Fjármálaráðuneytið: Þróun launakjara þingmanna „mjög áþekk launaþróun annarra hópa“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2017 11:49 Kjararáð hækkaði laun þingmanna í október í fyrra en fyrir stuttu lækkaði forsætisnefnd starfstengdar greiðslur þingmanna. vísir/Anton Brink Þróun launakjara þingmanna eftir að kjararáð hækkaði laun þeirra í október í fyrra og eftir að forsætisnefnd ákvað að lækka starfstengdar greiðslur til þeirra er „mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði.“ Þetta segir í frétt á vef fjármála-og efnahagsráðuneytisins en Hagstofa Íslands tók saman upplýsingar um þróun launakjara þingmanna frá árinu 2006 að beiðni ráðuneytisins. „Í samantekt Hagstofunnar er ekki að finna upplýsingar um áhrif ákvörðunar forsætisnefndar Alþingis um að lækka tilteknar greiðslur til þingmanna, enda koma þær til framkvæmdar vegna launa í febrúar. Hefur ráðuneytið bætt þeim upplýsingum við þær upplýsingar sem Hagstofan hefur tekið saman, þannig að fá megi heildaryfirlit yfir þróun launakjara þingmanna. Helsta niðurstaðan er að launaþróun þingmanna eftir lækkun forsætisnefndar á starfstengdum kostnaði er svipuð og hjá öðrum hópum á vinnumarkaði, borið saman við árið 2006,“ segir á vef ráðuneytisins. Á myndinni hér að ofan sést samanburður á heildarlaunum þingmanna við þróun launavísitölu annarra hópa á vinnumarkaði. „Eins og fram kemur á grafinu er þróun heildarlaunakjara þingmanna eftir lækkun forsætisnefndar við lok tímabilsins mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði. Á mynd 2 er sama launaþróunin sýnd með einfaldari hætti og launaþróunin með lækkun forsætisnefndar sýnd eins og ef hún hefði tekið gildi í nóvember 2016. Launaþróun alþingismanna frá nóvember 2006 og til loka tímabilsins er nær alveg sú sama og þróun launavísitölu,“ segir í frétt ráðuneytisins. Þá segir þar jafnframt: „Við mat á launaþróun verður að hafa í huga að heildarlaun ýmissa hópa geta hafa þróast með öðrum hætti en launavísitala. Þetta gildir t.d. um hópa sem unnu minni yfirvinnu eftir hrun en þeir höfðu áður unnið. Í þessu sambandi má benda á að launaþróun alþingismanna frá árinu 2006 og fram að síðustu ákvörðun kjararáðs var mun lakari en launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði. Heildarlaun þingmanns sem setið hefur á þingi allt tímabilið eru því mun lægri en ef þau hefðu fylgt þróun launavísitölu.“Uppfært klukkan 14:12Texti lítillega lagaður eftir breytingu á fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins þar sem orðinu heildarlaun var skipt út fyrir orðið launaþróun. Alþingi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Þróun launakjara þingmanna eftir að kjararáð hækkaði laun þeirra í október í fyrra og eftir að forsætisnefnd ákvað að lækka starfstengdar greiðslur til þeirra er „mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði.“ Þetta segir í frétt á vef fjármála-og efnahagsráðuneytisins en Hagstofa Íslands tók saman upplýsingar um þróun launakjara þingmanna frá árinu 2006 að beiðni ráðuneytisins. „Í samantekt Hagstofunnar er ekki að finna upplýsingar um áhrif ákvörðunar forsætisnefndar Alþingis um að lækka tilteknar greiðslur til þingmanna, enda koma þær til framkvæmdar vegna launa í febrúar. Hefur ráðuneytið bætt þeim upplýsingum við þær upplýsingar sem Hagstofan hefur tekið saman, þannig að fá megi heildaryfirlit yfir þróun launakjara þingmanna. Helsta niðurstaðan er að launaþróun þingmanna eftir lækkun forsætisnefndar á starfstengdum kostnaði er svipuð og hjá öðrum hópum á vinnumarkaði, borið saman við árið 2006,“ segir á vef ráðuneytisins. Á myndinni hér að ofan sést samanburður á heildarlaunum þingmanna við þróun launavísitölu annarra hópa á vinnumarkaði. „Eins og fram kemur á grafinu er þróun heildarlaunakjara þingmanna eftir lækkun forsætisnefndar við lok tímabilsins mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði. Á mynd 2 er sama launaþróunin sýnd með einfaldari hætti og launaþróunin með lækkun forsætisnefndar sýnd eins og ef hún hefði tekið gildi í nóvember 2016. Launaþróun alþingismanna frá nóvember 2006 og til loka tímabilsins er nær alveg sú sama og þróun launavísitölu,“ segir í frétt ráðuneytisins. Þá segir þar jafnframt: „Við mat á launaþróun verður að hafa í huga að heildarlaun ýmissa hópa geta hafa þróast með öðrum hætti en launavísitala. Þetta gildir t.d. um hópa sem unnu minni yfirvinnu eftir hrun en þeir höfðu áður unnið. Í þessu sambandi má benda á að launaþróun alþingismanna frá árinu 2006 og fram að síðustu ákvörðun kjararáðs var mun lakari en launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði. Heildarlaun þingmanns sem setið hefur á þingi allt tímabilið eru því mun lægri en ef þau hefðu fylgt þróun launavísitölu.“Uppfært klukkan 14:12Texti lítillega lagaður eftir breytingu á fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins þar sem orðinu heildarlaun var skipt út fyrir orðið launaþróun.
Alþingi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira