Skallagrímur og Keflavík halda pressunni á Snæfell Smári Jökull Jónsson skrifar 1. mars 2017 21:34 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og stöllur hennar í Skallagrím unnu öruggan sigur í kvöld. Vísir/Eyþór Skallagrímur og Keflavík unnu góða sigra í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld og halda þar með pressu á Snæfell í baráttunni á toppnum. Keflavík tók á móti Haukum í Sláturhúsinu í Keflavík en fyrir leikinn voru bikarmeistarar Keflavíkur í 2.sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Snæfelli og með jafn mörg stig og Skallagrímur sem sat í 3.sæti. Heimastúlkur í Keflavík unnu öruggan sigur, 82-61. Erna Hákonardóttir var stigahæst hjá Keflavík með 14 stig og Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 15 fyrir Hauka. Í Njarðvík tóku heimastúlkur á móti Stjörnunni. Fyrir leikinn var Stjarnan í 4. sæti, sex stigum á undan Njarðvík. Heimaliðið var hins vegar sterkara í kvöld og vann góðan sigur 84-71. Hin magnaða Carmen Tyson-Thomas var eins og svo oft áður í aðalhlutverki hjá Njarðvík en hún skoraði 47 stig og tók 25 fráköst. Danielle Rodriguez var stigahæst hjá Stjörnunni með 20 stig sem þar með missti af tækifærinu að stinga Njarðvík af í baráttunni um sæti í úrstliakeppninni. Minnst spennandi leikur kvöldsins var í Borgarnesi þar sem Skallagrímur vann 119-77 sigur á botnliði Grindavíkur. Tavelyn Tillman skoraði 32 stig fyrir Skallagrím en Petrúnella Skúladóttir 25 fyrir Grindavík.Þá vann Snæfell 77-70 sigur á Val í framlengdum leik á Hlíðarenda í kvöld en nánar má lesa um leikinn með því að smella hér. Sigurinn var sá níundi í röð hjá Snæfell sem heldur því toppsæti deildarinnar og er tveimur stigum á undan Skallagrím og Keflavík sem fylgja í humátt á eftir.Keflavík-Haukar 82-61 (18-14, 19-16, 20-21, 25-10)Keflavík: Erna Hákonardóttir 14/4 fráköst, Ariana Moorer 12/9 fráköst/9 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/4 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 10, Þóranna Kika Hodge-Carr 7/5 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 5/5 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/4 varin skot, Elsa Albertsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2/5 stoðsendingar.Haukar: Þóra Kristín Jónsdóttir 15/6 stoðsendingar/6 stolnir, Nashika Wiliams 13/5 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 11/11 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 9/6 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 9/4 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 2, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 2.Njarðvík-Stjarnan 84-71 (25-17, 19-17, 21-17, 19-20)Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 47/25 fráköst/5 stoðsendingar, Ína María Einarsdóttir 15/4 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 9, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 4/7 fráköst, Björk Gunnarsdótir 4/4 fráköst, María Jónsdóttir 3/6 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2/6 fráköst.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 20/5 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 18/12 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 9, Jenný Harðardóttir 6, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 5, María Lind Sigurðardóttir 3, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Shanna Dacanay 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 2, Hafrún Hálfdánardóttir 2/7 fráköst.Skallagrímur-Grindavík 119-77 (39-12, 22-28, 36-14, 22-23)Skallagrímur: Tavelyn Tillman 32/13 fráköst/11 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 24/11 fráköst/10 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 19/5 fráköst/5 stoðsendingar, Fanney Lind Thomas 15/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14/13 fráköst, Gunnhildur Lind Hansdóttir 8, Ragnheiður Benónísdóttir 7/4 fráköst.Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 25/6 fráköst, Íris Sverrisdóttir 19/7 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 10/7 fráköst/5 stoðsendingar, Vigdís María Þórhallsdóttir 9, Ingunn Embla Kristínardóttir 6/6 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 5, Hrund Skúladóttir 3.Valur-Snæfell 70-77 (21-21, 14-9, 20-18, 11-18, 4-11)Valur: Mia Loyd 21/13 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 12/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 9/7 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 8/6 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 5, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Elfa Falsdottir 2.Snæfell: Aaryn Ellenberg 36/12 fráköst/6 stoðsendingar, María Björnsdóttir 10/8 fráköst/3 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 8/5 fráköst/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 6, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/9 fráköst. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Snæfell 70-77 | Naumur sigur meistaranna Snæfell vann nauman 77-70 sigur á Valskonum í Vodafone-höllinni eftir framlengdan leik en með því heldur Snæfell toppsæti Domino's-deildar kvenna. 1. mars 2017 22:45 Mest lesið Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Skallagrímur og Keflavík unnu góða sigra í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld og halda þar með pressu á Snæfell í baráttunni á toppnum. Keflavík tók á móti Haukum í Sláturhúsinu í Keflavík en fyrir leikinn voru bikarmeistarar Keflavíkur í 2.sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Snæfelli og með jafn mörg stig og Skallagrímur sem sat í 3.sæti. Heimastúlkur í Keflavík unnu öruggan sigur, 82-61. Erna Hákonardóttir var stigahæst hjá Keflavík með 14 stig og Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 15 fyrir Hauka. Í Njarðvík tóku heimastúlkur á móti Stjörnunni. Fyrir leikinn var Stjarnan í 4. sæti, sex stigum á undan Njarðvík. Heimaliðið var hins vegar sterkara í kvöld og vann góðan sigur 84-71. Hin magnaða Carmen Tyson-Thomas var eins og svo oft áður í aðalhlutverki hjá Njarðvík en hún skoraði 47 stig og tók 25 fráköst. Danielle Rodriguez var stigahæst hjá Stjörnunni með 20 stig sem þar með missti af tækifærinu að stinga Njarðvík af í baráttunni um sæti í úrstliakeppninni. Minnst spennandi leikur kvöldsins var í Borgarnesi þar sem Skallagrímur vann 119-77 sigur á botnliði Grindavíkur. Tavelyn Tillman skoraði 32 stig fyrir Skallagrím en Petrúnella Skúladóttir 25 fyrir Grindavík.Þá vann Snæfell 77-70 sigur á Val í framlengdum leik á Hlíðarenda í kvöld en nánar má lesa um leikinn með því að smella hér. Sigurinn var sá níundi í röð hjá Snæfell sem heldur því toppsæti deildarinnar og er tveimur stigum á undan Skallagrím og Keflavík sem fylgja í humátt á eftir.Keflavík-Haukar 82-61 (18-14, 19-16, 20-21, 25-10)Keflavík: Erna Hákonardóttir 14/4 fráköst, Ariana Moorer 12/9 fráköst/9 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/4 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 10, Þóranna Kika Hodge-Carr 7/5 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 5/5 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/4 varin skot, Elsa Albertsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2/5 stoðsendingar.Haukar: Þóra Kristín Jónsdóttir 15/6 stoðsendingar/6 stolnir, Nashika Wiliams 13/5 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 11/11 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 9/6 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 9/4 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 2, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 2.Njarðvík-Stjarnan 84-71 (25-17, 19-17, 21-17, 19-20)Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 47/25 fráköst/5 stoðsendingar, Ína María Einarsdóttir 15/4 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 9, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 4/7 fráköst, Björk Gunnarsdótir 4/4 fráköst, María Jónsdóttir 3/6 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2/6 fráköst.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 20/5 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 18/12 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 9, Jenný Harðardóttir 6, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 5, María Lind Sigurðardóttir 3, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Shanna Dacanay 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 2, Hafrún Hálfdánardóttir 2/7 fráköst.Skallagrímur-Grindavík 119-77 (39-12, 22-28, 36-14, 22-23)Skallagrímur: Tavelyn Tillman 32/13 fráköst/11 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 24/11 fráköst/10 stoðsendingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 19/5 fráköst/5 stoðsendingar, Fanney Lind Thomas 15/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14/13 fráköst, Gunnhildur Lind Hansdóttir 8, Ragnheiður Benónísdóttir 7/4 fráköst.Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 25/6 fráköst, Íris Sverrisdóttir 19/7 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 10/7 fráköst/5 stoðsendingar, Vigdís María Þórhallsdóttir 9, Ingunn Embla Kristínardóttir 6/6 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 5, Hrund Skúladóttir 3.Valur-Snæfell 70-77 (21-21, 14-9, 20-18, 11-18, 4-11)Valur: Mia Loyd 21/13 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 12/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 9/7 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 8/6 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 5, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Elfa Falsdottir 2.Snæfell: Aaryn Ellenberg 36/12 fráköst/6 stoðsendingar, María Björnsdóttir 10/8 fráköst/3 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 8/5 fráköst/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 6, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/9 fráköst.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Snæfell 70-77 | Naumur sigur meistaranna Snæfell vann nauman 77-70 sigur á Valskonum í Vodafone-höllinni eftir framlengdan leik en með því heldur Snæfell toppsæti Domino's-deildar kvenna. 1. mars 2017 22:45 Mest lesið Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Snæfell 70-77 | Naumur sigur meistaranna Snæfell vann nauman 77-70 sigur á Valskonum í Vodafone-höllinni eftir framlengdan leik en með því heldur Snæfell toppsæti Domino's-deildar kvenna. 1. mars 2017 22:45