Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 15:31 Sigríður segir ekki víst að málið heyri undir íslensk stjórnvöld. vísir/ernir Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag. Sigríður segir ekki víst að málið heyri undir íslensk stjórnvöld, líklega sé þetta mál Bandaríkjamanna og Breta. „Ég tók eftir þessum fréttum en mér er ekki kunnugt um hverju þetta sætir [...] Dómsmálaráðuneytinu hefur ekki borist nein skýring á þessu og svo sem ekki verið að óska eftir því enda er ekki endilega víst að þetta heyri undir íslensk stjórnvöld eins og þau eru. En það er væntanlega verið að kanna þetta í einhverju mögulegu samstarfi við utanríkisráðuneytið,“ sagði Sigríður.Vonsvikin með svör ráðherrans Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sem spurði Sigríði út í málið, lýsti yfir vonbrigðum með svör ráðherrans. Þessar aðgerðir hafi verið framkvæmdar af lögreglu og vegabréfaeftirliti sem hvoru tveggja falli undir dómsmálaráðuneytið. „Mér þykir leitt að heyra að helsti yfirmaður dómsmála hér á landi viti ekki um málið. En ég vil ítreka það hver ber ábyrgð á því að lögreglan og vegabréfaeftirlitið, sem heyrir undir hæstvirtan ráðherra, fór í þessar aðgerðir. Og veit hæstvirtur ráðherra hvort viðlíka aðgerðir gagnvart ríkisborgurum annarra landa hafi átt sér stað hér á landi,“ sagði Rósa Björk. Sigríður svaraði því til að þetta mál hafi komið upp mjög nýlega og því hafi hún engar upplýsingar um það. „Ég vona að háttvirtur þingmaður virði mér til vorkunnar að þetta er ekki beint eins og málið liggur á sviði ráðuneytisins, að minnsta kosti ekki enn sem komið er,“ sagði Sigríður.Var í skólaferðalagi Velski kennarinn heitir Juhel Miah og er múslimi frá Swansea. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York 16. febrúar síðastliðinn. Eins og kunnugt er hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sett á ferðabann fólks frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta en viku áður en Miah var meinað að fara til landsins hafði verið sett lögbann á ferðabann Trump. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Að öðru leyti hafa engar skýringar fengist á málinu. Donald Trump Tengdar fréttir Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag. Sigríður segir ekki víst að málið heyri undir íslensk stjórnvöld, líklega sé þetta mál Bandaríkjamanna og Breta. „Ég tók eftir þessum fréttum en mér er ekki kunnugt um hverju þetta sætir [...] Dómsmálaráðuneytinu hefur ekki borist nein skýring á þessu og svo sem ekki verið að óska eftir því enda er ekki endilega víst að þetta heyri undir íslensk stjórnvöld eins og þau eru. En það er væntanlega verið að kanna þetta í einhverju mögulegu samstarfi við utanríkisráðuneytið,“ sagði Sigríður.Vonsvikin með svör ráðherrans Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sem spurði Sigríði út í málið, lýsti yfir vonbrigðum með svör ráðherrans. Þessar aðgerðir hafi verið framkvæmdar af lögreglu og vegabréfaeftirliti sem hvoru tveggja falli undir dómsmálaráðuneytið. „Mér þykir leitt að heyra að helsti yfirmaður dómsmála hér á landi viti ekki um málið. En ég vil ítreka það hver ber ábyrgð á því að lögreglan og vegabréfaeftirlitið, sem heyrir undir hæstvirtan ráðherra, fór í þessar aðgerðir. Og veit hæstvirtur ráðherra hvort viðlíka aðgerðir gagnvart ríkisborgurum annarra landa hafi átt sér stað hér á landi,“ sagði Rósa Björk. Sigríður svaraði því til að þetta mál hafi komið upp mjög nýlega og því hafi hún engar upplýsingar um það. „Ég vona að háttvirtur þingmaður virði mér til vorkunnar að þetta er ekki beint eins og málið liggur á sviði ráðuneytisins, að minnsta kosti ekki enn sem komið er,“ sagði Sigríður.Var í skólaferðalagi Velski kennarinn heitir Juhel Miah og er múslimi frá Swansea. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York 16. febrúar síðastliðinn. Eins og kunnugt er hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sett á ferðabann fólks frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta en viku áður en Miah var meinað að fara til landsins hafði verið sett lögbann á ferðabann Trump. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Að öðru leyti hafa engar skýringar fengist á málinu.
Donald Trump Tengdar fréttir Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31
Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36