Samgönguráðherra vill að ferðamenn fjármagni uppbyggingu vegakerfisins Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2017 18:58 Jón Gunnarsson samgönguráðherra. vísir/anton brink Sextíu og fimm milljarða króna vantar í viðhald og uppbyggingu vegakerfisins á næstu árum en til samanburðar fara rúmir fjórir milljarðar í málaflokkinn á þessu ári. Samgönguráðherra segir að mikil fjölgun ferðamanna sé í raun rót vandans og leita þurfi leiða til að þeir taki þátt í uppbyggingunni með gjaldtöku. Iðnþing var haldið í Hörpu í dag undir yfirskriftinni öflugir innviðir - lífæðar samfélagsins. En Harpa er auðvitað ein af þessum innviðum þegar kemur að menningunni og ferðaþjónustunni. Það sama má segja um öll þau hótel sem risið hafa að undanförnu og eiga eftir að rísa til að mynda fyrir framan Hörpu. En það er í vegakerfinu sem þarf að taka á. Þar telja menn að það vanti hvorki meira né minna en 65 milljarða í viðhald og uppbyggingu vega. Það skortir ekki á að allir sem tjá sig um málaflokkinn séu sammála um þörfina og hafi djúpan skilning á nauðsyn þess að byggja upp vegakerfið og aðra innviði. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagði öruggan flutning raforku og uppbyggingu annarra innviða meira og minna tengjast hver öðrum. „Hugtakið innviðir er mikið notað í daglegri orðræðu. Orðið er ákveðið tískuorð ef svo má segja og það er mikilvægt að við áttum okkur á þessu hugtaki og hvert hlutverk þessara innviða er. ... Á sama hátt getum við spurt okkur: Til hvers þurfum við vegakerfi, flugvelli, ljósleiðara eða fjarskipti. Jú svarið liggur í því að þetta eru einmitt lífæðar samfélagsins. Hver á sínu sviði. Allt eru þetta nauðsynlegir innviðir sem saman mynda undirstöður hagvaxtar og velferðar,“ sagði Þórdís. Í pallborðsumræðum kom fram hjá Gylfa Gíslasyni framkvæmdastjóra JÁVERK að á sama tíma og umferðin ykist stöðugt og ferðamönnum fjölgaði um hundruð þúsunda hafi dregið úr framlögum til vegagerðar. „Sú staðreynd að uppsöfnuð þörf í fjárfestingum í vegakerfinu sé að minnsta kosti 65 milljarðar, ætti heldur betur að vekja okkur til umhugsunar. Fjárfestingar í samgönguinnviðum, hvort sem um er að ræða vegi, hafnir eða flugvelli styðja við alla aðra uppbyggingu og starfsemi í landinu. En veikleikar í innviðum geta auðveldlega takmarkað fjárfestingar og umsvif í öðrum greinum,“ sagði Gylfi. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagðist mæta með betlistaf á fund ríkisstjórnar í fyrramálið en á þessu ári færu 4,5 milljarðar í vegakerfið þegar þörfin væri 14 milljarðar. Á sama tíma hefðu útgjöld ríkisins á þessu ári verið aukin um 50 milljarða. Reikna mætti með að heildarútgjöld ríkisins aukist um 25 milljarða á næsta ári en mikil þörf væri víða í samfélaginu eins og í heilbrigðis- og menntakerfinu. „Þannig að það blasir við mér að ef við ætlum í alvöru að takast á við þetta verkefni, ef við ætlum að stíga alvöru skref og fara inn í þetta á næstu árum svo um muni, þá þurfum við að horfa til annarra leiða.“ Þá þurfi með gjaldtöku að leita fjármuna hjá þeim ferðamönnum sem í raun séu rót vandans. „Það er að þeir taki sem mestan þátt í því með okkur núna á næstu árum að byggja upp samgöngukerfi landsins,“ sagði Jón Gunnarsson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Sextíu og fimm milljarða króna vantar í viðhald og uppbyggingu vegakerfisins á næstu árum en til samanburðar fara rúmir fjórir milljarðar í málaflokkinn á þessu ári. Samgönguráðherra segir að mikil fjölgun ferðamanna sé í raun rót vandans og leita þurfi leiða til að þeir taki þátt í uppbyggingunni með gjaldtöku. Iðnþing var haldið í Hörpu í dag undir yfirskriftinni öflugir innviðir - lífæðar samfélagsins. En Harpa er auðvitað ein af þessum innviðum þegar kemur að menningunni og ferðaþjónustunni. Það sama má segja um öll þau hótel sem risið hafa að undanförnu og eiga eftir að rísa til að mynda fyrir framan Hörpu. En það er í vegakerfinu sem þarf að taka á. Þar telja menn að það vanti hvorki meira né minna en 65 milljarða í viðhald og uppbyggingu vega. Það skortir ekki á að allir sem tjá sig um málaflokkinn séu sammála um þörfina og hafi djúpan skilning á nauðsyn þess að byggja upp vegakerfið og aðra innviði. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagði öruggan flutning raforku og uppbyggingu annarra innviða meira og minna tengjast hver öðrum. „Hugtakið innviðir er mikið notað í daglegri orðræðu. Orðið er ákveðið tískuorð ef svo má segja og það er mikilvægt að við áttum okkur á þessu hugtaki og hvert hlutverk þessara innviða er. ... Á sama hátt getum við spurt okkur: Til hvers þurfum við vegakerfi, flugvelli, ljósleiðara eða fjarskipti. Jú svarið liggur í því að þetta eru einmitt lífæðar samfélagsins. Hver á sínu sviði. Allt eru þetta nauðsynlegir innviðir sem saman mynda undirstöður hagvaxtar og velferðar,“ sagði Þórdís. Í pallborðsumræðum kom fram hjá Gylfa Gíslasyni framkvæmdastjóra JÁVERK að á sama tíma og umferðin ykist stöðugt og ferðamönnum fjölgaði um hundruð þúsunda hafi dregið úr framlögum til vegagerðar. „Sú staðreynd að uppsöfnuð þörf í fjárfestingum í vegakerfinu sé að minnsta kosti 65 milljarðar, ætti heldur betur að vekja okkur til umhugsunar. Fjárfestingar í samgönguinnviðum, hvort sem um er að ræða vegi, hafnir eða flugvelli styðja við alla aðra uppbyggingu og starfsemi í landinu. En veikleikar í innviðum geta auðveldlega takmarkað fjárfestingar og umsvif í öðrum greinum,“ sagði Gylfi. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagðist mæta með betlistaf á fund ríkisstjórnar í fyrramálið en á þessu ári færu 4,5 milljarðar í vegakerfið þegar þörfin væri 14 milljarðar. Á sama tíma hefðu útgjöld ríkisins á þessu ári verið aukin um 50 milljarða. Reikna mætti með að heildarútgjöld ríkisins aukist um 25 milljarða á næsta ári en mikil þörf væri víða í samfélaginu eins og í heilbrigðis- og menntakerfinu. „Þannig að það blasir við mér að ef við ætlum í alvöru að takast á við þetta verkefni, ef við ætlum að stíga alvöru skref og fara inn í þetta á næstu árum svo um muni, þá þurfum við að horfa til annarra leiða.“ Þá þurfi með gjaldtöku að leita fjármuna hjá þeim ferðamönnum sem í raun séu rót vandans. „Það er að þeir taki sem mestan þátt í því með okkur núna á næstu árum að byggja upp samgöngukerfi landsins,“ sagði Jón Gunnarsson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira