Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2017 06:00 Mynd/KSÍ Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á Algarve-mótinu í dag en fyrsti mótherjinn er firnasterkt lið Noregs. Noregur er í ellefta sæti heimslistans, níu sætum fyrir ofan Ísland, og hefur verið stórveldi í Evrópu um margra ára skeið. Hinir leikirnir tveir í riðlakeppninni eru á móti Japan, sem spilaði til úrslita á HM í Kanada fyrir tveimur árum, og svo Spánn sem er eitt best spilandi lið Evrópu. Algarve-mótið er einn stærsti liður stelpnanna í undirbúningi fyrir EM 2017 í Hollandi í sumar en nú styttist með hverjum degi í stóru stundina.Mismunandi hlutverk „Það er ýmislegt sem við viljum fá fram núna á þessu móti. Það er þröngt spilað á fáum dögum og margir topp leikir. Við munum, eins og áður, rúlla á liðinu og ég mun setja leikmenn í mismunandi hlutverk. Ekki endilega mismunandi leikstöður heldur fá mismunandi ábyrgð og er spenntur að sjá hvernig leikmenn bregðast við því að fá stærra hlutverk en áður,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari. Stelpurnar prófuðu sig áfram með 3-5-2 leikkerfið á móti í Kína í vetur og það verður einnig notað núna. „Þetta leikkerfi gekk vel þar að mörgu leyti á meðan við höfðum orku í það. Það var rakt loft í Kína og mér fannst liðið þreytt á þessum tíma. Það hélt vel á meðan við vorum með ferska fætur. Ég mun prófa það aftur og mun, eftir að hafa greint leikina, breyta tæknilegum útfærslum. Við munum prófa það á móti Japan þannig að það verður spennandi að sjá hvort við förum lengra með það eða látum staðar numið eftir Algarve,“ segir Freyr.Mynd/KSÍNú er að grípa gæsina Byrjunarlið Íslands var mjög fastmótað í undankeppni EM í Hollandi og virtust engar dyr standa opnar fyrir stelpurnar sem biðu þolinmóðar en hungraðar á varamannabekknum. Nú eru aftur á móti skörð höggvin í liðið vegna meiðsla Dagnýjar Brynjarsdóttur (sem eru ekki alvarleg), Margrétar Láru Viðarsdóttur (var í aðgerð) og Hólmfríðar Magnúsdóttur sem er fótbrotin. „Þarna eru þrjár stöður strax sem hægt er að berjast um. Auðvitað er Margrét á löppum og vonandi nær hún fullum styrk. Harpa Þorsteinsdóttir átti svo barn fyrir sólarhring þannig hún gæti orðið klár. Hinar stelpurnar geta gripið gæsina. Þær fá tækifæri til þess. Það eru mörg teikn á lofti um að leikmenn ætli sér að grípa gæsina. Ég sé það alveg á æfingum og á leikjunum sem þær hafa verið að spila heima,“ segir Freyr, en hefur hann verið að predika fyrir leikmönnum að nýta ferðina til að koma sér í liðið? „Ég held ég þurfi ekki beint að segja það. Stelpurnar eru klárar.“Engar afsakanir Aðeins þrír leikmenn úr „hefðbundnu“ byrjunarliði Íslands undanfarin misseri byrja leikinn í dag. Ungar stelpur og aðrar sem hafa beðið eftir tækifæri til að fá að láta ljós sitt skína. „Þetta er ungt og ferskt lið. Það er ekki óreynt en reynslan er ekki mikil. Margar af þessum stelpum komu vel út í mælingum í vetur og ég hlakka til að sjá þær gegn alvöru liði. Það besta við þetta Algarve-mót er að fá þessa alvöru leiki. Ég fæ núna tækifæri til að gefa þessum stelpum sénsinn gegn sterkum mótherja og fæ svör við mínum spurningum. Það verða engar afsakanir,“ segir Freyr sem gefur til dæmis Eyjastúlkunni Sigríði Láru Garðarsdóttur tækifæri í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur. „Mig langar að sjá hvort hún geti fyllt í skarð Dagnýjar er varðar líkamlega þáttinn og föstu leikatriðin. Hún er á svona þriggja manna sláttuvélamiðju hjá mér sem mig langar að prófa gegn jafn líkamlega sterkum andstæðingi og Noregi. Sara verður fyrir aftan en Gunnhildur færist aðeins framar og tekur hlaupin inn á teiginn sem Dagný hefur vanalega gert. Það verður gaman að sjá hvernig stelpurnar nýta þetta tækifæri,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á Algarve-mótinu í dag en fyrsti mótherjinn er firnasterkt lið Noregs. Noregur er í ellefta sæti heimslistans, níu sætum fyrir ofan Ísland, og hefur verið stórveldi í Evrópu um margra ára skeið. Hinir leikirnir tveir í riðlakeppninni eru á móti Japan, sem spilaði til úrslita á HM í Kanada fyrir tveimur árum, og svo Spánn sem er eitt best spilandi lið Evrópu. Algarve-mótið er einn stærsti liður stelpnanna í undirbúningi fyrir EM 2017 í Hollandi í sumar en nú styttist með hverjum degi í stóru stundina.Mismunandi hlutverk „Það er ýmislegt sem við viljum fá fram núna á þessu móti. Það er þröngt spilað á fáum dögum og margir topp leikir. Við munum, eins og áður, rúlla á liðinu og ég mun setja leikmenn í mismunandi hlutverk. Ekki endilega mismunandi leikstöður heldur fá mismunandi ábyrgð og er spenntur að sjá hvernig leikmenn bregðast við því að fá stærra hlutverk en áður,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari. Stelpurnar prófuðu sig áfram með 3-5-2 leikkerfið á móti í Kína í vetur og það verður einnig notað núna. „Þetta leikkerfi gekk vel þar að mörgu leyti á meðan við höfðum orku í það. Það var rakt loft í Kína og mér fannst liðið þreytt á þessum tíma. Það hélt vel á meðan við vorum með ferska fætur. Ég mun prófa það aftur og mun, eftir að hafa greint leikina, breyta tæknilegum útfærslum. Við munum prófa það á móti Japan þannig að það verður spennandi að sjá hvort við förum lengra með það eða látum staðar numið eftir Algarve,“ segir Freyr.Mynd/KSÍNú er að grípa gæsina Byrjunarlið Íslands var mjög fastmótað í undankeppni EM í Hollandi og virtust engar dyr standa opnar fyrir stelpurnar sem biðu þolinmóðar en hungraðar á varamannabekknum. Nú eru aftur á móti skörð höggvin í liðið vegna meiðsla Dagnýjar Brynjarsdóttur (sem eru ekki alvarleg), Margrétar Láru Viðarsdóttur (var í aðgerð) og Hólmfríðar Magnúsdóttur sem er fótbrotin. „Þarna eru þrjár stöður strax sem hægt er að berjast um. Auðvitað er Margrét á löppum og vonandi nær hún fullum styrk. Harpa Þorsteinsdóttir átti svo barn fyrir sólarhring þannig hún gæti orðið klár. Hinar stelpurnar geta gripið gæsina. Þær fá tækifæri til þess. Það eru mörg teikn á lofti um að leikmenn ætli sér að grípa gæsina. Ég sé það alveg á æfingum og á leikjunum sem þær hafa verið að spila heima,“ segir Freyr, en hefur hann verið að predika fyrir leikmönnum að nýta ferðina til að koma sér í liðið? „Ég held ég þurfi ekki beint að segja það. Stelpurnar eru klárar.“Engar afsakanir Aðeins þrír leikmenn úr „hefðbundnu“ byrjunarliði Íslands undanfarin misseri byrja leikinn í dag. Ungar stelpur og aðrar sem hafa beðið eftir tækifæri til að fá að láta ljós sitt skína. „Þetta er ungt og ferskt lið. Það er ekki óreynt en reynslan er ekki mikil. Margar af þessum stelpum komu vel út í mælingum í vetur og ég hlakka til að sjá þær gegn alvöru liði. Það besta við þetta Algarve-mót er að fá þessa alvöru leiki. Ég fæ núna tækifæri til að gefa þessum stelpum sénsinn gegn sterkum mótherja og fæ svör við mínum spurningum. Það verða engar afsakanir,“ segir Freyr sem gefur til dæmis Eyjastúlkunni Sigríði Láru Garðarsdóttur tækifæri í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur. „Mig langar að sjá hvort hún geti fyllt í skarð Dagnýjar er varðar líkamlega þáttinn og föstu leikatriðin. Hún er á svona þriggja manna sláttuvélamiðju hjá mér sem mig langar að prófa gegn jafn líkamlega sterkum andstæðingi og Noregi. Sara verður fyrir aftan en Gunnhildur færist aðeins framar og tekur hlaupin inn á teiginn sem Dagný hefur vanalega gert. Það verður gaman að sjá hvernig stelpurnar nýta þetta tækifæri,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar Sjá meira