Gunnar: Fallegra að hengja hann heldur en að djöflast eins og graður hundur Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2017 23:24 Gunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í bardaga þeirra á UFC-bardagakvöldinu í O2-höllinni í London í kvöld en Gunnar afgreiddi Bandaríkjamanninn með hengingartaki í annarri lotu. Gunnar hafði yfirhöndina nánast frá fyrstu sekúndu en Jouban átti ekkert í íslenska bardagakappann sem vann sannfærandi sigur.Sjá einnig:Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson „Þetta var frábær bardagi sem fór í aðra lotu. Við fengum góða tilfinningu fyrir hvorum öðrum. Ég kláraði bardagann og sló hann vel. Ég klára hann með hengingu þó ég held að höggið hafi verið það sem nokkurn veginn kláraði bardagann,“ sagði Gunnar við Vísi skömmu eftir bardagann en kom aldrei til greina að rota Jouban þegar hann var kominn í góða stöðu? „Þetta var það klíníska í stöðunni fannst mér. Bara að taka hann og hengja hann. Þetta var svo galopið og augljóst. Það er hreinna og fallegra heldur en að vera að djöflast á honum eins og graður hundur,“ sagði Gunnar og brosti breitt. Jouban er þekktur fyrir spörkin sín og hann landaði einu góðu í bardaganum sem Gunnar hrósaði honum fyrir. „Það var eitt spark sem hann náði í löppina á mér sem var snyrtilegt hjá honum. Það hitti vel. Ég hristi það bara úr mér og var orðinn góður. Hann gerði vel með að blanda höggum og spörkum en það er líka það sem hans stíll snýst um,“ segir Gunnar sem var alveg ótrúlega rólegur alla vikuna. Var hann svona sigurviss? „Mér líður alltaf voðalega svipað ef ég á að segja eins og er. Ég er bara alltaf að spá í mig og spá í það sem ég geri en ekki hvað mótherjinn gerir. Mér leið mjög vel þegar ég var að hita upp. Skrokkurinn var góður og mér leið vel að fara inn í þennan bardaga.“ Fór allt eftir áætlun í þessum bardaga? „Það er ekki hægt að biðja um eitthvað mikið meira. Það hefði verið geggjað að klára hann svakalega snöggt en ég er líka að fíla að fá góðan tíma í búrinu án þess að taka mikinn skaða. Það skilar sér hrikalega vel inn í æfingarnar. Þannig getur maður bætt sig,“ segir Gunnar. Eins og alltaf þegar íslenskur íþróttamaður keppir í einhverri íþrótt þarf að taka Víkingaklappið og það var tekið af Bretunum og Íslendingunum í Höllinni. Gunnar var að elska það. „Það var geggjað. Ég tók eiginlega ekki eftir því á meðan ég var að berjast enda var ég að hugsa um eitthvað annað. Um leið og bardaginn var búinn heyrði ég að það var kominn helvítis hraði í þetta og þá ætlaði ég að taka undir en það var orðið of seint. Það var samt geggjað að heyra þetta,“ sagði Gunnar Nelson við Vísi. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Gunnar afgreiddi Jouban í annarri lotu Gunnar Nelson pakkaði Bandaríkjamanninum Alan Jouban samt í bardaga þeirra í London. 18. mars 2017 22:30 Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson Eins og alltaf þegar Gunnar Nelson berst var lífleg umræða á Twitter. Hér er brot af því sem myllumerkið #ufc365 gaf. 18. mars 2017 22:40 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Sjá meira
Gunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í bardaga þeirra á UFC-bardagakvöldinu í O2-höllinni í London í kvöld en Gunnar afgreiddi Bandaríkjamanninn með hengingartaki í annarri lotu. Gunnar hafði yfirhöndina nánast frá fyrstu sekúndu en Jouban átti ekkert í íslenska bardagakappann sem vann sannfærandi sigur.Sjá einnig:Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson „Þetta var frábær bardagi sem fór í aðra lotu. Við fengum góða tilfinningu fyrir hvorum öðrum. Ég kláraði bardagann og sló hann vel. Ég klára hann með hengingu þó ég held að höggið hafi verið það sem nokkurn veginn kláraði bardagann,“ sagði Gunnar við Vísi skömmu eftir bardagann en kom aldrei til greina að rota Jouban þegar hann var kominn í góða stöðu? „Þetta var það klíníska í stöðunni fannst mér. Bara að taka hann og hengja hann. Þetta var svo galopið og augljóst. Það er hreinna og fallegra heldur en að vera að djöflast á honum eins og graður hundur,“ sagði Gunnar og brosti breitt. Jouban er þekktur fyrir spörkin sín og hann landaði einu góðu í bardaganum sem Gunnar hrósaði honum fyrir. „Það var eitt spark sem hann náði í löppina á mér sem var snyrtilegt hjá honum. Það hitti vel. Ég hristi það bara úr mér og var orðinn góður. Hann gerði vel með að blanda höggum og spörkum en það er líka það sem hans stíll snýst um,“ segir Gunnar sem var alveg ótrúlega rólegur alla vikuna. Var hann svona sigurviss? „Mér líður alltaf voðalega svipað ef ég á að segja eins og er. Ég er bara alltaf að spá í mig og spá í það sem ég geri en ekki hvað mótherjinn gerir. Mér leið mjög vel þegar ég var að hita upp. Skrokkurinn var góður og mér leið vel að fara inn í þennan bardaga.“ Fór allt eftir áætlun í þessum bardaga? „Það er ekki hægt að biðja um eitthvað mikið meira. Það hefði verið geggjað að klára hann svakalega snöggt en ég er líka að fíla að fá góðan tíma í búrinu án þess að taka mikinn skaða. Það skilar sér hrikalega vel inn í æfingarnar. Þannig getur maður bætt sig,“ segir Gunnar. Eins og alltaf þegar íslenskur íþróttamaður keppir í einhverri íþrótt þarf að taka Víkingaklappið og það var tekið af Bretunum og Íslendingunum í Höllinni. Gunnar var að elska það. „Það var geggjað. Ég tók eiginlega ekki eftir því á meðan ég var að berjast enda var ég að hugsa um eitthvað annað. Um leið og bardaginn var búinn heyrði ég að það var kominn helvítis hraði í þetta og þá ætlaði ég að taka undir en það var orðið of seint. Það var samt geggjað að heyra þetta,“ sagði Gunnar Nelson við Vísi. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Gunnar afgreiddi Jouban í annarri lotu Gunnar Nelson pakkaði Bandaríkjamanninum Alan Jouban samt í bardaga þeirra í London. 18. mars 2017 22:30 Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson Eins og alltaf þegar Gunnar Nelson berst var lífleg umræða á Twitter. Hér er brot af því sem myllumerkið #ufc365 gaf. 18. mars 2017 22:40 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Sjá meira
Gunnar afgreiddi Jouban í annarri lotu Gunnar Nelson pakkaði Bandaríkjamanninum Alan Jouban samt í bardaga þeirra í London. 18. mars 2017 22:30
Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson Eins og alltaf þegar Gunnar Nelson berst var lífleg umræða á Twitter. Hér er brot af því sem myllumerkið #ufc365 gaf. 18. mars 2017 22:40