Nýtt borgarhverfi með 620 íbúðum rís sunnan Smáralindar Birgir Olgeirsson skrifar 10. febrúar 2017 10:55 Teikning að fyrirhuguðu borgarhverfi. Vísir Ný 620 íbúða byggð mun rísa í Smáranum, sunnan Smáralindar í Kópavogi, en byggðin hefur fengið nafnið 201 Smári. Í tilkynningu vegna málsins kemur fram að hugmyndafræðin að baki 201 Smára byggi á nútímalegri nálgun skipulags, uppbyggingar og hönnunar. Almenningi gefst tækifæri á að hafa áhrif á hönnun og útfærslu hverfisins og íbúðanna með beinum hætti meðal annars með aðstoð gagnvirks vefsvæðis, www.201.is. „Hugmyndin með 201 Smára er að skapa nútímaborgarhverfi með snjöllum lausnum í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Við viljum fá fólk til að móta verkefnið með okkur og segja hvað því finnst skipta mestu máli við útfærslu á nútímaíbúðum og hverfi sem býður upp á nánast alla þjónustu sem völ er á. Á viðbótarfermetrinn að vera í stofunni eða svefnherberginu, á eldhúsið að vera opið eða á að vera til sameiginlegt rými til afnota fyrir íbúa? Með þessari nálgun mun almenningur geta haft bein áhrif á það hvernig hverfið, húsin og íbúðirnar mótast. Upplýsingar sem fást verða notaðar við hönnun og nánari útfærslu verkefnisins,“ segir Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, sem sér um framkvæmd verkefnisins ásamt Reginn fasteignafélagi og Smárabyggð ehf.Ein af þeim myndum sem fylgir með tilkynningum um fyrirhugaða borgarbyggð.VísirÍ tilkynningunni kemur fram að áhersla verði lögð á fjölbreytileika í stærðum íbúða og að skapa góðar aðstæður fyrir fjölskyldufólk. Íbúðirnar verða frá um 50 fermetrum að stærð, og áhersla á vel skipulagðar tveggja til fjögurra herbergja íbúðir. Efnt verður til nafnaleiks í samstarfi við Kópavogsbæ um götunöfn og nafn á aðaltorgið í 201 Smára. Kynning á uppbyggingu hverfisins verður haldin í Smáralind og hefst í dag. Á sama tíma verður tekin í notkun gagnvirk síða þar sem fólki gefst kostur á að svara könnun sem hugmyndin er að nýta fyrir hönnun og uppbyggingu á byggingarreitnum 201 Smári. Í tilkynningunni segir Halldór Eyjólfsson, þróunarstjóri Klasa, verkefnið spennandi og mjög áhugavert að fá fram áherslur íbúa. „Á skömmum tíma hafa orðið mjög miklar breytingar á því hvernig við lifum og húsnæðisþarfir fólks eru ekki þær sömu og þær voru fyrir nokkrum áratugum. Okkar daglega líf hefur breyst en íbúðirnar hafa ekki fylgt þróuninni nema að litlu leyti miðað við hinar hröðu tæknibreytingar og lausnir sem hafa orðið til. Nútímaheimilið er svo miklu meira en bara þak yfir höfuðið. Það þarf að uppfylla kröfur um öryggi og tæknilausnir. Mikil áhersla verður lögð á að nýta hvern fermetra til hins ýtrasta og með ýmsum snjöllum tæknilausnum má hámarka þá nýtinguna en um leið tryggja að öll nútímaþægindi séu til staðar,” segir Halldór. Nánar um hvernig gagnvirki vefurinn virkar má sjá á vefsíðunni www.201.is og nánari upplýsingar um hverfið er að finna inná facebook.com/201smari. Skipulag Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Ný 620 íbúða byggð mun rísa í Smáranum, sunnan Smáralindar í Kópavogi, en byggðin hefur fengið nafnið 201 Smári. Í tilkynningu vegna málsins kemur fram að hugmyndafræðin að baki 201 Smára byggi á nútímalegri nálgun skipulags, uppbyggingar og hönnunar. Almenningi gefst tækifæri á að hafa áhrif á hönnun og útfærslu hverfisins og íbúðanna með beinum hætti meðal annars með aðstoð gagnvirks vefsvæðis, www.201.is. „Hugmyndin með 201 Smára er að skapa nútímaborgarhverfi með snjöllum lausnum í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Við viljum fá fólk til að móta verkefnið með okkur og segja hvað því finnst skipta mestu máli við útfærslu á nútímaíbúðum og hverfi sem býður upp á nánast alla þjónustu sem völ er á. Á viðbótarfermetrinn að vera í stofunni eða svefnherberginu, á eldhúsið að vera opið eða á að vera til sameiginlegt rými til afnota fyrir íbúa? Með þessari nálgun mun almenningur geta haft bein áhrif á það hvernig hverfið, húsin og íbúðirnar mótast. Upplýsingar sem fást verða notaðar við hönnun og nánari útfærslu verkefnisins,“ segir Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, sem sér um framkvæmd verkefnisins ásamt Reginn fasteignafélagi og Smárabyggð ehf.Ein af þeim myndum sem fylgir með tilkynningum um fyrirhugaða borgarbyggð.VísirÍ tilkynningunni kemur fram að áhersla verði lögð á fjölbreytileika í stærðum íbúða og að skapa góðar aðstæður fyrir fjölskyldufólk. Íbúðirnar verða frá um 50 fermetrum að stærð, og áhersla á vel skipulagðar tveggja til fjögurra herbergja íbúðir. Efnt verður til nafnaleiks í samstarfi við Kópavogsbæ um götunöfn og nafn á aðaltorgið í 201 Smára. Kynning á uppbyggingu hverfisins verður haldin í Smáralind og hefst í dag. Á sama tíma verður tekin í notkun gagnvirk síða þar sem fólki gefst kostur á að svara könnun sem hugmyndin er að nýta fyrir hönnun og uppbyggingu á byggingarreitnum 201 Smári. Í tilkynningunni segir Halldór Eyjólfsson, þróunarstjóri Klasa, verkefnið spennandi og mjög áhugavert að fá fram áherslur íbúa. „Á skömmum tíma hafa orðið mjög miklar breytingar á því hvernig við lifum og húsnæðisþarfir fólks eru ekki þær sömu og þær voru fyrir nokkrum áratugum. Okkar daglega líf hefur breyst en íbúðirnar hafa ekki fylgt þróuninni nema að litlu leyti miðað við hinar hröðu tæknibreytingar og lausnir sem hafa orðið til. Nútímaheimilið er svo miklu meira en bara þak yfir höfuðið. Það þarf að uppfylla kröfur um öryggi og tæknilausnir. Mikil áhersla verður lögð á að nýta hvern fermetra til hins ýtrasta og með ýmsum snjöllum tæknilausnum má hámarka þá nýtinguna en um leið tryggja að öll nútímaþægindi séu til staðar,” segir Halldór. Nánar um hvernig gagnvirki vefurinn virkar má sjá á vefsíðunni www.201.is og nánari upplýsingar um hverfið er að finna inná facebook.com/201smari.
Skipulag Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira