Sjö ára uppbygging Fjölnis bar ávöxt: „Þetta var mögnuð tilfinning“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2017 19:00 Sjö ára langt verkefni karlaliðs Fjölnis í handbolta bar ávöxt um helgina þegar liðið komst í fyrsta sinn undir eigin merkjum upp í efstu deild. Eftir tap í oddaleik í umspili um sæti í Olís-deildinni undanfarin tvö tímabil er Fjölnir loks komið, í fyrsta sinn í sögu félagsins, upp í efstu deild. Liðið er búið að vinna alla 17 leiki tímabilsins og er með ellefu stiga forskot þegar tíu stig eru eftir í pottinum. Sveinn Þorgeirsson hefur í níu ár verið yfirþjálfari Fjölnis og sinnt því samhliða að spila með Víkingi og Haukum í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins. Hann sneri alfarið aftur heim fyrir þremur árum síðan og fór með uppeldisfélagi sínu upp um deild á laugardaginn. „Þetta var mögnuð tilfinning en pínu óvænt því við áttum von á að þurfa að bíða aðeins lengur eftir að fagna þessum titli. Þetta var virkilega sætt og kærkomið,“ segir Sveinn við íþróttadeild. Ferlið hefur verið langt hjá Fjölni. Liðið skráði meistaraflokk karla aftur til leiks árið 2009 og vann ekki nema fimmtán leiki fyrstu sex tímabilin. Ungum og uppöldum strákum, aðeins 15 og 16 ára gömlum, var hent í djúpu laugina og þeim leyft að vaxa og dafna. Uppskeran er úrvalsdeildarlið með 80 prósent heimamenn. „Við settum af stað verkefni sem heitir Fjölnir 2014. Það fór í rauninni af stað um 2010. Þá náðist að mynda samstöðu á milli leikmanna - sem voru mjög ungir - og foreldra þeirra um umgjörðina í Fjölni. Þetta var langtímaverkefni sem myndi taka tíma og þakklæti mitt í garð þessa hóps, bæði leikmanna og umgjarðarinnar, er bara óendanlegt,“ segir Sveinn. Þolinmæðin hefur verið mikil og starfið gott í Dalhúsum, svo ekki sé talað um alla efnilegu strákana sem héldu tryggð við félagið. „Þetta er búið að vera rúmlega sjö ára ferli og vinnan sem hefur verið lögð á sig hér innanhús er ekki lítil. Þessi hollusta og þolinmæði gagnvart verkefninu hefur verið með eindæmum.“ Sveinn hefur komið með beinum hætti að uppgangi Fjölnis ásamt mörgum öðrum bæði sem þjálfari, yfirþjálfari og leikmaður. Hann viðurkennir að laugardaginn var sérstakur fyrir hann persónulega. „Hann var það vissulega og í raun hálfóraunverulegur. Ég vil nú meina að ég hafi bara verið til staðar því það sem tókst vel var að fá ótrúlega öflugt fólk og ég segi bara takk við það fólk. Þið vitið hver þið eruð,“ segir Sveinn Þorgeirsson. Kvöldfrétt Stöðvar 2 um uppganginn hjá Fjölni má sjá í spilaranum efst í fréttinni en nér að neðan má sjá allt viðtalið við Svein Þorgeirsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fjölnir kominn upp í Olís-deildina Fjölnir tryggði sér í dag sæti í Olís-deild karla eftir 26-36 sigur á ungmennaliði Akureyrar fyrir norðan í dag. 4. mars 2017 16:21 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
Sjö ára langt verkefni karlaliðs Fjölnis í handbolta bar ávöxt um helgina þegar liðið komst í fyrsta sinn undir eigin merkjum upp í efstu deild. Eftir tap í oddaleik í umspili um sæti í Olís-deildinni undanfarin tvö tímabil er Fjölnir loks komið, í fyrsta sinn í sögu félagsins, upp í efstu deild. Liðið er búið að vinna alla 17 leiki tímabilsins og er með ellefu stiga forskot þegar tíu stig eru eftir í pottinum. Sveinn Þorgeirsson hefur í níu ár verið yfirþjálfari Fjölnis og sinnt því samhliða að spila með Víkingi og Haukum í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins. Hann sneri alfarið aftur heim fyrir þremur árum síðan og fór með uppeldisfélagi sínu upp um deild á laugardaginn. „Þetta var mögnuð tilfinning en pínu óvænt því við áttum von á að þurfa að bíða aðeins lengur eftir að fagna þessum titli. Þetta var virkilega sætt og kærkomið,“ segir Sveinn við íþróttadeild. Ferlið hefur verið langt hjá Fjölni. Liðið skráði meistaraflokk karla aftur til leiks árið 2009 og vann ekki nema fimmtán leiki fyrstu sex tímabilin. Ungum og uppöldum strákum, aðeins 15 og 16 ára gömlum, var hent í djúpu laugina og þeim leyft að vaxa og dafna. Uppskeran er úrvalsdeildarlið með 80 prósent heimamenn. „Við settum af stað verkefni sem heitir Fjölnir 2014. Það fór í rauninni af stað um 2010. Þá náðist að mynda samstöðu á milli leikmanna - sem voru mjög ungir - og foreldra þeirra um umgjörðina í Fjölni. Þetta var langtímaverkefni sem myndi taka tíma og þakklæti mitt í garð þessa hóps, bæði leikmanna og umgjarðarinnar, er bara óendanlegt,“ segir Sveinn. Þolinmæðin hefur verið mikil og starfið gott í Dalhúsum, svo ekki sé talað um alla efnilegu strákana sem héldu tryggð við félagið. „Þetta er búið að vera rúmlega sjö ára ferli og vinnan sem hefur verið lögð á sig hér innanhús er ekki lítil. Þessi hollusta og þolinmæði gagnvart verkefninu hefur verið með eindæmum.“ Sveinn hefur komið með beinum hætti að uppgangi Fjölnis ásamt mörgum öðrum bæði sem þjálfari, yfirþjálfari og leikmaður. Hann viðurkennir að laugardaginn var sérstakur fyrir hann persónulega. „Hann var það vissulega og í raun hálfóraunverulegur. Ég vil nú meina að ég hafi bara verið til staðar því það sem tókst vel var að fá ótrúlega öflugt fólk og ég segi bara takk við það fólk. Þið vitið hver þið eruð,“ segir Sveinn Þorgeirsson. Kvöldfrétt Stöðvar 2 um uppganginn hjá Fjölni má sjá í spilaranum efst í fréttinni en nér að neðan má sjá allt viðtalið við Svein Þorgeirsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fjölnir kominn upp í Olís-deildina Fjölnir tryggði sér í dag sæti í Olís-deild karla eftir 26-36 sigur á ungmennaliði Akureyrar fyrir norðan í dag. 4. mars 2017 16:21 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
Fjölnir kominn upp í Olís-deildina Fjölnir tryggði sér í dag sæti í Olís-deild karla eftir 26-36 sigur á ungmennaliði Akureyrar fyrir norðan í dag. 4. mars 2017 16:21