Leikmaður í æfingabúðum NFL-deildarinnar um nýliðna helgi hefði getað eignast eitt stykki eyju ef hann hefði verið í réttum skóm. Svekkjandi.
Íþróttavöruframleiðandinn Adidas gaf það út fyrir helgina að ef einhver myndi bæta met Chris Johnson í 40 jarda spretti þá myndi sá hinn sami fá eitt stykki eyju. Það þótti svona ólíklegt að metið myndi falla.
Að sjálfsögðu féll þá metið. Hinn ungi John Ross hljóp 40 jardana á 4,22 sekúndum en met Johnson var 4,24 sekúndur.
Adidas sagði ekki hvaða eyju viðkomandi myndi eignast en sagði að verðmæti eyjunnar yrði í kringum eina milljón króna.
Ross fær ekki eyjuna því hann var í skóm frá Nike er hann bætti met Johnson. Hann tók þessu öllu létt.
„Ég syndi hvort eð er ekkert svo vel. Svo á ég ekki bát heldur,“ sagði Ross léttur.
Missti af eyju þar sem hann hljóp í vitlausum skóm
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





Svona var blaðamannafundur Snorra
Handbolti

Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti



Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn
