Akureyri harmar ákvörðun dómara á lokasekúndunum í leiknum gegn FH Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2017 17:00 Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar. vísir/getty Akureyri handboltafélag hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað á lokasekúndunum í leik FH og Akureyrar í Olís-deild karla á sunnudaginn. Akureyringar eru afar ósáttir við dómaraparið Ramunas Mikalonis og Þorleif Árna Björnsson og eftirlitsmanninn Kristján Halldórsson í atvikinu sem má sjá á myndbandinu hér að neðan. Atvikið hefst á 1:30:00 í myndbandinu. Mindaugas Dumcius, leikmaður Akureyrar, minnkaði muninn í 30-29 þegar um hálf mínúta var til leiksloka. FH-ingar fóru í sókn og þegar þrjár sekúndur voru eftir var boltinn dæmdur af þeim. „Í fyrsta lagi gerðist leikmaður FH augljóslega sekur um brot, sem hefði átt að dæma rautt spjald og víti fyrir, samkvæmt reglum HSÍ,“ segir í yfirlýsingu Akureyrar. „Dómararnir stöðvuðu leikinn og höfðu nægan tíma til að taka yfirvegaða ákvörðun en virðast ákveða að hunsa reglurnar að tilmælum eftirlitsmanns og hugsanlega ræna okkur stigi. Í öðru lagi ákvað eftirlitsmaður að þjálfari Akureyrar hafi verið búinn að óska eftir leikhléi áður en brotið átti sér stað og því hafi ekki átt að dæma á brotið og leikhlé látið standa. Hins vegar er ljóst að þá áttu að minnsta kosti að vera eftir 4 sekúndur af leiktíma, ekki 1 sekúnda eins og látið var standa.“ Brynjar Hólm Grétarsson tók síðasta skotið en Birkir Fannar Bragason, markvörður FH, varði. Lokatölur því 30-29, FH í vil. Akureyri situr á botni deildarinnar með 15 stig þegar sex umferðum er ólokið. FH er hins vegar í 2. sæti með 28 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Hauka.Yfirlýsing stjórnar Akureyrar handboltafélags: Stjórn Akureyrar handboltafélags harmar ákvörðun dómara og eftirlitsmanns vegna atviks sem átti sér stað á síðustu sekúndum í jöfnum leik FH og Akureyrar laugardaginn 4. mars s.l. Í fyrsta lagi gerðist leikmaður FH augljóslega sekur um brot, sem hefði átt að dæma rautt spjald og víti fyrir, samkvæmt reglum HSÍ. Brotið fólst í því að setja ekki boltann beint niður þegar búið var að flauta til marks um að boltinn hafi verið dæmdur af sóknarliðinu. Hér er um að ræða skýrar reglur sem dómarar og eftirlitsmenn eiga að hafa á hreinu og voru þessar reglur settar til að koma í veg fyrir svona brot á síðustu sekúndunum leiks, svo að liðið sem brýtur hagnist ekki. Í svona tilvikum á tafarlaust að dæma víti og rautt spjald. Dómararnir stöðvuðu leikinn og höfðu nægan tíma til að taka yfirvegaða ákvörðun en virðast ákveða að hunsa reglurnar að tilmælum eftirlitsmanns og hugsanlega ræna okkur stigi. Í öðru lagi ákvað eftirlitsmaður að þjálfari Akureyrar hafi verið búinn að óska eftir leikhléi áður en brotið átti sér stað og því hafi ekki átt að dæma á brotið og leikhlé látið standa. Hins vegar er ljóst að þá áttu að minnsta kosti að vera eftir 4 sekúndur af leiktíma, ekki 1 sekúnda eins og látið var standa. Þetta sést allt greinilega á upptöku frá leiknum. Stjórn Akureyrar Handboltafélags harmar svona vinnubrögð ekki síst í ljósi þess að deildin er mjög jöfn og 1 stig getur skipt öllu máli í lok tímabils, bæði á toppi og botni deildarinnar. Of mörg dæmi eru um slæm dómaramistök í Olís-deildinni í vetur og leitt þegar svona mistök geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Allir gera sér þó grein fyrir því að öll erum við mannleg og gerum mistök en þá er mikilvægt að viðurkenna mistökin, læra af þeim og reyna að koma í veg fyrir að þau gerist aftur. Starf eftirlitsmanns á að vera skýrt samkvæmt 18.gr. reglugerðar HSÍ um mótamál: „Sjái eftirlitsmaður eitthvað athugavert við framkvæmd leiks skal hann skila þar til gerðri skýrslu um það til mótanefndar. Eftirlitsmaður skal skila inn skýrslu til dómaranefndar sem sýnir mat hans á störfum dómara í leiknum en hann hefur ekki lögsögu með því sem dómarar ákveða og byggt er á mati þeirra á stöðunni í leiknum.“ Í þessu tilviki voru dómarar og eftirlitsmaður ósammála og eftirlitsmaðurinn réði dómnum. Það hefur alltaf verið okkar skilningur að dómarar taki ákvarðanir og dæmi það sem gerist í leiknum. Virðingarfyllst, Stjórn Akureyrar Handboltafélags Olís-deild karla Tengdar fréttir FH-ingar komnir á toppinn FH er komið á topp Olís-deildar karla eftir eins marks sigur, 29-28, á Akureyri í Kaplakrika í dag. 5. mars 2017 17:33 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Akureyri handboltafélag hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað á lokasekúndunum í leik FH og Akureyrar í Olís-deild karla á sunnudaginn. Akureyringar eru afar ósáttir við dómaraparið Ramunas Mikalonis og Þorleif Árna Björnsson og eftirlitsmanninn Kristján Halldórsson í atvikinu sem má sjá á myndbandinu hér að neðan. Atvikið hefst á 1:30:00 í myndbandinu. Mindaugas Dumcius, leikmaður Akureyrar, minnkaði muninn í 30-29 þegar um hálf mínúta var til leiksloka. FH-ingar fóru í sókn og þegar þrjár sekúndur voru eftir var boltinn dæmdur af þeim. „Í fyrsta lagi gerðist leikmaður FH augljóslega sekur um brot, sem hefði átt að dæma rautt spjald og víti fyrir, samkvæmt reglum HSÍ,“ segir í yfirlýsingu Akureyrar. „Dómararnir stöðvuðu leikinn og höfðu nægan tíma til að taka yfirvegaða ákvörðun en virðast ákveða að hunsa reglurnar að tilmælum eftirlitsmanns og hugsanlega ræna okkur stigi. Í öðru lagi ákvað eftirlitsmaður að þjálfari Akureyrar hafi verið búinn að óska eftir leikhléi áður en brotið átti sér stað og því hafi ekki átt að dæma á brotið og leikhlé látið standa. Hins vegar er ljóst að þá áttu að minnsta kosti að vera eftir 4 sekúndur af leiktíma, ekki 1 sekúnda eins og látið var standa.“ Brynjar Hólm Grétarsson tók síðasta skotið en Birkir Fannar Bragason, markvörður FH, varði. Lokatölur því 30-29, FH í vil. Akureyri situr á botni deildarinnar með 15 stig þegar sex umferðum er ólokið. FH er hins vegar í 2. sæti með 28 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Hauka.Yfirlýsing stjórnar Akureyrar handboltafélags: Stjórn Akureyrar handboltafélags harmar ákvörðun dómara og eftirlitsmanns vegna atviks sem átti sér stað á síðustu sekúndum í jöfnum leik FH og Akureyrar laugardaginn 4. mars s.l. Í fyrsta lagi gerðist leikmaður FH augljóslega sekur um brot, sem hefði átt að dæma rautt spjald og víti fyrir, samkvæmt reglum HSÍ. Brotið fólst í því að setja ekki boltann beint niður þegar búið var að flauta til marks um að boltinn hafi verið dæmdur af sóknarliðinu. Hér er um að ræða skýrar reglur sem dómarar og eftirlitsmenn eiga að hafa á hreinu og voru þessar reglur settar til að koma í veg fyrir svona brot á síðustu sekúndunum leiks, svo að liðið sem brýtur hagnist ekki. Í svona tilvikum á tafarlaust að dæma víti og rautt spjald. Dómararnir stöðvuðu leikinn og höfðu nægan tíma til að taka yfirvegaða ákvörðun en virðast ákveða að hunsa reglurnar að tilmælum eftirlitsmanns og hugsanlega ræna okkur stigi. Í öðru lagi ákvað eftirlitsmaður að þjálfari Akureyrar hafi verið búinn að óska eftir leikhléi áður en brotið átti sér stað og því hafi ekki átt að dæma á brotið og leikhlé látið standa. Hins vegar er ljóst að þá áttu að minnsta kosti að vera eftir 4 sekúndur af leiktíma, ekki 1 sekúnda eins og látið var standa. Þetta sést allt greinilega á upptöku frá leiknum. Stjórn Akureyrar Handboltafélags harmar svona vinnubrögð ekki síst í ljósi þess að deildin er mjög jöfn og 1 stig getur skipt öllu máli í lok tímabils, bæði á toppi og botni deildarinnar. Of mörg dæmi eru um slæm dómaramistök í Olís-deildinni í vetur og leitt þegar svona mistök geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Allir gera sér þó grein fyrir því að öll erum við mannleg og gerum mistök en þá er mikilvægt að viðurkenna mistökin, læra af þeim og reyna að koma í veg fyrir að þau gerist aftur. Starf eftirlitsmanns á að vera skýrt samkvæmt 18.gr. reglugerðar HSÍ um mótamál: „Sjái eftirlitsmaður eitthvað athugavert við framkvæmd leiks skal hann skila þar til gerðri skýrslu um það til mótanefndar. Eftirlitsmaður skal skila inn skýrslu til dómaranefndar sem sýnir mat hans á störfum dómara í leiknum en hann hefur ekki lögsögu með því sem dómarar ákveða og byggt er á mati þeirra á stöðunni í leiknum.“ Í þessu tilviki voru dómarar og eftirlitsmaður ósammála og eftirlitsmaðurinn réði dómnum. Það hefur alltaf verið okkar skilningur að dómarar taki ákvarðanir og dæmi það sem gerist í leiknum. Virðingarfyllst, Stjórn Akureyrar Handboltafélags
Olís-deild karla Tengdar fréttir FH-ingar komnir á toppinn FH er komið á topp Olís-deildar karla eftir eins marks sigur, 29-28, á Akureyri í Kaplakrika í dag. 5. mars 2017 17:33 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
FH-ingar komnir á toppinn FH er komið á topp Olís-deildar karla eftir eins marks sigur, 29-28, á Akureyri í Kaplakrika í dag. 5. mars 2017 17:33