Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 13:31 Juhel Miah. Skjáskot/BBC Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. Miah er múslimi og frá Swansea í Wales. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York. Miah átti að ferðast með flugvél Icelandair en var vísað frá borði rétt fyrir brottför. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist engar skýringar hafa á því hvers vegna manninum hafi verið meinað að ferðast til Bandaríkjanna. „Við höfum ekki grænan grun hvað olli þessu eða hvort þetta tengist eitthvað þessu Trump banni. Þetta bara kemur og við erum enginn aðili að þessu nema að það þarf að segja manninum frá þessum,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og er meðal annars rætt við Miah í fréttum Channel 4. Brot úr viðtali Andy Davies við Miah má sjá hér fyrir neðan. „Það eina sem ég vil vita er hvort að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Ef svo er þá vil ég bara vita það. En ef þetta er meira en það, og ég vona að svo sé ekki, þá vil ég fá útskýringu á því hvers vegna ég mátti ekki ferðast. Það er mitt markmið og þannig vil ég að þetta endi. Ég vona að þetta komi ekki fyrir neinn annan. Ég vil ekki að neinn þurfi að ganga í gegnum það sem ég mátti þola,“ segir Miah.'I'd hate it to happen to anyone else'. Teacher Juhel Miah, from Swansea, on being stopped in Iceland from flying to US #c4news pic.twitter.com/7F36G7nK3B— Andy Davies (@adavies4) February 21, 2017 Einnig er rætt við Miah á BBC. „Mér dettur ekki í hug nein ástæða fyrir því að þeir vilja mig ekki um borð, fyrir utan kannski að ég er Múslimi,“ segir Miah við BBC. „Allir litu á mig eins og ég hefði gert eitthvað af mér. Ég spurði ítrekað hvers vegna væri verið að vísa mér frá borði en fékk engin svör.“ Breska sendiráðið á Íslandi gat ekki gefið neinar upplýsingar vegna málsins. Hjá bandaríska sendiráðinu hér á landi fengust þær upplýsingar að best væri að hafa samband við skrifstofu almannavarna Bandaríkjanna (Homeland Security) í London. Enn hefur ekki borist svar þaðan við skriflegri fyrirspurn fréttastofu um mál Miah. Tengdar fréttir Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. Miah er múslimi og frá Swansea í Wales. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York. Miah átti að ferðast með flugvél Icelandair en var vísað frá borði rétt fyrir brottför. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist engar skýringar hafa á því hvers vegna manninum hafi verið meinað að ferðast til Bandaríkjanna. „Við höfum ekki grænan grun hvað olli þessu eða hvort þetta tengist eitthvað þessu Trump banni. Þetta bara kemur og við erum enginn aðili að þessu nema að það þarf að segja manninum frá þessum,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og er meðal annars rætt við Miah í fréttum Channel 4. Brot úr viðtali Andy Davies við Miah má sjá hér fyrir neðan. „Það eina sem ég vil vita er hvort að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Ef svo er þá vil ég bara vita það. En ef þetta er meira en það, og ég vona að svo sé ekki, þá vil ég fá útskýringu á því hvers vegna ég mátti ekki ferðast. Það er mitt markmið og þannig vil ég að þetta endi. Ég vona að þetta komi ekki fyrir neinn annan. Ég vil ekki að neinn þurfi að ganga í gegnum það sem ég mátti þola,“ segir Miah.'I'd hate it to happen to anyone else'. Teacher Juhel Miah, from Swansea, on being stopped in Iceland from flying to US #c4news pic.twitter.com/7F36G7nK3B— Andy Davies (@adavies4) February 21, 2017 Einnig er rætt við Miah á BBC. „Mér dettur ekki í hug nein ástæða fyrir því að þeir vilja mig ekki um borð, fyrir utan kannski að ég er Múslimi,“ segir Miah við BBC. „Allir litu á mig eins og ég hefði gert eitthvað af mér. Ég spurði ítrekað hvers vegna væri verið að vísa mér frá borði en fékk engin svör.“ Breska sendiráðið á Íslandi gat ekki gefið neinar upplýsingar vegna málsins. Hjá bandaríska sendiráðinu hér á landi fengust þær upplýsingar að best væri að hafa samband við skrifstofu almannavarna Bandaríkjanna (Homeland Security) í London. Enn hefur ekki borist svar þaðan við skriflegri fyrirspurn fréttastofu um mál Miah.
Tengdar fréttir Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36
Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59