Sjö ára uppbygging Fjölnis bar ávöxt: „Þetta var mögnuð tilfinning“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2017 19:00 Sjö ára langt verkefni karlaliðs Fjölnis í handbolta bar ávöxt um helgina þegar liðið komst í fyrsta sinn undir eigin merkjum upp í efstu deild. Eftir tap í oddaleik í umspili um sæti í Olís-deildinni undanfarin tvö tímabil er Fjölnir loks komið, í fyrsta sinn í sögu félagsins, upp í efstu deild. Liðið er búið að vinna alla 17 leiki tímabilsins og er með ellefu stiga forskot þegar tíu stig eru eftir í pottinum. Sveinn Þorgeirsson hefur í níu ár verið yfirþjálfari Fjölnis og sinnt því samhliða að spila með Víkingi og Haukum í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins. Hann sneri alfarið aftur heim fyrir þremur árum síðan og fór með uppeldisfélagi sínu upp um deild á laugardaginn. „Þetta var mögnuð tilfinning en pínu óvænt því við áttum von á að þurfa að bíða aðeins lengur eftir að fagna þessum titli. Þetta var virkilega sætt og kærkomið,“ segir Sveinn við íþróttadeild. Ferlið hefur verið langt hjá Fjölni. Liðið skráði meistaraflokk karla aftur til leiks árið 2009 og vann ekki nema fimmtán leiki fyrstu sex tímabilin. Ungum og uppöldum strákum, aðeins 15 og 16 ára gömlum, var hent í djúpu laugina og þeim leyft að vaxa og dafna. Uppskeran er úrvalsdeildarlið með 80 prósent heimamenn. „Við settum af stað verkefni sem heitir Fjölnir 2014. Það fór í rauninni af stað um 2010. Þá náðist að mynda samstöðu á milli leikmanna - sem voru mjög ungir - og foreldra þeirra um umgjörðina í Fjölni. Þetta var langtímaverkefni sem myndi taka tíma og þakklæti mitt í garð þessa hóps, bæði leikmanna og umgjarðarinnar, er bara óendanlegt,“ segir Sveinn. Þolinmæðin hefur verið mikil og starfið gott í Dalhúsum, svo ekki sé talað um alla efnilegu strákana sem héldu tryggð við félagið. „Þetta er búið að vera rúmlega sjö ára ferli og vinnan sem hefur verið lögð á sig hér innanhús er ekki lítil. Þessi hollusta og þolinmæði gagnvart verkefninu hefur verið með eindæmum.“ Sveinn hefur komið með beinum hætti að uppgangi Fjölnis ásamt mörgum öðrum bæði sem þjálfari, yfirþjálfari og leikmaður. Hann viðurkennir að laugardaginn var sérstakur fyrir hann persónulega. „Hann var það vissulega og í raun hálfóraunverulegur. Ég vil nú meina að ég hafi bara verið til staðar því það sem tókst vel var að fá ótrúlega öflugt fólk og ég segi bara takk við það fólk. Þið vitið hver þið eruð,“ segir Sveinn Þorgeirsson. Kvöldfrétt Stöðvar 2 um uppganginn hjá Fjölni má sjá í spilaranum efst í fréttinni en nér að neðan má sjá allt viðtalið við Svein Þorgeirsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fjölnir kominn upp í Olís-deildina Fjölnir tryggði sér í dag sæti í Olís-deild karla eftir 26-36 sigur á ungmennaliði Akureyrar fyrir norðan í dag. 4. mars 2017 16:21 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Sjö ára langt verkefni karlaliðs Fjölnis í handbolta bar ávöxt um helgina þegar liðið komst í fyrsta sinn undir eigin merkjum upp í efstu deild. Eftir tap í oddaleik í umspili um sæti í Olís-deildinni undanfarin tvö tímabil er Fjölnir loks komið, í fyrsta sinn í sögu félagsins, upp í efstu deild. Liðið er búið að vinna alla 17 leiki tímabilsins og er með ellefu stiga forskot þegar tíu stig eru eftir í pottinum. Sveinn Þorgeirsson hefur í níu ár verið yfirþjálfari Fjölnis og sinnt því samhliða að spila með Víkingi og Haukum í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins. Hann sneri alfarið aftur heim fyrir þremur árum síðan og fór með uppeldisfélagi sínu upp um deild á laugardaginn. „Þetta var mögnuð tilfinning en pínu óvænt því við áttum von á að þurfa að bíða aðeins lengur eftir að fagna þessum titli. Þetta var virkilega sætt og kærkomið,“ segir Sveinn við íþróttadeild. Ferlið hefur verið langt hjá Fjölni. Liðið skráði meistaraflokk karla aftur til leiks árið 2009 og vann ekki nema fimmtán leiki fyrstu sex tímabilin. Ungum og uppöldum strákum, aðeins 15 og 16 ára gömlum, var hent í djúpu laugina og þeim leyft að vaxa og dafna. Uppskeran er úrvalsdeildarlið með 80 prósent heimamenn. „Við settum af stað verkefni sem heitir Fjölnir 2014. Það fór í rauninni af stað um 2010. Þá náðist að mynda samstöðu á milli leikmanna - sem voru mjög ungir - og foreldra þeirra um umgjörðina í Fjölni. Þetta var langtímaverkefni sem myndi taka tíma og þakklæti mitt í garð þessa hóps, bæði leikmanna og umgjarðarinnar, er bara óendanlegt,“ segir Sveinn. Þolinmæðin hefur verið mikil og starfið gott í Dalhúsum, svo ekki sé talað um alla efnilegu strákana sem héldu tryggð við félagið. „Þetta er búið að vera rúmlega sjö ára ferli og vinnan sem hefur verið lögð á sig hér innanhús er ekki lítil. Þessi hollusta og þolinmæði gagnvart verkefninu hefur verið með eindæmum.“ Sveinn hefur komið með beinum hætti að uppgangi Fjölnis ásamt mörgum öðrum bæði sem þjálfari, yfirþjálfari og leikmaður. Hann viðurkennir að laugardaginn var sérstakur fyrir hann persónulega. „Hann var það vissulega og í raun hálfóraunverulegur. Ég vil nú meina að ég hafi bara verið til staðar því það sem tókst vel var að fá ótrúlega öflugt fólk og ég segi bara takk við það fólk. Þið vitið hver þið eruð,“ segir Sveinn Þorgeirsson. Kvöldfrétt Stöðvar 2 um uppganginn hjá Fjölni má sjá í spilaranum efst í fréttinni en nér að neðan má sjá allt viðtalið við Svein Þorgeirsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fjölnir kominn upp í Olís-deildina Fjölnir tryggði sér í dag sæti í Olís-deild karla eftir 26-36 sigur á ungmennaliði Akureyrar fyrir norðan í dag. 4. mars 2017 16:21 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Fjölnir kominn upp í Olís-deildina Fjölnir tryggði sér í dag sæti í Olís-deild karla eftir 26-36 sigur á ungmennaliði Akureyrar fyrir norðan í dag. 4. mars 2017 16:21