Telur að hlutabréf Icelandair séu undirverðlögð Haraldur Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2017 11:37 Svört afkomuviðvörun Icelandair Group í byrjun mánaðarins leiddi til mikillar lækkunar á hlutabréfaverði flugfélagsins. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Arion banka telur að hlutabréf í Icelandair Group séu undirverðlögð þessa stundina. Í nýju verðmati deildarinnar eru bréfin metin á 19 krónur á hlut en þau standa nú í 16,3 krónum í Kauphöll Íslands. Þetta kemur fram í verðmatinu sem Vísir hefur undir höndum. Í því er bent á að þótt flugfélög eigi það til að jafna sig fyrr á sveiflum í þeirra starfsemi sé óljóst á þessum tímapunkti nákvæmlega hvenær Icelandair flýgur í gegnum sína erfiðleika. Það sé aftur á móti líklegra að flugfélagið komist úr þeim mótvindi sem hefur leitt til þess að hlutabréfin hafa fallið í verði um 26 prósent frá síðustu mánaðamótum. Starfsmenn greiningardeildarinnar segja aftur á móti að ekki megi vanmeta óvissuna í alþjóðastjórnmálum og möguleg áhrif ferðabanns Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Það hafi og muni áfram hafa mikil áhrif á áhuga fólks á að ferðast til Ameríku. Fréttir um allt að 20 prósenta samdrátt í sölu á ferðum til Bandaríkjanna berist nú nú á sama tíma og bókunum hefur fækkað hjá Icelandair. Greiningardeildin teiknar upp þrjár ólíkar sviðsmyndir um hvernig næstu vikur og mánuðir í rekstri félagsins gætu haft áhrif á verð bréfanna. Tvær þeirra gera ráð fyrir að þau séu undirverðlögð en í þeirri þriðju er bent á að framtíð flugfélagsins er lituð mikilli óvissu næstu tólf til átján mánuði. Fjárfestar eigi meðal annars að fylgjast vel með þróun í gengi krónunnar og ólíuverði og sýnileika flugfélagsins í leitarvélum. Spáir deildin því að krónan muni styrkjast um allt að tíu prósent á þessu ári. Donald Trump Tengdar fréttir Icelandair eina fyrirtækið sem lækkaði Hlutabréf í Icelandair Group lækkuðu í verði um 0,5 prósent í dag í 1,5 milljarða króna viðskiptum. 13. febrúar 2017 17:17 Lykilmaður hjá Icelandair seldi bréf fyrir 130 milljónir Framkvæmdastjóri hjá Icelandair Group seldi hlutabréf í fyrirtækinu í byrjun september. Markaðsvirði bréfanna hefur síðan þá lækkað um 40 prósent. Þremur vikum síðar seldi stjórnarmaður í félaginu. 10. febrúar 2017 04:30 Bandarískir fjárfestingasjóðir með tvö prósent í Icelandair Fjórir bandarískir fjárfestingasjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance eiga í dag samanlagt rúmlega tvö prósent eignarhlut í Icelandair Group. 15. febrúar 2017 08:08 Finnur Reyr og Tómas tefla fram sínum manni í stjórnarkjöri Icelandair Finnur Reyr og Tómas standa meðal annars að baki félagi í eigu fjögurra fjárfesta sem á skömmum tíma hefur eignast um 1,5 prósent í Icelandair. Þeir tefla fram Ómari Benediktssyni í komandi stjórnarkjöri. 23. febrúar 2017 07:15 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Greiningardeild Arion banka telur að hlutabréf í Icelandair Group séu undirverðlögð þessa stundina. Í nýju verðmati deildarinnar eru bréfin metin á 19 krónur á hlut en þau standa nú í 16,3 krónum í Kauphöll Íslands. Þetta kemur fram í verðmatinu sem Vísir hefur undir höndum. Í því er bent á að þótt flugfélög eigi það til að jafna sig fyrr á sveiflum í þeirra starfsemi sé óljóst á þessum tímapunkti nákvæmlega hvenær Icelandair flýgur í gegnum sína erfiðleika. Það sé aftur á móti líklegra að flugfélagið komist úr þeim mótvindi sem hefur leitt til þess að hlutabréfin hafa fallið í verði um 26 prósent frá síðustu mánaðamótum. Starfsmenn greiningardeildarinnar segja aftur á móti að ekki megi vanmeta óvissuna í alþjóðastjórnmálum og möguleg áhrif ferðabanns Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Það hafi og muni áfram hafa mikil áhrif á áhuga fólks á að ferðast til Ameríku. Fréttir um allt að 20 prósenta samdrátt í sölu á ferðum til Bandaríkjanna berist nú nú á sama tíma og bókunum hefur fækkað hjá Icelandair. Greiningardeildin teiknar upp þrjár ólíkar sviðsmyndir um hvernig næstu vikur og mánuðir í rekstri félagsins gætu haft áhrif á verð bréfanna. Tvær þeirra gera ráð fyrir að þau séu undirverðlögð en í þeirri þriðju er bent á að framtíð flugfélagsins er lituð mikilli óvissu næstu tólf til átján mánuði. Fjárfestar eigi meðal annars að fylgjast vel með þróun í gengi krónunnar og ólíuverði og sýnileika flugfélagsins í leitarvélum. Spáir deildin því að krónan muni styrkjast um allt að tíu prósent á þessu ári.
Donald Trump Tengdar fréttir Icelandair eina fyrirtækið sem lækkaði Hlutabréf í Icelandair Group lækkuðu í verði um 0,5 prósent í dag í 1,5 milljarða króna viðskiptum. 13. febrúar 2017 17:17 Lykilmaður hjá Icelandair seldi bréf fyrir 130 milljónir Framkvæmdastjóri hjá Icelandair Group seldi hlutabréf í fyrirtækinu í byrjun september. Markaðsvirði bréfanna hefur síðan þá lækkað um 40 prósent. Þremur vikum síðar seldi stjórnarmaður í félaginu. 10. febrúar 2017 04:30 Bandarískir fjárfestingasjóðir með tvö prósent í Icelandair Fjórir bandarískir fjárfestingasjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance eiga í dag samanlagt rúmlega tvö prósent eignarhlut í Icelandair Group. 15. febrúar 2017 08:08 Finnur Reyr og Tómas tefla fram sínum manni í stjórnarkjöri Icelandair Finnur Reyr og Tómas standa meðal annars að baki félagi í eigu fjögurra fjárfesta sem á skömmum tíma hefur eignast um 1,5 prósent í Icelandair. Þeir tefla fram Ómari Benediktssyni í komandi stjórnarkjöri. 23. febrúar 2017 07:15 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Icelandair eina fyrirtækið sem lækkaði Hlutabréf í Icelandair Group lækkuðu í verði um 0,5 prósent í dag í 1,5 milljarða króna viðskiptum. 13. febrúar 2017 17:17
Lykilmaður hjá Icelandair seldi bréf fyrir 130 milljónir Framkvæmdastjóri hjá Icelandair Group seldi hlutabréf í fyrirtækinu í byrjun september. Markaðsvirði bréfanna hefur síðan þá lækkað um 40 prósent. Þremur vikum síðar seldi stjórnarmaður í félaginu. 10. febrúar 2017 04:30
Bandarískir fjárfestingasjóðir með tvö prósent í Icelandair Fjórir bandarískir fjárfestingasjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance eiga í dag samanlagt rúmlega tvö prósent eignarhlut í Icelandair Group. 15. febrúar 2017 08:08
Finnur Reyr og Tómas tefla fram sínum manni í stjórnarkjöri Icelandair Finnur Reyr og Tómas standa meðal annars að baki félagi í eigu fjögurra fjárfesta sem á skömmum tíma hefur eignast um 1,5 prósent í Icelandair. Þeir tefla fram Ómari Benediktssyni í komandi stjórnarkjöri. 23. febrúar 2017 07:15
Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09