Borgun sinnti ekki tilmælum FME um að slíta samningum við "vafasöm“ fyrirtæki Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. febrúar 2017 19:00 Áður en Fjármálaeftirlitið kærði Borgun hf. til héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti hafði eftirlitið beint þeim tilmælum til Borgunar að slíta sambandi við viðskiptavini sem höfðu ekki verið kannaðir með tilliti til áreiðanleika. Borgun sinnti ekki þessum kröfum FME og því var málinu vísað til saksóknara. Fjármálaeftirlitið sendi á föstudag frá sér tilkynningu um niðurstöðu athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Borgun hf. Fram kemur í tilkynningu FME að stofnunin í kjölfarið farið fram á að Borgun hf. myndi slíta viðskiptasambandi við fyrirtæki sem hefðu ekki verið könnuð en í tilkynningunni segir: „krafðist Fjármálaeftirlitið þess að Borgun hf. bindi án tafar enda á viðskiptasamband við þá 10 viðskiptamenn, sem Borgun hf. væri enn í viðskiptasambandi við, enda hefðu verið verulegir annmarkar á könnun Borgunar hf. á áreiðanleika upplýsinga um þá.“ Þetta gerði Borgun ekki og því var FME nauðbeygður sá kostur að vísa málinu til héraðssaksóknara. Stjórnendur Borgunar byggja hins vegar á því að FME sé að beita of þröngum lögskýringum í málinu og þess vegna hafi fyrirtækið ekki brugðist við, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. FME gerði líka athugasemdir við að Borgun hefði ekki gripið til ráðstafana til að sinna rannsóknarskyldu vegna viðskipta sem grunur leikur á að megi rekja til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka vegna færsluhirðingar félagsins erlendis. Þá sá Borgun ekki til þess að starfsmenn fyrirtækisins fengju þjálfun í aðgerðum gegn peningaþvætti og vanræktu þannig lagaskyldur sínar hvað það varðar.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari.Vísir/GVAFormleg rannsókn innan skamms Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti í dag að tilkynning hefði borist frá FME og embætti hans myndi ná hefja rannsókn á málinu. Eftir að málið kom fyrst upp á borði FME auglýsti Borgun eftir regluverði til að ráða til starfa. Svo virðist sem enginn regluvörður hafi verið til staðar í fyrirtækinu fram að þeim tímapunkti til að passa upp á að fyrirtækið bryti ekki lög. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu skrifast mistök Borgunar á að félagið reiddi sig á þjónustu verktakafyrirtækis við áreiðanleikakönnun á viðskiptavinum sínum í Bretlandi. Ekki hafa hins vegar fengist skýringar á því hvers vegna Borgun komst gegnum nálarauga FME með 3 viðskiptavini sína í útlöndum sem kannaðir voru en ekki hina 13. Þá hafa heldur ekki fengist skýringar á því hvers vegna Borgun hf. sinnti ekki kröfum FME um að slíta viðskiptasambandi við fyrirtækin sem höfðu ekki verið könnuð með tilliti til áreiðanleika. Haukur Oddsson forstjóri Borgunar heyrði fyrst af málinu í fjölmiðlum en hann var staddur erlendis þegar fréttastofan náði tali af honum í dag. Hann var ekki í aðstöðu til að tjá sig þegar eftir því var leitað. Borgun hf. hefur verið mikið í kastljósi fjölmiðla á undanförnum árum eftir að í ljós kom að nýir hluthafar fyrirtækisins högnuðust um háar fjárhæðir eftir kaup á hlut ríkisbankans Landsbankans í fyrirtækinu. Landsbankinn hefur höfðað mál til að krefjast leiðréttingar á kaupverðinu á hlutabréfunum í Borgun en bankinn sakar stjórnendur Borgunar og kaupendur um að hafa blekkt sig í viðskiptunum með því að leyna mikilvægum upplýsingum um verðmæti Borgunar í söluferlinu. Það sem er ennþá áhugaverðara í því sambandi er að í greinargerð sem Landsbankinn vann um Borgunarmálið komu fram áhyggjur stjórnenda Landsbankans á því að stórir viðskiptavinir Borgunar erlendis hefðu ekki verið kannaðir. RÚV rifjaði fyrst upp þessa hlið málsins fyrr í dag. Borgun hf. rýmkaði þannig viljandi aðferðafræði um áreiðanleikakönnun viðskiptavina erlendis til að ná fleiri fyrirtækjum í viðskipti. Þannig komu í viðskipti til fyrirtækins aðilar sem Landsbankinn taldi að gætu verið vafasamir. Það var mat bankans að þeirri starfsemi fylgdi veruleg áhætta og að líkur væru á því að hún gæti leitt til tjóns hjá Borgun og skaðað orðspor Landsbankans. Svo virðist sem það mat stjórnenda Landsbankans hafi verið rétt. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Áður en Fjármálaeftirlitið kærði Borgun hf. til héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti hafði eftirlitið beint þeim tilmælum til Borgunar að slíta sambandi við viðskiptavini sem höfðu ekki verið kannaðir með tilliti til áreiðanleika. Borgun sinnti ekki þessum kröfum FME og því var málinu vísað til saksóknara. Fjármálaeftirlitið sendi á föstudag frá sér tilkynningu um niðurstöðu athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Borgun hf. Fram kemur í tilkynningu FME að stofnunin í kjölfarið farið fram á að Borgun hf. myndi slíta viðskiptasambandi við fyrirtæki sem hefðu ekki verið könnuð en í tilkynningunni segir: „krafðist Fjármálaeftirlitið þess að Borgun hf. bindi án tafar enda á viðskiptasamband við þá 10 viðskiptamenn, sem Borgun hf. væri enn í viðskiptasambandi við, enda hefðu verið verulegir annmarkar á könnun Borgunar hf. á áreiðanleika upplýsinga um þá.“ Þetta gerði Borgun ekki og því var FME nauðbeygður sá kostur að vísa málinu til héraðssaksóknara. Stjórnendur Borgunar byggja hins vegar á því að FME sé að beita of þröngum lögskýringum í málinu og þess vegna hafi fyrirtækið ekki brugðist við, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. FME gerði líka athugasemdir við að Borgun hefði ekki gripið til ráðstafana til að sinna rannsóknarskyldu vegna viðskipta sem grunur leikur á að megi rekja til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka vegna færsluhirðingar félagsins erlendis. Þá sá Borgun ekki til þess að starfsmenn fyrirtækisins fengju þjálfun í aðgerðum gegn peningaþvætti og vanræktu þannig lagaskyldur sínar hvað það varðar.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari.Vísir/GVAFormleg rannsókn innan skamms Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti í dag að tilkynning hefði borist frá FME og embætti hans myndi ná hefja rannsókn á málinu. Eftir að málið kom fyrst upp á borði FME auglýsti Borgun eftir regluverði til að ráða til starfa. Svo virðist sem enginn regluvörður hafi verið til staðar í fyrirtækinu fram að þeim tímapunkti til að passa upp á að fyrirtækið bryti ekki lög. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu skrifast mistök Borgunar á að félagið reiddi sig á þjónustu verktakafyrirtækis við áreiðanleikakönnun á viðskiptavinum sínum í Bretlandi. Ekki hafa hins vegar fengist skýringar á því hvers vegna Borgun komst gegnum nálarauga FME með 3 viðskiptavini sína í útlöndum sem kannaðir voru en ekki hina 13. Þá hafa heldur ekki fengist skýringar á því hvers vegna Borgun hf. sinnti ekki kröfum FME um að slíta viðskiptasambandi við fyrirtækin sem höfðu ekki verið könnuð með tilliti til áreiðanleika. Haukur Oddsson forstjóri Borgunar heyrði fyrst af málinu í fjölmiðlum en hann var staddur erlendis þegar fréttastofan náði tali af honum í dag. Hann var ekki í aðstöðu til að tjá sig þegar eftir því var leitað. Borgun hf. hefur verið mikið í kastljósi fjölmiðla á undanförnum árum eftir að í ljós kom að nýir hluthafar fyrirtækisins högnuðust um háar fjárhæðir eftir kaup á hlut ríkisbankans Landsbankans í fyrirtækinu. Landsbankinn hefur höfðað mál til að krefjast leiðréttingar á kaupverðinu á hlutabréfunum í Borgun en bankinn sakar stjórnendur Borgunar og kaupendur um að hafa blekkt sig í viðskiptunum með því að leyna mikilvægum upplýsingum um verðmæti Borgunar í söluferlinu. Það sem er ennþá áhugaverðara í því sambandi er að í greinargerð sem Landsbankinn vann um Borgunarmálið komu fram áhyggjur stjórnenda Landsbankans á því að stórir viðskiptavinir Borgunar erlendis hefðu ekki verið kannaðir. RÚV rifjaði fyrst upp þessa hlið málsins fyrr í dag. Borgun hf. rýmkaði þannig viljandi aðferðafræði um áreiðanleikakönnun viðskiptavina erlendis til að ná fleiri fyrirtækjum í viðskipti. Þannig komu í viðskipti til fyrirtækins aðilar sem Landsbankinn taldi að gætu verið vafasamir. Það var mat bankans að þeirri starfsemi fylgdi veruleg áhætta og að líkur væru á því að hún gæti leitt til tjóns hjá Borgun og skaðað orðspor Landsbankans. Svo virðist sem það mat stjórnenda Landsbankans hafi verið rétt.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira