Með Ólympíuleika í föðurlandinu í sigtinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. febrúar 2017 06:00 Sveinbjörn ætlar sér að gera atlögu að því að vinna sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum 2020. vísir/anton „Það hefur verið draumur minn lengi að keppa á Ólympíuleikum. Og ég vil láta hann rætast með því að keppa á leikunum í Tókýó árið 2020, fæðingarlandi mínu,“ segir Sveinbjörn Jun Iura, margfaldur Íslandsmeistari í júdó, sem hefur sett markið hátt. Sveinbjörn er 27 ára en byrjaði þó ekki að æfa íþróttina fyrr en átján ára. Hann hefur þó ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans, Yoshihiko, er margreyndur þjálfari í júdó og hefur starfað hér á landi frá 1994. Enn þann dag í dag starfar hann við þjálfun, bæði á Íslandi og um allan heim. „Pabbi hefur kennt mér vel enda búinn að vera lengi í þessu. Hann er áttundi dan, hefur kennt í Japan og var um tíma landsliðsþjálfari Túnis. Hann ferðast oft um heiminn til að kenna tækniæfingar,“ útskýrir Sveinbjörn.Valdi ungur bolta Móðir Sveinbjörns er íslensk en hann fæddist í Japan. Eftir að fjölskyldan flutti til Íslands og Sveinbjörn byrjaði að æfa íþróttir urðu handbolti og fótbolti fyrir valinu. „Ég var í boltanum eins og allir aðrir íslenskir krakkar. Ég uppgötvaði júdó þegar ég fékk leiða á hinu. Pabbi þrýsti aldrei á mig að æfa júdó. En ég kolféll fyrir íþróttinni strax á minni fyrstu æfingu, átján ára,“ segir Sveinbjörn. Hann viðurkennir að hann sjái stundum eftir því að hafa ekki byrjað fyrr. „En ég hugsa ekki um það núorðið. Ég reyni frekar að gera það besta úr hverjum degi.“Brons á sterku móti Sveinbjörn gerði atlögu að því að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó í fyrra. Hann náði að koma sér inn á lista hundrað efstu manna á heimslistanum í hans þyngdarflokki, -81 kg. „Það er mjög erfitt að komast inn og sérstaklega í mínum þyngdarflokki þar sem samkeppnin er mjög mikil. En ég sá að ég gat þetta. Það vantaði bara upp á reynsluna sem ég bý að núna. Hún mun hjálpa mér mikið á komandi mótum.“ Um helgina keppti hann á sterku móti í Danmörku þar sem hann vann til bronsverðlauna. „Ég var mjög ánægður með það því að það voru keppendur á mótinu frá sterkasta háskólanum í Japan. Ég náði líka að vinna mjög sterkan Svía sem hefur náð frábærum árangri á alþjóðavettvangi.“Þarf sterka bakhjarla Sveinbjörn þarf eins og aðrir að safna punktum á alþjóðlegum mótum til að komast á leikana í Tókýó. Til þess þarf hann að ferðast um allan heim til að keppa á mótum með tilheyrandi kostnaði. Þar sem það er enn langt í Ólympíuleikana er Sveinbjörn að huga að öðrum verkefnum, svo sem Smáþjóðaleikunum í San Marínó í vor. En hann stefnir einnig á æfingabúðir ytra og önnur alþjóðleg mót. „Það er alltaf basl að láta enda ná saman. Til þess þarf sterka bakhjarla. Það er mikið undir því komið að það gangi allt saman upp,“ segir Sveinbjörn að lokum. Aðrar íþróttir Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira
„Það hefur verið draumur minn lengi að keppa á Ólympíuleikum. Og ég vil láta hann rætast með því að keppa á leikunum í Tókýó árið 2020, fæðingarlandi mínu,“ segir Sveinbjörn Jun Iura, margfaldur Íslandsmeistari í júdó, sem hefur sett markið hátt. Sveinbjörn er 27 ára en byrjaði þó ekki að æfa íþróttina fyrr en átján ára. Hann hefur þó ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans, Yoshihiko, er margreyndur þjálfari í júdó og hefur starfað hér á landi frá 1994. Enn þann dag í dag starfar hann við þjálfun, bæði á Íslandi og um allan heim. „Pabbi hefur kennt mér vel enda búinn að vera lengi í þessu. Hann er áttundi dan, hefur kennt í Japan og var um tíma landsliðsþjálfari Túnis. Hann ferðast oft um heiminn til að kenna tækniæfingar,“ útskýrir Sveinbjörn.Valdi ungur bolta Móðir Sveinbjörns er íslensk en hann fæddist í Japan. Eftir að fjölskyldan flutti til Íslands og Sveinbjörn byrjaði að æfa íþróttir urðu handbolti og fótbolti fyrir valinu. „Ég var í boltanum eins og allir aðrir íslenskir krakkar. Ég uppgötvaði júdó þegar ég fékk leiða á hinu. Pabbi þrýsti aldrei á mig að æfa júdó. En ég kolféll fyrir íþróttinni strax á minni fyrstu æfingu, átján ára,“ segir Sveinbjörn. Hann viðurkennir að hann sjái stundum eftir því að hafa ekki byrjað fyrr. „En ég hugsa ekki um það núorðið. Ég reyni frekar að gera það besta úr hverjum degi.“Brons á sterku móti Sveinbjörn gerði atlögu að því að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó í fyrra. Hann náði að koma sér inn á lista hundrað efstu manna á heimslistanum í hans þyngdarflokki, -81 kg. „Það er mjög erfitt að komast inn og sérstaklega í mínum þyngdarflokki þar sem samkeppnin er mjög mikil. En ég sá að ég gat þetta. Það vantaði bara upp á reynsluna sem ég bý að núna. Hún mun hjálpa mér mikið á komandi mótum.“ Um helgina keppti hann á sterku móti í Danmörku þar sem hann vann til bronsverðlauna. „Ég var mjög ánægður með það því að það voru keppendur á mótinu frá sterkasta háskólanum í Japan. Ég náði líka að vinna mjög sterkan Svía sem hefur náð frábærum árangri á alþjóðavettvangi.“Þarf sterka bakhjarla Sveinbjörn þarf eins og aðrir að safna punktum á alþjóðlegum mótum til að komast á leikana í Tókýó. Til þess þarf hann að ferðast um allan heim til að keppa á mótum með tilheyrandi kostnaði. Þar sem það er enn langt í Ólympíuleikana er Sveinbjörn að huga að öðrum verkefnum, svo sem Smáþjóðaleikunum í San Marínó í vor. En hann stefnir einnig á æfingabúðir ytra og önnur alþjóðleg mót. „Það er alltaf basl að láta enda ná saman. Til þess þarf sterka bakhjarla. Það er mikið undir því komið að það gangi allt saman upp,“ segir Sveinbjörn að lokum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira