Afrekssjóður lokar mögulega á KSÍ: Sækja bara um fyrir stelpurnar og yngri landsliðin Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2017 19:00 Svo gæti farið að knattspyrnusamband Íslands fái ekki krónu til viðbótar úr afrekssjóði vegna sterkrar stöðu sambandsins ef tillögur vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ verða samþykktar á næsta íþróttaþingi en Vísir fjallaði um skýrslu vinnuhópsins í dag. Vinnuhópurinn leggur til í skýrslu sinni að Afrekssjóður fái frekari heimild til að hafna umsóknum fjársterkra sambanda. KSÍ er eitt í þeim flokki en það er fjárhagslega sterkara en stór hluti hreyfingarinnar lögð saman. KSÍ fékk tæpar níu milljónir við síðustu úthlutun vegna verkefna A-landsliðs kvenna og unglingalandsliða. „KSÍ er frábærlega vel rekið og er eina sérsambandið sem hefur gríðarlega mikla tekjumöguleika. Tekjuramminn þeirra er stærri en hjá meirihluta hreyfingarinnar [...] Við segjum að það er ekki nógu mikið af peningum og á meðan KSÍ gengur svona vel og raun ber vitni er eðlilegt að aðrir njóti peninganna,“ segir Stefán Konráðsson, formaður íþróttanefndar ríksins og einn starfsmanna vinnuhópsins. Guðrún Inga Sívertssen, varaformaður knattspyrnusambands Íslands, er í stjórn Afrekssjóðs. Hún segir þetta ekki vera beint nýjar fréttir þar sem reglan hefur verið í gildi í núverandi regluvirki afrekssjóðsins. „Ég fagna því að það sé settur ákveðinn rammi utan um afreksstarfið en KSÍ skilgreinir sig sem afreksstarf. Þessi rammi sem er settur má heldur ekki vera hamlandi fyrir þau sérsambönd sem reka sig vel og afla sinna tekna erlendis frá til dæmis,“ segir Guðrún Inga. Hún bendir á að ævintýralegar tekjur KSÍ á síðasta ári séu einsdæmi en þær komu til vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi. „Árið í fyrra var að sjálfsögðu óvenjulegt fyrir okkur því við fengum mikið af tekjum vegna EM hjá strákunum. Hafa skal á hreinu að við sóttum ekki um styrk fyrir A-landslið karla í afrekssjóð. Við sækjum um fyrir A-landslið kvenna og unglingalandsliðin. Við sækjum ekki um styrki fyrir A-landslið karla því þaðan koma peningarnir,“ segir Guðrún Inga. KSÍ mun ekki hætta að sækja um styrki: „Að sjálfsögðu munum við halda áfram að sækja um fyrir þau lið okkar sem við sendum í keppni. Það er líka á ábyrgð okkar sem erum í knattspyrnuforystunni að ná í allar þær tekjur sem við getum náð í og alla þá styrki sem í boði eru,“ segir Guðrún Inga Sívertsen. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Aðrar íþróttir Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00 "Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Afrekssjóður á ekki að vera félagslegur afrekssjóður segir einn starfsmanna vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ. 8. mars 2017 18:45 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Sjá meira
Svo gæti farið að knattspyrnusamband Íslands fái ekki krónu til viðbótar úr afrekssjóði vegna sterkrar stöðu sambandsins ef tillögur vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ verða samþykktar á næsta íþróttaþingi en Vísir fjallaði um skýrslu vinnuhópsins í dag. Vinnuhópurinn leggur til í skýrslu sinni að Afrekssjóður fái frekari heimild til að hafna umsóknum fjársterkra sambanda. KSÍ er eitt í þeim flokki en það er fjárhagslega sterkara en stór hluti hreyfingarinnar lögð saman. KSÍ fékk tæpar níu milljónir við síðustu úthlutun vegna verkefna A-landsliðs kvenna og unglingalandsliða. „KSÍ er frábærlega vel rekið og er eina sérsambandið sem hefur gríðarlega mikla tekjumöguleika. Tekjuramminn þeirra er stærri en hjá meirihluta hreyfingarinnar [...] Við segjum að það er ekki nógu mikið af peningum og á meðan KSÍ gengur svona vel og raun ber vitni er eðlilegt að aðrir njóti peninganna,“ segir Stefán Konráðsson, formaður íþróttanefndar ríksins og einn starfsmanna vinnuhópsins. Guðrún Inga Sívertssen, varaformaður knattspyrnusambands Íslands, er í stjórn Afrekssjóðs. Hún segir þetta ekki vera beint nýjar fréttir þar sem reglan hefur verið í gildi í núverandi regluvirki afrekssjóðsins. „Ég fagna því að það sé settur ákveðinn rammi utan um afreksstarfið en KSÍ skilgreinir sig sem afreksstarf. Þessi rammi sem er settur má heldur ekki vera hamlandi fyrir þau sérsambönd sem reka sig vel og afla sinna tekna erlendis frá til dæmis,“ segir Guðrún Inga. Hún bendir á að ævintýralegar tekjur KSÍ á síðasta ári séu einsdæmi en þær komu til vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi. „Árið í fyrra var að sjálfsögðu óvenjulegt fyrir okkur því við fengum mikið af tekjum vegna EM hjá strákunum. Hafa skal á hreinu að við sóttum ekki um styrk fyrir A-landslið karla í afrekssjóð. Við sækjum um fyrir A-landslið kvenna og unglingalandsliðin. Við sækjum ekki um styrki fyrir A-landslið karla því þaðan koma peningarnir,“ segir Guðrún Inga. KSÍ mun ekki hætta að sækja um styrki: „Að sjálfsögðu munum við halda áfram að sækja um fyrir þau lið okkar sem við sendum í keppni. Það er líka á ábyrgð okkar sem erum í knattspyrnuforystunni að ná í allar þær tekjur sem við getum náð í og alla þá styrki sem í boði eru,“ segir Guðrún Inga Sívertsen. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Aðrar íþróttir Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00 "Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Afrekssjóður á ekki að vera félagslegur afrekssjóður segir einn starfsmanna vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ. 8. mars 2017 18:45 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Sjá meira
Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00
"Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Afrekssjóður á ekki að vera félagslegur afrekssjóður segir einn starfsmanna vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ. 8. mars 2017 18:45
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti