Múlakot best varðveitta hótelið frá gamalli tíð Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2017 21:30 Hafin er endurreisn gamla bæjarins í Múlakoti í Fljótshlíð en hann er talinn eitt best varðveitta hótel sem til er í landinu frá gamalli tíð. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Múlakot var friðlýst fyrir þremur árum og nær friðlýsingin ekki aðeins til gamla íbúðar- og gistihússins heldur einnig til nærliggjandi húsa sem og trjágarðsins. Eigendur Múlakots, hjónin Sigríður Hjartar og Stefán Guðbergsson, stefna að því að menningarminjar staðarins verði opnaðar almenningi til sýnis. Þau gáfu gamla húsið og bæjartorfuna í því skyni til sjálfseignarstofnunar um verkefnið. „Þetta hús er í rauninni dæmi um það hvernig sveitabær þróast yfir í það, í gegnum 20. öldina, að vera bóndabær, þar sem gestir koma í heimsókn, yfir í það að verða sveitahótel,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun. Málverk Ásgríms Jónssonar, sem hann málaði snemma á síðustu öld, vöktu athygli á staðnum og þarna varð listamannanýlenda og vinsælt sveitahótel og garðurinn var rómaður.Gömul mynd frá Múlakoti. Fremst sést maður á hestasláttuvél en fjær má sjá tvær rútur á hlaðinu við hótelið.Mynd/Múlakot.Sjálfseignarstofnun og Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti, ásamt sveitarfélaginu Rangárþingi eystra, Byggðasafninu á Skógum og Minjastofnun hafa nú tekið höndum saman um að endurreisa staðinn. „Þannig að þetta er í rauninni þróunarsaga ferðamennsku á Íslandi. Trúlega er þetta best varðveitta hótel sem við eigum hérna frá gamalli tíð,“ segir Pétur. Hótelið var rekið fram yfir 1970 og Pétur gisti þar oft með foreldrum sínu. Hann segist muna vel eftir því þegar þar var sjoppa og hótelið var jafnframt áningarstaður rútubíla. Í lok ágústmánaðar í fyrra var fagnað fyrstu áföngum endurreisnarinnar en þar flutti Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, ávarp fyrir hönd Vinafélagsins. Hann telur að Múlakot verði vinsæll áfangastaður ferðamanna í framtíðinni.Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, flutti ávarp fyrir hönd Vinafélags gamla bæjarins í Múlakoti,Stöð 2/Einar Árnason.„Það vantar áfangastað. Það vantar góða, vel umhirta áfangastaði og þessi staður verður einn af þeim,“ segir Björn Bjarnason. Nánar var fjallað um Múlakot í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Múlakot endurreist til minja um garðrækt, hótel og listamenn Eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða og eitt fyrsta sveitahótel landsins verða hluti gestastofu sem áformað er að opna í Múlakoti í Fljótshlíð. 25. ágúst 2016 20:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Hafin er endurreisn gamla bæjarins í Múlakoti í Fljótshlíð en hann er talinn eitt best varðveitta hótel sem til er í landinu frá gamalli tíð. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Múlakot var friðlýst fyrir þremur árum og nær friðlýsingin ekki aðeins til gamla íbúðar- og gistihússins heldur einnig til nærliggjandi húsa sem og trjágarðsins. Eigendur Múlakots, hjónin Sigríður Hjartar og Stefán Guðbergsson, stefna að því að menningarminjar staðarins verði opnaðar almenningi til sýnis. Þau gáfu gamla húsið og bæjartorfuna í því skyni til sjálfseignarstofnunar um verkefnið. „Þetta hús er í rauninni dæmi um það hvernig sveitabær þróast yfir í það, í gegnum 20. öldina, að vera bóndabær, þar sem gestir koma í heimsókn, yfir í það að verða sveitahótel,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun. Málverk Ásgríms Jónssonar, sem hann málaði snemma á síðustu öld, vöktu athygli á staðnum og þarna varð listamannanýlenda og vinsælt sveitahótel og garðurinn var rómaður.Gömul mynd frá Múlakoti. Fremst sést maður á hestasláttuvél en fjær má sjá tvær rútur á hlaðinu við hótelið.Mynd/Múlakot.Sjálfseignarstofnun og Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti, ásamt sveitarfélaginu Rangárþingi eystra, Byggðasafninu á Skógum og Minjastofnun hafa nú tekið höndum saman um að endurreisa staðinn. „Þannig að þetta er í rauninni þróunarsaga ferðamennsku á Íslandi. Trúlega er þetta best varðveitta hótel sem við eigum hérna frá gamalli tíð,“ segir Pétur. Hótelið var rekið fram yfir 1970 og Pétur gisti þar oft með foreldrum sínu. Hann segist muna vel eftir því þegar þar var sjoppa og hótelið var jafnframt áningarstaður rútubíla. Í lok ágústmánaðar í fyrra var fagnað fyrstu áföngum endurreisnarinnar en þar flutti Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, ávarp fyrir hönd Vinafélagsins. Hann telur að Múlakot verði vinsæll áfangastaður ferðamanna í framtíðinni.Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, flutti ávarp fyrir hönd Vinafélags gamla bæjarins í Múlakoti,Stöð 2/Einar Árnason.„Það vantar áfangastað. Það vantar góða, vel umhirta áfangastaði og þessi staður verður einn af þeim,“ segir Björn Bjarnason. Nánar var fjallað um Múlakot í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Múlakot endurreist til minja um garðrækt, hótel og listamenn Eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða og eitt fyrsta sveitahótel landsins verða hluti gestastofu sem áformað er að opna í Múlakoti í Fljótshlíð. 25. ágúst 2016 20:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Múlakot endurreist til minja um garðrækt, hótel og listamenn Eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða og eitt fyrsta sveitahótel landsins verða hluti gestastofu sem áformað er að opna í Múlakoti í Fljótshlíð. 25. ágúst 2016 20:00