"Einstök stund að lyfta bikar í höllinni“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. febrúar 2017 13:45 Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, og Margrét Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Selfoss, með bikarinn sem er í boði um helgina. vísir/anton brink Undanúrslitin í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöll í dag. Fyrri leikurinn hefst klukkan 17.15 en þar eigast við Stjarnan og Selfoss. Gengi liðanna á tímabilinu hefur verið heldur betur misjafnt. Stjarnan berst um efsta sæti Olís-deildarinnar við Fram á meðan Selfoss hefur ollið miklum vonbrigðum eftir uppbyggingu síðustu ára og er í næsta neðsta sæti. Stjarnan er mikið bikarlið, bæði í kvenna- og karlaflokki, eins og sást í fyrra þegar Garðabæjarstúlkur gerðu sér lítið fyrir og unnu Gróttu í úrslitum sem átti ekki að vera hægt. „Bikarlið er það er sem við viljum vera og höfum verið að berjast um marga titla síðustu ár. Loksins í fyrra náðum við honum og það gerir ekkert annað en að hjálpa okkur í ár,“ segir Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar. „Reynsla hjálpar alltaf til. Ungu stelpurnar hjá okkur fengu að upplifa hversu skemmtilegt þetta er í fyrra. Það er alveg einstök stund að vera í Höllinni og lyfta bikar fyrir framan fjölskyldu og vini og alla stúkuna. Þetta er tilfinning sem við viljum allar upplifa aftur og munum gera allt til þess að það verði að veruleika,“ segir Sólveig Lára.Þrátt fyrir að vera Davíð í viðureign morgundagsins eru stúlkurnar í Selfossi brattar. Þær eru búnar að tapa þrisvar sinnum fyrir Stjörnunni í deildinni í vetur en síðast þegar liðin mættust 11. febrúar munaði aðeins þremur mörkum á liðunum. „Við getum verið stórhættulegar þegar við erum upp á okkar besta þannig að þetta verður hörkuleikur á fimmtudaginn og við erum tilbúnar,“ segir Margrét Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Selfoss. „Eins og hefur sést í deildinni erum við bara að tapa með einu til tveimur mörkum. Þetta eru bara smáatriðin þannig ef við lögum þau þá vinnum við leikinn.“ Mikil stemning er á Selfossi fyrir leiknum enda í fyrsta sinn sem Selfyssingar mæta í Höllina í kvennaflokki. Búist er við miklum fjölda áhorfenda úr mjólkurbænum. „Við erum búnar að safna öllum á Selfossi til að koma og styðja við bakið á okkur. Það verður bara Selfoss í stúkunni. Við höfum engar áhyggjur af þessu þó þetta sé nýtt fyrir okkur og flesta í liðinu,“ segir Margrét Katrín Jónsdóttir. Íslenski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Undanúrslitin í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöll í dag. Fyrri leikurinn hefst klukkan 17.15 en þar eigast við Stjarnan og Selfoss. Gengi liðanna á tímabilinu hefur verið heldur betur misjafnt. Stjarnan berst um efsta sæti Olís-deildarinnar við Fram á meðan Selfoss hefur ollið miklum vonbrigðum eftir uppbyggingu síðustu ára og er í næsta neðsta sæti. Stjarnan er mikið bikarlið, bæði í kvenna- og karlaflokki, eins og sást í fyrra þegar Garðabæjarstúlkur gerðu sér lítið fyrir og unnu Gróttu í úrslitum sem átti ekki að vera hægt. „Bikarlið er það er sem við viljum vera og höfum verið að berjast um marga titla síðustu ár. Loksins í fyrra náðum við honum og það gerir ekkert annað en að hjálpa okkur í ár,“ segir Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar. „Reynsla hjálpar alltaf til. Ungu stelpurnar hjá okkur fengu að upplifa hversu skemmtilegt þetta er í fyrra. Það er alveg einstök stund að vera í Höllinni og lyfta bikar fyrir framan fjölskyldu og vini og alla stúkuna. Þetta er tilfinning sem við viljum allar upplifa aftur og munum gera allt til þess að það verði að veruleika,“ segir Sólveig Lára.Þrátt fyrir að vera Davíð í viðureign morgundagsins eru stúlkurnar í Selfossi brattar. Þær eru búnar að tapa þrisvar sinnum fyrir Stjörnunni í deildinni í vetur en síðast þegar liðin mættust 11. febrúar munaði aðeins þremur mörkum á liðunum. „Við getum verið stórhættulegar þegar við erum upp á okkar besta þannig að þetta verður hörkuleikur á fimmtudaginn og við erum tilbúnar,“ segir Margrét Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Selfoss. „Eins og hefur sést í deildinni erum við bara að tapa með einu til tveimur mörkum. Þetta eru bara smáatriðin þannig ef við lögum þau þá vinnum við leikinn.“ Mikil stemning er á Selfossi fyrir leiknum enda í fyrsta sinn sem Selfyssingar mæta í Höllina í kvennaflokki. Búist er við miklum fjölda áhorfenda úr mjólkurbænum. „Við erum búnar að safna öllum á Selfossi til að koma og styðja við bakið á okkur. Það verður bara Selfoss í stúkunni. Við höfum engar áhyggjur af þessu þó þetta sé nýtt fyrir okkur og flesta í liðinu,“ segir Margrét Katrín Jónsdóttir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira