hærri upphæð en neysluviðmiðið án húsnæðiskostnaðar. Þegar húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur eru tekin með í reikninginn þá hefur sá hinn sami rúmar 50 þúsund krónur til að greiða húsaleigu. Fyrir þá upphæð er afskaplega hæpið að fá þak yfir höfuðið. Markmiðið með breyttu kerfi var að lækka greiðslubyrði vegna húsnæðis hjá þeim sem eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað vegna lágra tekna, þungrar framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna. Með þessari breytingu sé ég ekki hvar þennan húsnæðisstuðning er að finna. Þess vegna hvet ég nýja ríkisstjórn til að laga það sem þarfnast lagfæringar án tafar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar