Sindri tjáir sig um viðtalið: „Varð svakalega hissa“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. mars 2017 17:54 "Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt. Ég viðurkenni það bara. Ég hef ekkert gaman að þessu.“ „Ég er kannski ekki alveg sammála um að það hafi fokið í mig, en ég varð svakalega hissa,“ segir Sindri Sindrason sjónvarpsmaður um umdeilt viðtal hans við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í fréttum Stöðvar 2 í gær. Tara Margrét mætti í viðtal til Sindra til þess að ræða ráðstefnuna Truflandi tilvist. Í viðtalinu sagði Tara að Sindri geti ekki sett sig í þeirra spor því hann tilheyri ekki minnihlutahópum – og sé í raun í forréttindahópi. Því var Sindri ekki alls kostar sammála. „Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi, eða hálfum útlendingi þannig að við skulum ekki fara þangað,“ sagði Sindri í viðtalinu, og sitt sýnist hverjum, en Sindri hefur meðal annars verið sakaður um að sýna jaðarhópum skilningsleysi.Hef ekkert gaman að þessu Sindri, sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis, sagði ætlun sína aldrei hafa verið að gera lítið úr þeim sem orðið hafa fyrir fordómum, líkt og sumir hafa haldið fram. „Ég vil ekki gera lítið úr þeim sem finna fyrir fordómum. Ég hef spurt þessarar spurningar mjög oft í mínum innslögum, til dæmis á geðdeild eða fólk sem er að ganga í gegnum erfiðleika. Ég bjóst við svarinu: jú oft eru fordómar innra með manni en að sjálfsögðu eru fordómar þarna úti,“ sagði Sindri. Sindri sagðist fyrst og fremst hafa orðið hissa á svari hennar. „Þarna hefði hún getað sagt: Við erum að tala um þetta almennt, en þarna beinir hún þessu beint gegn mér. Ég verð ekki reiður, ég verð bara meira hissa og þá fannst mér bara allt í lagi að svara – ég er í fullt af minnihlutahópum,“ sagði hann. Aðspurður segist binda vonir við að málinu sé nú lokið. „Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt. Ég viðurkenni það bara. Ég hef ekkert gaman að þessu.“ Hlusta má á viðtalið við Sindra í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtal Sindra við Töru hefst á mínútu 7.06 Tengdar fréttir Sindri sagður sýna jaðarhópum skilningsleysi Samtökin '78, Samtök um líkamsvirðingu, Tabú og Trans Ísland fordæma framgöngu Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns. 7. mars 2017 13:01 Jaðarhópar sameina krafta sína: „Ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki“ Lydia Brown segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi fordómarnir sem hán verður fyrir beinast gegn. 7. mars 2017 11:14 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Sjá meira
„Ég er kannski ekki alveg sammála um að það hafi fokið í mig, en ég varð svakalega hissa,“ segir Sindri Sindrason sjónvarpsmaður um umdeilt viðtal hans við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í fréttum Stöðvar 2 í gær. Tara Margrét mætti í viðtal til Sindra til þess að ræða ráðstefnuna Truflandi tilvist. Í viðtalinu sagði Tara að Sindri geti ekki sett sig í þeirra spor því hann tilheyri ekki minnihlutahópum – og sé í raun í forréttindahópi. Því var Sindri ekki alls kostar sammála. „Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi, eða hálfum útlendingi þannig að við skulum ekki fara þangað,“ sagði Sindri í viðtalinu, og sitt sýnist hverjum, en Sindri hefur meðal annars verið sakaður um að sýna jaðarhópum skilningsleysi.Hef ekkert gaman að þessu Sindri, sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis, sagði ætlun sína aldrei hafa verið að gera lítið úr þeim sem orðið hafa fyrir fordómum, líkt og sumir hafa haldið fram. „Ég vil ekki gera lítið úr þeim sem finna fyrir fordómum. Ég hef spurt þessarar spurningar mjög oft í mínum innslögum, til dæmis á geðdeild eða fólk sem er að ganga í gegnum erfiðleika. Ég bjóst við svarinu: jú oft eru fordómar innra með manni en að sjálfsögðu eru fordómar þarna úti,“ sagði Sindri. Sindri sagðist fyrst og fremst hafa orðið hissa á svari hennar. „Þarna hefði hún getað sagt: Við erum að tala um þetta almennt, en þarna beinir hún þessu beint gegn mér. Ég verð ekki reiður, ég verð bara meira hissa og þá fannst mér bara allt í lagi að svara – ég er í fullt af minnihlutahópum,“ sagði hann. Aðspurður segist binda vonir við að málinu sé nú lokið. „Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt. Ég viðurkenni það bara. Ég hef ekkert gaman að þessu.“ Hlusta má á viðtalið við Sindra í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtal Sindra við Töru hefst á mínútu 7.06
Tengdar fréttir Sindri sagður sýna jaðarhópum skilningsleysi Samtökin '78, Samtök um líkamsvirðingu, Tabú og Trans Ísland fordæma framgöngu Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns. 7. mars 2017 13:01 Jaðarhópar sameina krafta sína: „Ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki“ Lydia Brown segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi fordómarnir sem hán verður fyrir beinast gegn. 7. mars 2017 11:14 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Sjá meira
Sindri sagður sýna jaðarhópum skilningsleysi Samtökin '78, Samtök um líkamsvirðingu, Tabú og Trans Ísland fordæma framgöngu Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns. 7. mars 2017 13:01
Jaðarhópar sameina krafta sína: „Ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki“ Lydia Brown segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi fordómarnir sem hán verður fyrir beinast gegn. 7. mars 2017 11:14