Mætti með bjór í stúkuna og setti út á holdafar liðsmanns Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 19. mars 2017 15:48 Keflavík lagði Val á heimavelli í gær.Myndin er úr eldri leik. vísir/myndasafn Stuðningsmaður Keflavíkur var með ólæti og frammíköll á leik Vals og Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Þetta segir Elín Lára Reynisdóttir, liðsmaður Vals. „Skammarlegt að enginn stígi inn þegar fullorðinn maður mætir drukkinn á leik, með áfengi í stúku og hæðist að holdafari gestaliðs og kynferðislega áreiti þá. Sérstaklega þegar leikmenn eru allt niður í 16 ára stúlkur,“ segir meðal annars í tísti sem Elín birti á Twitter í dag. Elín lýsti því yfir í samtali við Vísi að framganga stuðningsmannsins hefði verið truflandi og óþægileg. „Þetta er ekki ég að vera tapsár eða bitur, mér leið óþægilega að vera þarna á vellinum,” segir hún en Keflavík lagði Val með 99 stigum gegn 75. Að sögn Elínar var maðurinn drukkinn og hafði bjór meðferðis. „Það heyrðist á honum að hann var þvoglumæltur,“ segir Elín en samkvæmt henni hrópaði maðurinn meðal annars að stöllu hennar að hún þyrfti að losa sig við tíu kíló. Elín kvartaði í hálfleik og gripu vallarstarfsmenn þá í taumana og ræddu við manninn. Hún segir að henni þyki furðulegt að ekki hafi verið brugðist við hegðun hans fyrr í leiknum. „Mér blöskraði að enginn skyldi hafa gert neinar athugasemdir. Þetta er óboðlegt fyrir okkur og fyrir þær [lið Keflavíkur]. Keflavík er glæsilegt lið og þær eru með flotta stuðningsmenn. Það er alltaf gaman að koma og spila með svona öflugu liði en þetta varpaði skugga á leikinn.“ Sverrir Þór gefur skipanir á hliðarlínunni.vísir/vilhelmSverrir Þór Sverrisson, þjálfari liðs Keflavíkur, staðfesti að kvörtun hefði borist vegna láta í stuðningsmanni . „Það var rætt við hann í hálfleik og hann var til friðs í seinni hálfleik,” segir hann. Hann sagðist þó ekki hafa heyrt hann kalla nein sérstök grófyrði. Sverrir segir að drykkja og leiðindi séu ekki daglegt brauð á viðburðum sem þessum. „Þetta eru fáir einstaklingar sem kalla svona, það eina sem hægt er að gera er að tala við þá reglulega. Ef menn haga sér ekki sómasamlega þá yrði gert eitthvað meira en það hefur ekki komið til þess, það hefur nægt að sussa á menn og biðja þá um að haga sér almennilega og sýna virðingu við alla í kringum leikinn,” segir Sverrir. Sverrir tekur fram að þótt svona hegðun sé auðvitað ekki sómasamleg, þá þyki honum kannski ekki ástæða til þess að gera of mikið úr svona atvikum. „Einhver sem er viðkvæmur fyrir einhverju getur bara sagt eitthvað [á samfélagsmiðlum] og þá er það orðið frétt,” segir Sverrir. „Ef fólk þolir ekki eitthvað smáræði sem er sagt, þá er þetta náttúrulega orðið ansi erfitt. Það getur alltaf komið einhver setning úr stúkunni og það er vissulega leiðinlegt. Ef það er gróft eða yfir strikið, þá grípa menn inn í alveg eins og gert var í gær.En þetta á auðvitað ekki að viðgangast, hvergi,” segir hann að lokum.Þetta er ekki boðlegt, hvorki við þessar né nokkrar aðrar aðstæður. #dominos365 #körfubolti pic.twitter.com/980kN1c9FZ— E.L. Rey (@ElinLara13) March 19, 2017 Dominos-deild kvenna Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Stuðningsmaður Keflavíkur var með ólæti og frammíköll á leik Vals og Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Þetta segir Elín Lára Reynisdóttir, liðsmaður Vals. „Skammarlegt að enginn stígi inn þegar fullorðinn maður mætir drukkinn á leik, með áfengi í stúku og hæðist að holdafari gestaliðs og kynferðislega áreiti þá. Sérstaklega þegar leikmenn eru allt niður í 16 ára stúlkur,“ segir meðal annars í tísti sem Elín birti á Twitter í dag. Elín lýsti því yfir í samtali við Vísi að framganga stuðningsmannsins hefði verið truflandi og óþægileg. „Þetta er ekki ég að vera tapsár eða bitur, mér leið óþægilega að vera þarna á vellinum,” segir hún en Keflavík lagði Val með 99 stigum gegn 75. Að sögn Elínar var maðurinn drukkinn og hafði bjór meðferðis. „Það heyrðist á honum að hann var þvoglumæltur,“ segir Elín en samkvæmt henni hrópaði maðurinn meðal annars að stöllu hennar að hún þyrfti að losa sig við tíu kíló. Elín kvartaði í hálfleik og gripu vallarstarfsmenn þá í taumana og ræddu við manninn. Hún segir að henni þyki furðulegt að ekki hafi verið brugðist við hegðun hans fyrr í leiknum. „Mér blöskraði að enginn skyldi hafa gert neinar athugasemdir. Þetta er óboðlegt fyrir okkur og fyrir þær [lið Keflavíkur]. Keflavík er glæsilegt lið og þær eru með flotta stuðningsmenn. Það er alltaf gaman að koma og spila með svona öflugu liði en þetta varpaði skugga á leikinn.“ Sverrir Þór gefur skipanir á hliðarlínunni.vísir/vilhelmSverrir Þór Sverrisson, þjálfari liðs Keflavíkur, staðfesti að kvörtun hefði borist vegna láta í stuðningsmanni . „Það var rætt við hann í hálfleik og hann var til friðs í seinni hálfleik,” segir hann. Hann sagðist þó ekki hafa heyrt hann kalla nein sérstök grófyrði. Sverrir segir að drykkja og leiðindi séu ekki daglegt brauð á viðburðum sem þessum. „Þetta eru fáir einstaklingar sem kalla svona, það eina sem hægt er að gera er að tala við þá reglulega. Ef menn haga sér ekki sómasamlega þá yrði gert eitthvað meira en það hefur ekki komið til þess, það hefur nægt að sussa á menn og biðja þá um að haga sér almennilega og sýna virðingu við alla í kringum leikinn,” segir Sverrir. Sverrir tekur fram að þótt svona hegðun sé auðvitað ekki sómasamleg, þá þyki honum kannski ekki ástæða til þess að gera of mikið úr svona atvikum. „Einhver sem er viðkvæmur fyrir einhverju getur bara sagt eitthvað [á samfélagsmiðlum] og þá er það orðið frétt,” segir Sverrir. „Ef fólk þolir ekki eitthvað smáræði sem er sagt, þá er þetta náttúrulega orðið ansi erfitt. Það getur alltaf komið einhver setning úr stúkunni og það er vissulega leiðinlegt. Ef það er gróft eða yfir strikið, þá grípa menn inn í alveg eins og gert var í gær.En þetta á auðvitað ekki að viðgangast, hvergi,” segir hann að lokum.Þetta er ekki boðlegt, hvorki við þessar né nokkrar aðrar aðstæður. #dominos365 #körfubolti pic.twitter.com/980kN1c9FZ— E.L. Rey (@ElinLara13) March 19, 2017
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira