Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 26-18 | Bikarmeistararnir fóru örugglega í Höllina Guðmundur Marinó Ingvarsson í Valshöllinni skrifar 10. febrúar 2017 21:15 Ólafur Ægir Ólafsson skoraði fimm mörk. vísir/anton Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta með öruggum sigri á Stjörnunni á heimvelli í kvöld 26-18. Valur gaf tóninn með fjórum fyrstu mörkum leiksins og þó Stjarnan hafi minnkað muninn með góðum hraðaupphlaupum í byrjun leiks þá voru Valsmenn mun sterkari í leiknum. Valur var fjórum mörkum yfir í hálfleik 14-10 og náði leikurinn í raun aldrei að vera spennandi. Sóknarleikur Stjörnunnar náði sér aldrei á strik. Liðið átti lengi framan af í miklum vandræðum með að skapa sér færi og svo þegar færin komu voru markverðir Vals, Hlynur Morthens í fyrri hálfleik og Sigurður Ingiberg Ólafsson í seinni hálfleik liðinu erfiðir. Sigurður varði sérstaklega vel og tók mikilvæg dauðafæri þegar Stjarnan fékk tækifæri til að koma sér almennilega inn í leikinn í seinni hálfleik. Valsmenn eiga bikar að verja og kunna vel við sig í þessari keppni. Stjarnan sem lék vel í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir áramót átti aftur á móti í miklum vandræðum í leiknum. Stjarnan lék fína vörn í byrjun seinni hálfleiks en náði ekki að fylgja því eftir hinum megin á vellinum og fyrir vikið landaði Valur öruggum sigri. Vörn og markavarsla hjá Val voru frábær og breiddin mikil í sóknarleiknum. Guðlaugur: Frábært að vera kominn í Höllina„Frábær varnarleikur og góð markvarsla allan leikinn leggur grunninn að þessu og við höldum aga mest allan leikinn sóknarlega,“ sagði Guðlaugur Arnarsson annar þjálfara Vals eftir sigurinn í kvöld. „Þeir eru með gríðarlega öfluga hraðaupphlaupsmenn og um leið og við töpuðum boltunum þá refsuðu þeir okkur. Þeir héldu sér inni í leiknum þannig. „Þegar við fækkuðum töpuðu boltunum þá náðum við að byggja upp forskot.“ Það var aðeins í upphafi seinni hálfleiks sem sóknin hjá Val hikstaði en Stjarnan náði ekki að nýta sér það sem skildi. „Allt liðið á hrós skilið fyrir varnarleikinn og markmennirnir klapp á bakið. Við vorum í veseni þegar við vorum að flýta okkur of mikið. Þegar boltinn fékk að ganga og við vorum þolinmóðir fengum við alltaf góð færi,“ sagði Guðlaugur. Valur á bikar að verja og ætlar sér stóra hluti í Laugardalshöllinni síðustu helgina í febrúar. „Þarna vilja allir vera. Það er frábært að vera kominn þangað. Nú er bara að taka næsta leik og fara í úrslitaleikinn. Það er markmiðið.“ Einar: Þýðir ekkert að grafa sig undir parketið„Ég myndi kannski ekki taka svo djúpt í árinni að sóknin hafi verið hörmung en hún hefur verið betri,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar. „Við erum að skjóta illa og skotnýtingin er léleg. Við vorum að skapa okkur oft á tíðum góð færi en þeir voru góðir í markinu hjá Val. Mjög góðir.“ Það var sérstaklega framan af leiknum sem Stjarnan átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi. „Já, við vorum í vandræðum framan af fyrri hálfleik. Svo var það sérstaklega í upphafi seinni hálfleik sem við náðum að opna þá vel en þá voru markmennirnir að vera. „Markmennirnir hjá Val hittu á góðan dag og að sama skapi vorum við ekki alveg nógu stinnir sóknarlega,“ sagði Einar. Stjarnan náði ekki að taka tvo góða leiki í deildinni með sér inni í leikinn í kvöld en Einar sér enga ástæðu til að mála skrattann á veggina. „Við vorum að spila á móti mjög góðu liði. Það er ekkert himinn og jörð að farast þó við töpum einum leik. Auðvitað vildum við vera áfram í þessari keppni og allt það en það er bara áfram gakk og næsti leikur. Það þýðir ekkert að grafa sig undir parketið eftir þetta.“ Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta með öruggum sigri á Stjörnunni á heimvelli í kvöld 26-18. Valur gaf tóninn með fjórum fyrstu mörkum leiksins og þó Stjarnan hafi minnkað muninn með góðum hraðaupphlaupum í byrjun leiks þá voru Valsmenn mun sterkari í leiknum. Valur var fjórum mörkum yfir í hálfleik 14-10 og náði leikurinn í raun aldrei að vera spennandi. Sóknarleikur Stjörnunnar náði sér aldrei á strik. Liðið átti lengi framan af í miklum vandræðum með að skapa sér færi og svo þegar færin komu voru markverðir Vals, Hlynur Morthens í fyrri hálfleik og Sigurður Ingiberg Ólafsson í seinni hálfleik liðinu erfiðir. Sigurður varði sérstaklega vel og tók mikilvæg dauðafæri þegar Stjarnan fékk tækifæri til að koma sér almennilega inn í leikinn í seinni hálfleik. Valsmenn eiga bikar að verja og kunna vel við sig í þessari keppni. Stjarnan sem lék vel í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir áramót átti aftur á móti í miklum vandræðum í leiknum. Stjarnan lék fína vörn í byrjun seinni hálfleiks en náði ekki að fylgja því eftir hinum megin á vellinum og fyrir vikið landaði Valur öruggum sigri. Vörn og markavarsla hjá Val voru frábær og breiddin mikil í sóknarleiknum. Guðlaugur: Frábært að vera kominn í Höllina„Frábær varnarleikur og góð markvarsla allan leikinn leggur grunninn að þessu og við höldum aga mest allan leikinn sóknarlega,“ sagði Guðlaugur Arnarsson annar þjálfara Vals eftir sigurinn í kvöld. „Þeir eru með gríðarlega öfluga hraðaupphlaupsmenn og um leið og við töpuðum boltunum þá refsuðu þeir okkur. Þeir héldu sér inni í leiknum þannig. „Þegar við fækkuðum töpuðu boltunum þá náðum við að byggja upp forskot.“ Það var aðeins í upphafi seinni hálfleiks sem sóknin hjá Val hikstaði en Stjarnan náði ekki að nýta sér það sem skildi. „Allt liðið á hrós skilið fyrir varnarleikinn og markmennirnir klapp á bakið. Við vorum í veseni þegar við vorum að flýta okkur of mikið. Þegar boltinn fékk að ganga og við vorum þolinmóðir fengum við alltaf góð færi,“ sagði Guðlaugur. Valur á bikar að verja og ætlar sér stóra hluti í Laugardalshöllinni síðustu helgina í febrúar. „Þarna vilja allir vera. Það er frábært að vera kominn þangað. Nú er bara að taka næsta leik og fara í úrslitaleikinn. Það er markmiðið.“ Einar: Þýðir ekkert að grafa sig undir parketið„Ég myndi kannski ekki taka svo djúpt í árinni að sóknin hafi verið hörmung en hún hefur verið betri,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar. „Við erum að skjóta illa og skotnýtingin er léleg. Við vorum að skapa okkur oft á tíðum góð færi en þeir voru góðir í markinu hjá Val. Mjög góðir.“ Það var sérstaklega framan af leiknum sem Stjarnan átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi. „Já, við vorum í vandræðum framan af fyrri hálfleik. Svo var það sérstaklega í upphafi seinni hálfleik sem við náðum að opna þá vel en þá voru markmennirnir að vera. „Markmennirnir hjá Val hittu á góðan dag og að sama skapi vorum við ekki alveg nógu stinnir sóknarlega,“ sagði Einar. Stjarnan náði ekki að taka tvo góða leiki í deildinni með sér inni í leikinn í kvöld en Einar sér enga ástæðu til að mála skrattann á veggina. „Við vorum að spila á móti mjög góðu liði. Það er ekkert himinn og jörð að farast þó við töpum einum leik. Auðvitað vildum við vera áfram í þessari keppni og allt það en það er bara áfram gakk og næsti leikur. Það þýðir ekkert að grafa sig undir parketið eftir þetta.“
Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira