„Vonandi kom þetta spark í afturendann á réttum tíma“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. febrúar 2017 14:30 María Karlsdóttir, fyrirliði Hauka, og Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, með bikarinn sem liðin berjast um þessa helgina. vísir/anton brink Undanúrslitin í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöll í dag. Seinni leikurinn hefst klukkan 19.30 en þar eigast við Haukar og Fram. Fram er í heildina búið að vera besta liðið í vetur en það trónir á toppnum í Olís-deildinni með 27 stig og tapaði ekki leik fyrr en í byrjun febrúar. Þá tapaði liðið tveimur í röð en seinni tapleikurinn var einmitt á móti Haukum sem eru í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig. „Við vissum að það yrði erfitt að fara í gegnum deildina taplausar. Við vorum ekki að spila nógu vel og vorum ólíkar sjálfum okkur. Vonandi kom þetta spark í afturendann á réttum tíma þannig við getum nýtt okkur þetta inn í bikarhelgina,“ segir Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram sem sýndi styrk sinn í síðustu umferð þegar liðið rústaði Gróttu. „Við vorum staðráðnar í að fá sjálfstraustið aftur upp fyrir bikarhelgina og við náðum því þokkalega. Þetta snerist fyrst og fremst um okkur. Við vorum bara lélegar og ólíkar sjálfum okkur. Við þurfum svolítið að einblína á okkur og fara yfir okkar leik og hvað við getum gert betur í staðinn fyrir að hugsa um hvað Haukarnir gera,“ segir Steinunn.Haukarnir ætluðu sér að vinna deildarleikinn gegn Fram til að sýna sjálfum sér að það er hægt. María Karlsdóttir, fyrirlið Hauka, gerir ekki lítið úr mikilvægi sigursins. „Þetta var mjög mikilvægt. Við töluðum um fyrir þann leik að við vildum sýna að það er hægt að vinna og fram og að við getum unnið þær,“ segir María. „Við mættum í þann leik alveg brjálaðar og með það hugarfar að spila góðan leik og þar af leiðandi vinna Fram. Við einbeitum okkur að okkur og að spila okkar leik. Við viljum mæta með stemninguna í lagi.“ Haukarnir eru búnir að mæta í Höllina öll fjögur árin sem spilar hefur verið með „Final Four“-fyrirkomulaginu en aldrei hefur liðinu tekist að komast í úrslitaleikinn sjálfan. „Við erum ekkert búnar að greina þetta þannig lagað en það er rétt að undanfarin fjögur ár höfum við stoppað í undanúrslitunum. Liðið hefur svo sem breyst á milli ára en það er klárlega þröskuldur sem við þurfum að komast yfir,“ segir María Karlsdóttir. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir "Einstök stund að lyfta bikar í höllinni“ Bikarmeistarar Stjörnunnar mæta Selfossi í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll í dag. 23. febrúar 2017 13:45 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
Undanúrslitin í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöll í dag. Seinni leikurinn hefst klukkan 19.30 en þar eigast við Haukar og Fram. Fram er í heildina búið að vera besta liðið í vetur en það trónir á toppnum í Olís-deildinni með 27 stig og tapaði ekki leik fyrr en í byrjun febrúar. Þá tapaði liðið tveimur í röð en seinni tapleikurinn var einmitt á móti Haukum sem eru í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig. „Við vissum að það yrði erfitt að fara í gegnum deildina taplausar. Við vorum ekki að spila nógu vel og vorum ólíkar sjálfum okkur. Vonandi kom þetta spark í afturendann á réttum tíma þannig við getum nýtt okkur þetta inn í bikarhelgina,“ segir Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram sem sýndi styrk sinn í síðustu umferð þegar liðið rústaði Gróttu. „Við vorum staðráðnar í að fá sjálfstraustið aftur upp fyrir bikarhelgina og við náðum því þokkalega. Þetta snerist fyrst og fremst um okkur. Við vorum bara lélegar og ólíkar sjálfum okkur. Við þurfum svolítið að einblína á okkur og fara yfir okkar leik og hvað við getum gert betur í staðinn fyrir að hugsa um hvað Haukarnir gera,“ segir Steinunn.Haukarnir ætluðu sér að vinna deildarleikinn gegn Fram til að sýna sjálfum sér að það er hægt. María Karlsdóttir, fyrirlið Hauka, gerir ekki lítið úr mikilvægi sigursins. „Þetta var mjög mikilvægt. Við töluðum um fyrir þann leik að við vildum sýna að það er hægt að vinna og fram og að við getum unnið þær,“ segir María. „Við mættum í þann leik alveg brjálaðar og með það hugarfar að spila góðan leik og þar af leiðandi vinna Fram. Við einbeitum okkur að okkur og að spila okkar leik. Við viljum mæta með stemninguna í lagi.“ Haukarnir eru búnir að mæta í Höllina öll fjögur árin sem spilar hefur verið með „Final Four“-fyrirkomulaginu en aldrei hefur liðinu tekist að komast í úrslitaleikinn sjálfan. „Við erum ekkert búnar að greina þetta þannig lagað en það er rétt að undanfarin fjögur ár höfum við stoppað í undanúrslitunum. Liðið hefur svo sem breyst á milli ára en það er klárlega þröskuldur sem við þurfum að komast yfir,“ segir María Karlsdóttir.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir "Einstök stund að lyfta bikar í höllinni“ Bikarmeistarar Stjörnunnar mæta Selfossi í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll í dag. 23. febrúar 2017 13:45 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
"Einstök stund að lyfta bikar í höllinni“ Bikarmeistarar Stjörnunnar mæta Selfossi í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll í dag. 23. febrúar 2017 13:45