Afrekssjóður lokar mögulega á KSÍ: Sækja bara um fyrir stelpurnar og yngri landsliðin Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2017 19:00 Svo gæti farið að knattspyrnusamband Íslands fái ekki krónu til viðbótar úr afrekssjóði vegna sterkrar stöðu sambandsins ef tillögur vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ verða samþykktar á næsta íþróttaþingi en Vísir fjallaði um skýrslu vinnuhópsins í dag. Vinnuhópurinn leggur til í skýrslu sinni að Afrekssjóður fái frekari heimild til að hafna umsóknum fjársterkra sambanda. KSÍ er eitt í þeim flokki en það er fjárhagslega sterkara en stór hluti hreyfingarinnar lögð saman. KSÍ fékk tæpar níu milljónir við síðustu úthlutun vegna verkefna A-landsliðs kvenna og unglingalandsliða. „KSÍ er frábærlega vel rekið og er eina sérsambandið sem hefur gríðarlega mikla tekjumöguleika. Tekjuramminn þeirra er stærri en hjá meirihluta hreyfingarinnar [...] Við segjum að það er ekki nógu mikið af peningum og á meðan KSÍ gengur svona vel og raun ber vitni er eðlilegt að aðrir njóti peninganna,“ segir Stefán Konráðsson, formaður íþróttanefndar ríksins og einn starfsmanna vinnuhópsins. Guðrún Inga Sívertssen, varaformaður knattspyrnusambands Íslands, er í stjórn Afrekssjóðs. Hún segir þetta ekki vera beint nýjar fréttir þar sem reglan hefur verið í gildi í núverandi regluvirki afrekssjóðsins. „Ég fagna því að það sé settur ákveðinn rammi utan um afreksstarfið en KSÍ skilgreinir sig sem afreksstarf. Þessi rammi sem er settur má heldur ekki vera hamlandi fyrir þau sérsambönd sem reka sig vel og afla sinna tekna erlendis frá til dæmis,“ segir Guðrún Inga. Hún bendir á að ævintýralegar tekjur KSÍ á síðasta ári séu einsdæmi en þær komu til vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi. „Árið í fyrra var að sjálfsögðu óvenjulegt fyrir okkur því við fengum mikið af tekjum vegna EM hjá strákunum. Hafa skal á hreinu að við sóttum ekki um styrk fyrir A-landslið karla í afrekssjóð. Við sækjum um fyrir A-landslið kvenna og unglingalandsliðin. Við sækjum ekki um styrki fyrir A-landslið karla því þaðan koma peningarnir,“ segir Guðrún Inga. KSÍ mun ekki hætta að sækja um styrki: „Að sjálfsögðu munum við halda áfram að sækja um fyrir þau lið okkar sem við sendum í keppni. Það er líka á ábyrgð okkar sem erum í knattspyrnuforystunni að ná í allar þær tekjur sem við getum náð í og alla þá styrki sem í boði eru,“ segir Guðrún Inga Sívertsen. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Aðrar íþróttir Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00 "Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Afrekssjóður á ekki að vera félagslegur afrekssjóður segir einn starfsmanna vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ. 8. mars 2017 18:45 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Sjá meira
Svo gæti farið að knattspyrnusamband Íslands fái ekki krónu til viðbótar úr afrekssjóði vegna sterkrar stöðu sambandsins ef tillögur vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ verða samþykktar á næsta íþróttaþingi en Vísir fjallaði um skýrslu vinnuhópsins í dag. Vinnuhópurinn leggur til í skýrslu sinni að Afrekssjóður fái frekari heimild til að hafna umsóknum fjársterkra sambanda. KSÍ er eitt í þeim flokki en það er fjárhagslega sterkara en stór hluti hreyfingarinnar lögð saman. KSÍ fékk tæpar níu milljónir við síðustu úthlutun vegna verkefna A-landsliðs kvenna og unglingalandsliða. „KSÍ er frábærlega vel rekið og er eina sérsambandið sem hefur gríðarlega mikla tekjumöguleika. Tekjuramminn þeirra er stærri en hjá meirihluta hreyfingarinnar [...] Við segjum að það er ekki nógu mikið af peningum og á meðan KSÍ gengur svona vel og raun ber vitni er eðlilegt að aðrir njóti peninganna,“ segir Stefán Konráðsson, formaður íþróttanefndar ríksins og einn starfsmanna vinnuhópsins. Guðrún Inga Sívertssen, varaformaður knattspyrnusambands Íslands, er í stjórn Afrekssjóðs. Hún segir þetta ekki vera beint nýjar fréttir þar sem reglan hefur verið í gildi í núverandi regluvirki afrekssjóðsins. „Ég fagna því að það sé settur ákveðinn rammi utan um afreksstarfið en KSÍ skilgreinir sig sem afreksstarf. Þessi rammi sem er settur má heldur ekki vera hamlandi fyrir þau sérsambönd sem reka sig vel og afla sinna tekna erlendis frá til dæmis,“ segir Guðrún Inga. Hún bendir á að ævintýralegar tekjur KSÍ á síðasta ári séu einsdæmi en þær komu til vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi. „Árið í fyrra var að sjálfsögðu óvenjulegt fyrir okkur því við fengum mikið af tekjum vegna EM hjá strákunum. Hafa skal á hreinu að við sóttum ekki um styrk fyrir A-landslið karla í afrekssjóð. Við sækjum um fyrir A-landslið kvenna og unglingalandsliðin. Við sækjum ekki um styrki fyrir A-landslið karla því þaðan koma peningarnir,“ segir Guðrún Inga. KSÍ mun ekki hætta að sækja um styrki: „Að sjálfsögðu munum við halda áfram að sækja um fyrir þau lið okkar sem við sendum í keppni. Það er líka á ábyrgð okkar sem erum í knattspyrnuforystunni að ná í allar þær tekjur sem við getum náð í og alla þá styrki sem í boði eru,“ segir Guðrún Inga Sívertsen. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Aðrar íþróttir Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00 "Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Afrekssjóður á ekki að vera félagslegur afrekssjóður segir einn starfsmanna vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ. 8. mars 2017 18:45 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Sjá meira
Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00
"Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Afrekssjóður á ekki að vera félagslegur afrekssjóður segir einn starfsmanna vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ. 8. mars 2017 18:45