Borgun sinnti ekki tilmælum FME um að slíta samningum við "vafasöm“ fyrirtæki Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. febrúar 2017 19:00 Áður en Fjármálaeftirlitið kærði Borgun hf. til héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti hafði eftirlitið beint þeim tilmælum til Borgunar að slíta sambandi við viðskiptavini sem höfðu ekki verið kannaðir með tilliti til áreiðanleika. Borgun sinnti ekki þessum kröfum FME og því var málinu vísað til saksóknara. Fjármálaeftirlitið sendi á föstudag frá sér tilkynningu um niðurstöðu athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Borgun hf. Fram kemur í tilkynningu FME að stofnunin í kjölfarið farið fram á að Borgun hf. myndi slíta viðskiptasambandi við fyrirtæki sem hefðu ekki verið könnuð en í tilkynningunni segir: „krafðist Fjármálaeftirlitið þess að Borgun hf. bindi án tafar enda á viðskiptasamband við þá 10 viðskiptamenn, sem Borgun hf. væri enn í viðskiptasambandi við, enda hefðu verið verulegir annmarkar á könnun Borgunar hf. á áreiðanleika upplýsinga um þá.“ Þetta gerði Borgun ekki og því var FME nauðbeygður sá kostur að vísa málinu til héraðssaksóknara. Stjórnendur Borgunar byggja hins vegar á því að FME sé að beita of þröngum lögskýringum í málinu og þess vegna hafi fyrirtækið ekki brugðist við, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. FME gerði líka athugasemdir við að Borgun hefði ekki gripið til ráðstafana til að sinna rannsóknarskyldu vegna viðskipta sem grunur leikur á að megi rekja til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka vegna færsluhirðingar félagsins erlendis. Þá sá Borgun ekki til þess að starfsmenn fyrirtækisins fengju þjálfun í aðgerðum gegn peningaþvætti og vanræktu þannig lagaskyldur sínar hvað það varðar.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari.Vísir/GVAFormleg rannsókn innan skamms Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti í dag að tilkynning hefði borist frá FME og embætti hans myndi ná hefja rannsókn á málinu. Eftir að málið kom fyrst upp á borði FME auglýsti Borgun eftir regluverði til að ráða til starfa. Svo virðist sem enginn regluvörður hafi verið til staðar í fyrirtækinu fram að þeim tímapunkti til að passa upp á að fyrirtækið bryti ekki lög. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu skrifast mistök Borgunar á að félagið reiddi sig á þjónustu verktakafyrirtækis við áreiðanleikakönnun á viðskiptavinum sínum í Bretlandi. Ekki hafa hins vegar fengist skýringar á því hvers vegna Borgun komst gegnum nálarauga FME með 3 viðskiptavini sína í útlöndum sem kannaðir voru en ekki hina 13. Þá hafa heldur ekki fengist skýringar á því hvers vegna Borgun hf. sinnti ekki kröfum FME um að slíta viðskiptasambandi við fyrirtækin sem höfðu ekki verið könnuð með tilliti til áreiðanleika. Haukur Oddsson forstjóri Borgunar heyrði fyrst af málinu í fjölmiðlum en hann var staddur erlendis þegar fréttastofan náði tali af honum í dag. Hann var ekki í aðstöðu til að tjá sig þegar eftir því var leitað. Borgun hf. hefur verið mikið í kastljósi fjölmiðla á undanförnum árum eftir að í ljós kom að nýir hluthafar fyrirtækisins högnuðust um háar fjárhæðir eftir kaup á hlut ríkisbankans Landsbankans í fyrirtækinu. Landsbankinn hefur höfðað mál til að krefjast leiðréttingar á kaupverðinu á hlutabréfunum í Borgun en bankinn sakar stjórnendur Borgunar og kaupendur um að hafa blekkt sig í viðskiptunum með því að leyna mikilvægum upplýsingum um verðmæti Borgunar í söluferlinu. Það sem er ennþá áhugaverðara í því sambandi er að í greinargerð sem Landsbankinn vann um Borgunarmálið komu fram áhyggjur stjórnenda Landsbankans á því að stórir viðskiptavinir Borgunar erlendis hefðu ekki verið kannaðir. RÚV rifjaði fyrst upp þessa hlið málsins fyrr í dag. Borgun hf. rýmkaði þannig viljandi aðferðafræði um áreiðanleikakönnun viðskiptavina erlendis til að ná fleiri fyrirtækjum í viðskipti. Þannig komu í viðskipti til fyrirtækins aðilar sem Landsbankinn taldi að gætu verið vafasamir. Það var mat bankans að þeirri starfsemi fylgdi veruleg áhætta og að líkur væru á því að hún gæti leitt til tjóns hjá Borgun og skaðað orðspor Landsbankans. Svo virðist sem það mat stjórnenda Landsbankans hafi verið rétt. Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Áður en Fjármálaeftirlitið kærði Borgun hf. til héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti hafði eftirlitið beint þeim tilmælum til Borgunar að slíta sambandi við viðskiptavini sem höfðu ekki verið kannaðir með tilliti til áreiðanleika. Borgun sinnti ekki þessum kröfum FME og því var málinu vísað til saksóknara. Fjármálaeftirlitið sendi á föstudag frá sér tilkynningu um niðurstöðu athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Borgun hf. Fram kemur í tilkynningu FME að stofnunin í kjölfarið farið fram á að Borgun hf. myndi slíta viðskiptasambandi við fyrirtæki sem hefðu ekki verið könnuð en í tilkynningunni segir: „krafðist Fjármálaeftirlitið þess að Borgun hf. bindi án tafar enda á viðskiptasamband við þá 10 viðskiptamenn, sem Borgun hf. væri enn í viðskiptasambandi við, enda hefðu verið verulegir annmarkar á könnun Borgunar hf. á áreiðanleika upplýsinga um þá.“ Þetta gerði Borgun ekki og því var FME nauðbeygður sá kostur að vísa málinu til héraðssaksóknara. Stjórnendur Borgunar byggja hins vegar á því að FME sé að beita of þröngum lögskýringum í málinu og þess vegna hafi fyrirtækið ekki brugðist við, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. FME gerði líka athugasemdir við að Borgun hefði ekki gripið til ráðstafana til að sinna rannsóknarskyldu vegna viðskipta sem grunur leikur á að megi rekja til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka vegna færsluhirðingar félagsins erlendis. Þá sá Borgun ekki til þess að starfsmenn fyrirtækisins fengju þjálfun í aðgerðum gegn peningaþvætti og vanræktu þannig lagaskyldur sínar hvað það varðar.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari.Vísir/GVAFormleg rannsókn innan skamms Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti í dag að tilkynning hefði borist frá FME og embætti hans myndi ná hefja rannsókn á málinu. Eftir að málið kom fyrst upp á borði FME auglýsti Borgun eftir regluverði til að ráða til starfa. Svo virðist sem enginn regluvörður hafi verið til staðar í fyrirtækinu fram að þeim tímapunkti til að passa upp á að fyrirtækið bryti ekki lög. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu skrifast mistök Borgunar á að félagið reiddi sig á þjónustu verktakafyrirtækis við áreiðanleikakönnun á viðskiptavinum sínum í Bretlandi. Ekki hafa hins vegar fengist skýringar á því hvers vegna Borgun komst gegnum nálarauga FME með 3 viðskiptavini sína í útlöndum sem kannaðir voru en ekki hina 13. Þá hafa heldur ekki fengist skýringar á því hvers vegna Borgun hf. sinnti ekki kröfum FME um að slíta viðskiptasambandi við fyrirtækin sem höfðu ekki verið könnuð með tilliti til áreiðanleika. Haukur Oddsson forstjóri Borgunar heyrði fyrst af málinu í fjölmiðlum en hann var staddur erlendis þegar fréttastofan náði tali af honum í dag. Hann var ekki í aðstöðu til að tjá sig þegar eftir því var leitað. Borgun hf. hefur verið mikið í kastljósi fjölmiðla á undanförnum árum eftir að í ljós kom að nýir hluthafar fyrirtækisins högnuðust um háar fjárhæðir eftir kaup á hlut ríkisbankans Landsbankans í fyrirtækinu. Landsbankinn hefur höfðað mál til að krefjast leiðréttingar á kaupverðinu á hlutabréfunum í Borgun en bankinn sakar stjórnendur Borgunar og kaupendur um að hafa blekkt sig í viðskiptunum með því að leyna mikilvægum upplýsingum um verðmæti Borgunar í söluferlinu. Það sem er ennþá áhugaverðara í því sambandi er að í greinargerð sem Landsbankinn vann um Borgunarmálið komu fram áhyggjur stjórnenda Landsbankans á því að stórir viðskiptavinir Borgunar erlendis hefðu ekki verið kannaðir. RÚV rifjaði fyrst upp þessa hlið málsins fyrr í dag. Borgun hf. rýmkaði þannig viljandi aðferðafræði um áreiðanleikakönnun viðskiptavina erlendis til að ná fleiri fyrirtækjum í viðskipti. Þannig komu í viðskipti til fyrirtækins aðilar sem Landsbankinn taldi að gætu verið vafasamir. Það var mat bankans að þeirri starfsemi fylgdi veruleg áhætta og að líkur væru á því að hún gæti leitt til tjóns hjá Borgun og skaðað orðspor Landsbankans. Svo virðist sem það mat stjórnenda Landsbankans hafi verið rétt.
Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira