Segir ráðherra hafa hótað deiluaðilum: „Maður var í raun og veru með byssu við höfuð sér“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 10:00 Vilhjálmur Birgisson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hafi hótað deiluaðilum í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna með lagasetningu áður en samningar tókust. Þetta kom fram í viðtali við Vilhjálm í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í gær sagði hann í samtali við fréttastofu að framkoma ráðherra hefði ekki verið henni til sóma. Vilhjálmur ítrekaði þessi orð sín í morgun og sagði að það hefði verið sagt við sjómenn að það yrðu sett lög á verkfallið ef samningar tækjust ekki. „Framkoma sjávarútvegsráðherra er henni ekki til sóma. Ég gerði grein fyrir þessari atburðarás inni á minni Facebook-síðu með afgerandi hætti. Það var ekkert verið að tala um hvort eða hefði. Hún sagði bara að lögin væru klár við fulltrúa í samninganefndinni. Tók jafnframt fram að þetta væri ekki hótun og hún lagði fram svona sáttatilboð til okkar þar sem við áttum að skilja 40 prósent af okkar sjómönnum eftir óbætta frá garði varðandi fæðishlunnindi og gaf okkur síðan frest til miðnættis um það að svara og ef við myndum ekki svara þá þyrfti hún að hringja í forseta Alþingis, þá væntanlega til að undirbúa lagasetningu á sjómenn,“ sagði Vilhjálmur.Og þetta er hótunin sem þú ert að tala um? „Hún verður ekkert skýrari. Svona vinnubrögð og svona stjórrnsýsla í mínum huga finnst mér þessu ágæta fólki ekki til sóma. Okkur var bara stillt upp við vegg algjörlega. Ég vil nú bara orða þetta þannig eins og ég sagði á mínum kynningarfundi að maður bara í raun og veru með byssu við höfuð sér og það var bara sagt: „Annað hvort takið þið þessu sáttatilboði stjórnvalda eða það verður sett á ykkur lög.“ Það var enginn millivegur í því,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði það þó hafa verið slæmt við sáttatilboðið að í því var forystumönnunum stillt upp við vegg og skilja 40 prósent íslenskra sjómanna eftir án þess að fá neitt. „Þetta hefur legið þungt á hjarta mínu frá því að þetta gerðist og mér finnst þessi stjórnsýsla fyrir neðan allar hellur.“Sjávarútvegsráðherra þvertók fyrir það í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun að hafa hótað deiluaðilum með lagasetningu. „Það er eðlilegt og hefði verið ábyrgðarleysi að minni hálfu á þessum tímapunkti að vera ekki tilbúin með lögin en það er hins vegar þannig að menn ákváðu einfaldlega í húsi ríkissáttasemjara að leysa þetta sjálfir sem er mun betra. Það var aldrei þannig að ég segði að það væri verið að fara í lagasetningu á morgun en það blasti við að það þurfti einfaldlega að vera tilbúin með plan a, plan b og plan c. Annað hefði verið ábyrgðarlaust,“ sagði Þorgerður Katrín á Rás 2 í morgun. Tíu vikna verkfalli sjómanna lauk í gær eftir að nýgerður kjarasamningur þeirra var naumlega samþykktur í atkvæðagreiðslu. Skip eru því farin út til veiða á miðunum á ný. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykktu kjarasamninginn Sjómenn samþykktu nýgerðan kjarasamning með tæplega 53 prósent atkvæða. 19. febrúar 2017 20:48 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hafi hótað deiluaðilum í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna með lagasetningu áður en samningar tókust. Þetta kom fram í viðtali við Vilhjálm í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í gær sagði hann í samtali við fréttastofu að framkoma ráðherra hefði ekki verið henni til sóma. Vilhjálmur ítrekaði þessi orð sín í morgun og sagði að það hefði verið sagt við sjómenn að það yrðu sett lög á verkfallið ef samningar tækjust ekki. „Framkoma sjávarútvegsráðherra er henni ekki til sóma. Ég gerði grein fyrir þessari atburðarás inni á minni Facebook-síðu með afgerandi hætti. Það var ekkert verið að tala um hvort eða hefði. Hún sagði bara að lögin væru klár við fulltrúa í samninganefndinni. Tók jafnframt fram að þetta væri ekki hótun og hún lagði fram svona sáttatilboð til okkar þar sem við áttum að skilja 40 prósent af okkar sjómönnum eftir óbætta frá garði varðandi fæðishlunnindi og gaf okkur síðan frest til miðnættis um það að svara og ef við myndum ekki svara þá þyrfti hún að hringja í forseta Alþingis, þá væntanlega til að undirbúa lagasetningu á sjómenn,“ sagði Vilhjálmur.Og þetta er hótunin sem þú ert að tala um? „Hún verður ekkert skýrari. Svona vinnubrögð og svona stjórrnsýsla í mínum huga finnst mér þessu ágæta fólki ekki til sóma. Okkur var bara stillt upp við vegg algjörlega. Ég vil nú bara orða þetta þannig eins og ég sagði á mínum kynningarfundi að maður bara í raun og veru með byssu við höfuð sér og það var bara sagt: „Annað hvort takið þið þessu sáttatilboði stjórnvalda eða það verður sett á ykkur lög.“ Það var enginn millivegur í því,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði það þó hafa verið slæmt við sáttatilboðið að í því var forystumönnunum stillt upp við vegg og skilja 40 prósent íslenskra sjómanna eftir án þess að fá neitt. „Þetta hefur legið þungt á hjarta mínu frá því að þetta gerðist og mér finnst þessi stjórnsýsla fyrir neðan allar hellur.“Sjávarútvegsráðherra þvertók fyrir það í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun að hafa hótað deiluaðilum með lagasetningu. „Það er eðlilegt og hefði verið ábyrgðarleysi að minni hálfu á þessum tímapunkti að vera ekki tilbúin með lögin en það er hins vegar þannig að menn ákváðu einfaldlega í húsi ríkissáttasemjara að leysa þetta sjálfir sem er mun betra. Það var aldrei þannig að ég segði að það væri verið að fara í lagasetningu á morgun en það blasti við að það þurfti einfaldlega að vera tilbúin með plan a, plan b og plan c. Annað hefði verið ábyrgðarlaust,“ sagði Þorgerður Katrín á Rás 2 í morgun. Tíu vikna verkfalli sjómanna lauk í gær eftir að nýgerður kjarasamningur þeirra var naumlega samþykktur í atkvæðagreiðslu. Skip eru því farin út til veiða á miðunum á ný.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykktu kjarasamninginn Sjómenn samþykktu nýgerðan kjarasamning með tæplega 53 prósent atkvæða. 19. febrúar 2017 20:48 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sjómenn samþykktu kjarasamninginn Sjómenn samþykktu nýgerðan kjarasamning með tæplega 53 prósent atkvæða. 19. febrúar 2017 20:48
„Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34
Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08