Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2017 14:15 Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, á ársþingi sambandsins fyrir tveimur árum. Myndasafn KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ um helgina en nýr formaður verður kosinn á morgun. Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, berjast um formannssætið og hafa hvor sína sýn. Skýrasti munurinn og sá umtalaðasti kemur fram í þeirri staðreynd að Björn ætlar að sinna starfinu í hefðbundinni ólaunaðri stjórnarformennsku en Guðni ætlar að þiggja laun líkt og forveri hans hefur gert í starfinu síðustu tíu árin. Tillaga liggur fyrir ársþinginu sem fram fer í Vestmannaeyjum á morgun þess efnis að það komi í hlut sérstakrar nefndar að ákvarða laun formanns KSÍ. Launin hafa verið nokkuð umdeild þar sem þau hafa ekki verið gefin upp nema í einstök skipti þar sem formenn félaga í efstu deild hafa gengið á formanninn á ársþingi og krafið hann svara. Guðni Bergsson og Björn Einarsson. Annar þeirra verður orðinn formaður KSÍ á morgun.vísir/anton brink Í ársreikningum KSÍ eru laun til formanns og framkvæmdastjóra verið tekin saman í eina tölu svo ekki er hægt að greina á milli hvað hvor starfsmaður er með í laun. Að neðan má sjá framsetninguna eins og hún birtist í ársskýrslunni en ekki er vísað til annars en að um laun sé að ræða, hvorki launatengdra gjalda né kostnaðar KSÍ vegna launa. Samkvæmt heimildum Vísis hefur formaðurinn verið launahærri undanfarin ár en Geir hefur opinberlega sagst ekki vita hver skiptingin er. Þá viti hann ekki hvor sé með hærri laun, hann eða framkvæmdastjórinn. Sjálfur hefur hann ekki svarað fyrirspurnum frá Vísi vegna launagreiðslna en hann hefur í fyrri samtölum við undirritaðan sagt að það sé ekki hans að ræða laun sín, hvort sem er laun eða aukagreiðslur eins og í tilfelli síðasta árs þegar hann, einn starfsmanna KSÍ, fékk tvenn mánaðarlaun aukalega fyrir vinnu sína. Aðrir starfsmenn fengu ein mánaðarlaun. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hefur látið í sér heyra á undanförnum ársþingum.vísir/pjetur Bíll til umráða Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, spurði Geir út í laun formanns á ársþingi KSÍ fyrir ári. Benti hann í enn eitt skiptið á að það væri hans skoðun að laun formanns og framkvæmdastjóra væru sundurliðuð á reikningum KSÍ, en ekki tekin saman í eina tölu. Þetta sneri að körfu um gegnsæi en ekki upphæð launanna. Geir svaraði því til að hann væri með 1140 þúsund krónur í mánaðarlaun auk þess sem hann hefði fengið 830 þúsund krónur í heildina í formi dagpeninga vegna ferðalaga sinna sem formaður. Þá upplýsti Geir sömuleiðis að KSÍ útvegaði bíl og greiddi aksturskostnað hans. Vísir spurðist fyrir um ýmislegt tengt launum formanns og framkvæmdastjóra í upphafi árs. Fyrirspurnina í heild má sjá neðst í fréttinni en henni hefur ekki verið svarað þrátt fyrir að hún hafi verið ítrekuð og að lokum spurst fyrir hvort vænta megi að fyrirspurninni yrði svarað. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagðist í viðtali í Akraborginni á X-977 í vikunni ekki vita hvers vegna launagreiðslur til formanns og framkvæmdastjóra væru settar fram á þennan hátt. Framsetningin í ársskýrslu KSÍ frá því í fyrra. Þar er fjallað um laun og launatengd gjöld skrifstofunnar í heild sinni og svo laun til formanns og framkvæmdastjóra.Myndasafn KSÍ Óútskýrðar 7,5 milljónir króna Meðal þess sem spurt var út í í fyrirspurn Vísir frá 3. janúar er munurinn sem blasir við þegar uppgefin mánaðarlaun formanns eru borin saman við samanlögð laun formanns og framkvæmdastjóra fyrir árið. Í ársskýrslu KSÍ í fyrra, fyrir árið 2015, kemur fram að laun til formanns og framkvæmdastjóra sambandsins árið 2015 hafi verið 33 milljónir króna í heildina. Geir segist sjálfur vera með 1140 þúsund krónur í mánaðarlaun og 830 þúsund krónur í dagpeninga fyrir árið 2015. Samkvæmt heimildum Vísis var framkvæmdastjóri KSÍ með rúmlega 900 þúsund krónur í mánaðarlaun árið 2015. Reikningsdæmið er því nokkuð auðvelt. Þegar uppgefin laun formanns, laun framkvæmdastjóra og dagpeningar formanns eru dregin frá 33 milljónum króna standa eftir um 7,5 milljónir króna. Hvert fóru 7,5 milljónir króna sem heyra undir liðinn laun formanns og framkvæmdastjóra KSÍ árið 2015? Árið 2015 er ekki undantekning því ef sömu aðferðarfræði væri beitt fyrir árin á undan þá kæmi í ljós að árlega standa eftir nokkrar óútskýrðar milljónir króna undir þessum lið. Engin svör hafa fengist frá KSÍ. Geir og Lars Lagerbäck þegar sá síðarnefndi var kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari árið 2010.Vísir/Vilhelm Sagðist ekki viss um hvor væri með hærri laun Geir ræddi launaskiptinguna í viðtali við Viðskiptablaðið fyrir tveimur árum. Var hann spurður hver skiptingin væri á milli formanns og framkvæmdastjóra: „Ég er ekki með það alveg í handraðanum. Ég held að þetta sé svona mjög álíka, en kannski ekki alveg jafnt,“ sagði Geir sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra í áratug áður en hann tók við formennsku árið 2007. Spurður hvort hann sem formaður væri með hærri tekjur en framkvæmdastjórinn, sem Vísir hefur heimildir fyrir að sé tilfellið, sagði Geir: „Ég er nú ekki viss um það. Það gæti alveg fallið hinum megin.“ Gylfi Þór Orrason, fyrrverandi knattspyrnudómari sem gegnt hefur stjórnarstörfum hjá KSÍ undanfarin ár. Bæði sem varaformaður og nú síðast gjaldkeri. Hann hefur ákveðið að láta staðar numið.Vísir/GVA Úr einum mánaðarlaunum í tvenn Athygli vakti í haust þegar Fréttablaðið greindi frá því að starfsmenn KSÍ hefðu fengið mánaðarlaun í aukagreiðslu frá KSÍ sökum álags í tengslum við þátttöku karlalandsliðsins á EM í Frakklandi. Gylfi Þór Orrason, gjaldkeri KSÍ og formaður fjárhagsnefndar, sagði við Fréttablaðið að Geir Þorsteinsson hefði borið fram tillöguna á stjórnarfundi í júlí og var hún samþykkt. Tillagan náði til allra starfsmanna KSÍ að Geir undanskildum. Á stjórnarfundi í ágúst bar Gylfi fram tillögu fjárhagsnefndar þess efnis að Geir fengi greiðslu líkt og aðrir starfsmenn. Geir vék á fundinum á meðan tillagan var til umræðu og var hún samþykkt. Í fundargerðinni stendur að viðbótargreiðslan til formanns sé „vegna góðs árangurs í starfi í tengslum við úrslitakeppnina í Frakklandi“. Stjórnin hefði áður samþykkt viðbótargreiðslu til starfsfólks KSÍ vegna aukins vinnuálags. Tíu dögum síðar greindi Fréttablaðið frá því að greiðslan til Geirs hefði numið tveimur mánaðarlaunum en ekki einum líkt og í tilfelli annarra starfsmanna. Ekkert kom fram í fyrrnefndri fundargerð þess efnis að fyrirkomulagið á viðbótargreiðslu til Geirs væri annað en til annarra starfsmanna. Geir Þorsteinsson ásamt Rúnari Vífli Arnarsyni, landsliðsnefndar- og stjórnarmanni og Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ.Vísir/Anton Brink Viðbótargreiðslan umdeilda Í viðtali í Akraborginni á X-inu 977 í lok nóvember ræddi Geir bónusgreiðslurnar til sín. Sagði hann þær tilkomnar vegna aukaálags við framkvæmdastjóraskipti hjá KSÍ. Þórir Hákonarson lét af störfum sem framkvæmdastjóri í mars 2015 og tók Klara Bjartmarz, sem starfað hafði á skrifstofu KSÍ í tvo áratugi, við starfinu. „Ég held að það sé forsendan í því. Ég þurfti að leiða nýjan starfsmann inn í starfið. Það var enginn annar til þess,“ sagði Geir í Akraborginni. Þótt Klara væri reynslumikil hefði þurft að setja hana inn í þá málaflokka og verkefni sem hvíla á herðum framkvæmdastjórans. Rétt er að taka fram að framkvæmdastjórastaðan var ekki auglýst heldur var Klara ráðin framkvæmdastjóri KSÍ að tillögu Geirs. Raunar er allur gangur á því hvort störf hjá KSÍ séu auglýst til umsóknar. Geir ræddi viðbótargreiðslurnar enn frekar í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í gær í tilefni þess að hann stígur á morgun frá borði sem formaður KSÍ eftir tíu ár í starfi. „Ég fékk sem sagt álagsgreiðslur fyrir þetta langa tímabil, sem nam tveimur mánaðarlaunum eða um tveimur og hálfri milljón. Um það snerist málið, þetta var ekki vegna álags út af EM í sumar þó að umræðan væri þannig.“ Orðrétt stendur í fundargerð KSÍ að viðbótargreiðslan til formanns sé „vegna góðs árangurs í starfi í tengslum við riðlakeppni EM og úrslitakeppnina í Frakklandi.“ Eggert Steingrímsson (til vinstri) á góðri stund í heimsókn á Boylen Ground í London, heimavelli West Ham, árið 2007.Ingibjörg Hinriksdóttir Nánustu samstarfsmenn og vinir ákvarða laun Í tillögum um skipun starfskjaranefndar KSÍ sem Breiðablik og Víkingur Ó leggja fram fyrir ársþing KSÍ kemur fram að nefndin eigi að vera sjálfstæð, skipuð þremur fulltrúum og einum til vara. Nefndarmenn skuli vera óháðir stjórn og æðstu stjórnendum sambandsins, kjörnum og ráðnum. Óhætt er að segja að um sé að ræða mikla breytingu við ákvörðun launa formanns KSÍ. Fyrirkomulagið við ákvörðun launa hefur verið umdeild og var til umfjöllunar í Fréttablaðinu fyrir ársþingið 2007, þegar Eggert Magnússon lét af störfum og Geir fór úr hlutverki framkvæmdastjóra í formannsstólinn. Við það tilefni upplýsti Eggert Steingrímsson, þáverandi gjaldkeri KSÍ, hvernig laun fráfarandi formanns, Eggerts Magnússonar, væru ákvörðuð á þeim tíma. Stjórn KSÍ ákveddi launin en formaður hennar væri formaður KSÍ. „Þetta tekur ekki langan tíma og Eggert víkur af fundi á meðan við ákveðum launin,“ sagði Eggert Steingrímsson. Fyrirkomulagið var hið sama á fyrsta stjórnarfundi Geirs sem formaður KSÍ í mars 2007. Í fundargerðinni segir, undir liðnum laun formanns KSÍ, að Geir hafi vikið af fundi. Varaformaðurinn hafi tekið við stjórn fundarins og borið fram tillögu um launin sem hafi verið samþykkt. Stjórn KSÍ sem kjörin var á ársþingi sambandsins í fyrra. Hart er barist um að komast í stjórnina í ár en átta bjóða sig fram í fjögur laus sæti.Myndasafn KSÍ Nánustu samstarfsmenn og vinir ákvarða laun Síðan eru liðin tíu ár og hefur blaðamanni ekki tekist að finna neitt í fundargerðum KSÍ undanfarin ár sem snúa að ákvörðunum um laun formanns KSÍ. Þau hafa þó hækkað töluvert á tímabilinu og á tímum meira en hækkun launavísitölu. Áherslan í tillögu Blika og Víkinga um starfskjaranefnd á það að fulltrúarnir skulu vera óháðir kemur til af því, samkvæmt heimildum Vísis, að í dag eru það nánir vinir og samstarfsmenn formannsins sem ákveða kjör hans. Í tilfelli tveggja mánaða viðbótargreiðslu sem áður var fjallað um var tillagan lögð fram af fjárhagsnefnd KSÍ. Formaður fjárhagsnefndar KSÍ er Gylfi Þór Orrason, gjaldkeri KSÍ. Í nefndinni, sem skipuð er fjórum aðilum, er einnig Eggert Steingrímsson, vinur Geirs og fyrrverandi gjaldkeri KSÍ, og sömuleiðis landsliðsnefndarmaðurinn Rúnar Vífill Arnarson. Því má segja að þegar komi að því að ákvarða kjör formanns KSÍ er það í höndum náinna vina og samstarfsmanna að ákveða þau. Þessu fyrirkomulagi vilja fyrrnefnd félög breyta. Fyrirspurnin sem formaður svarar ekki Eins og áður hefur verið nefnt hefur Geir Þorsteinsson ekki svarað ítrekaðri fyrirspurn Vísis vegna launamála formanns KSÍ. Var ítrekað í pósti til formanns og framkvæmdastjóra fyrr í vikunni hvort til stæði að svara fyrirspurninni. Þeirri fyrirspurn var heldur ekki svarað. Fyrirspurnina má sjá að neðan í heild sinni. Hún var send 3. janúar, ítrekuð 10. janúar og 7. febrúar var spurt hvort til stæði að svara fyrirspurninni. Geir lætur af störfum á morgun sem formaður KSÍ þar sem sambandið hefur aldrei staðið betur. Við starfinu taka annaðhvort Björn Einarsson eða Guðni Bergsson en reiknað er með því að mjótt verði á munum í kosningunni. Fróðlegt verður að sjá hvort einhverjir þingfulltrúar noti tækifærið og spyrji formann út í óútskýrðan hluta launa sem fjallað er um í grein þessari. Vel má vera og líklegt að telja að fullkomlega eðlileg skýring sé fyrir hendi á mismuninum. Því hefði þá væntanlega verið auðsvarað í ítrekuðum fyrirspurnum til formannsins. Engin svör fást frá KSÍ og blaðamenn eiga þess ekki kost að spyrja á ársþinginu á morgun þar sem fjölmiðlum er ekki veittur aðgangur að stærstum hluta þingsins frekar en fyrri ár.Fyrirspurnin Blessaður og sæll Geir Hér fylgir fyrirspurn vegna launa formanns og framkvæmdastjóra KSÍ undanfarin ár sem gefin hafa verið upp í einni tölu í ársskýrslum hjá KSÍ. Þú hefur látið hafa eftir þér að laun formanns og framkvæmdastjóra séu sambærileg og þú vitir í raun ekki hvor sé með hærri laun. Miðað við mánaðarlaunin sem þú hefur gefið upp á ársþingum, að kröfu aðildarfélaga, þá er sú upphæð töluvert lægri en má reikna út úr samanlögðum launum formanns og framkvæmdastjóra í ársskýrslum. Hvað veldur þessum mun? Hvernig er talan „laun formanns og laun framkvæmdastjóra“ reiknuð út? Hvað er þar til viðbótar við föst mánaðarlaun? Hversu miklu hærri eru laun formanns en framkvæmdastjóra? Eru fleiri starfsmenn KSÍ með hlunnindi á borð við bíl? Hver greiðir bensínkostnað vegna bílsins? Hvers vegna ert þú mótfallinn því að laun formanns og framkvæmdastjóra séu aðskilin í ársskýrslu KSÍ? Fyrir liggur að framkvæmdastjóri hefur verið fylgjandi því að launin ættu að vera aðskilin. KSÍ Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ um helgina en nýr formaður verður kosinn á morgun. Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, berjast um formannssætið og hafa hvor sína sýn. Skýrasti munurinn og sá umtalaðasti kemur fram í þeirri staðreynd að Björn ætlar að sinna starfinu í hefðbundinni ólaunaðri stjórnarformennsku en Guðni ætlar að þiggja laun líkt og forveri hans hefur gert í starfinu síðustu tíu árin. Tillaga liggur fyrir ársþinginu sem fram fer í Vestmannaeyjum á morgun þess efnis að það komi í hlut sérstakrar nefndar að ákvarða laun formanns KSÍ. Launin hafa verið nokkuð umdeild þar sem þau hafa ekki verið gefin upp nema í einstök skipti þar sem formenn félaga í efstu deild hafa gengið á formanninn á ársþingi og krafið hann svara. Guðni Bergsson og Björn Einarsson. Annar þeirra verður orðinn formaður KSÍ á morgun.vísir/anton brink Í ársreikningum KSÍ eru laun til formanns og framkvæmdastjóra verið tekin saman í eina tölu svo ekki er hægt að greina á milli hvað hvor starfsmaður er með í laun. Að neðan má sjá framsetninguna eins og hún birtist í ársskýrslunni en ekki er vísað til annars en að um laun sé að ræða, hvorki launatengdra gjalda né kostnaðar KSÍ vegna launa. Samkvæmt heimildum Vísis hefur formaðurinn verið launahærri undanfarin ár en Geir hefur opinberlega sagst ekki vita hver skiptingin er. Þá viti hann ekki hvor sé með hærri laun, hann eða framkvæmdastjórinn. Sjálfur hefur hann ekki svarað fyrirspurnum frá Vísi vegna launagreiðslna en hann hefur í fyrri samtölum við undirritaðan sagt að það sé ekki hans að ræða laun sín, hvort sem er laun eða aukagreiðslur eins og í tilfelli síðasta árs þegar hann, einn starfsmanna KSÍ, fékk tvenn mánaðarlaun aukalega fyrir vinnu sína. Aðrir starfsmenn fengu ein mánaðarlaun. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hefur látið í sér heyra á undanförnum ársþingum.vísir/pjetur Bíll til umráða Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, spurði Geir út í laun formanns á ársþingi KSÍ fyrir ári. Benti hann í enn eitt skiptið á að það væri hans skoðun að laun formanns og framkvæmdastjóra væru sundurliðuð á reikningum KSÍ, en ekki tekin saman í eina tölu. Þetta sneri að körfu um gegnsæi en ekki upphæð launanna. Geir svaraði því til að hann væri með 1140 þúsund krónur í mánaðarlaun auk þess sem hann hefði fengið 830 þúsund krónur í heildina í formi dagpeninga vegna ferðalaga sinna sem formaður. Þá upplýsti Geir sömuleiðis að KSÍ útvegaði bíl og greiddi aksturskostnað hans. Vísir spurðist fyrir um ýmislegt tengt launum formanns og framkvæmdastjóra í upphafi árs. Fyrirspurnina í heild má sjá neðst í fréttinni en henni hefur ekki verið svarað þrátt fyrir að hún hafi verið ítrekuð og að lokum spurst fyrir hvort vænta megi að fyrirspurninni yrði svarað. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagðist í viðtali í Akraborginni á X-977 í vikunni ekki vita hvers vegna launagreiðslur til formanns og framkvæmdastjóra væru settar fram á þennan hátt. Framsetningin í ársskýrslu KSÍ frá því í fyrra. Þar er fjallað um laun og launatengd gjöld skrifstofunnar í heild sinni og svo laun til formanns og framkvæmdastjóra.Myndasafn KSÍ Óútskýrðar 7,5 milljónir króna Meðal þess sem spurt var út í í fyrirspurn Vísir frá 3. janúar er munurinn sem blasir við þegar uppgefin mánaðarlaun formanns eru borin saman við samanlögð laun formanns og framkvæmdastjóra fyrir árið. Í ársskýrslu KSÍ í fyrra, fyrir árið 2015, kemur fram að laun til formanns og framkvæmdastjóra sambandsins árið 2015 hafi verið 33 milljónir króna í heildina. Geir segist sjálfur vera með 1140 þúsund krónur í mánaðarlaun og 830 þúsund krónur í dagpeninga fyrir árið 2015. Samkvæmt heimildum Vísis var framkvæmdastjóri KSÍ með rúmlega 900 þúsund krónur í mánaðarlaun árið 2015. Reikningsdæmið er því nokkuð auðvelt. Þegar uppgefin laun formanns, laun framkvæmdastjóra og dagpeningar formanns eru dregin frá 33 milljónum króna standa eftir um 7,5 milljónir króna. Hvert fóru 7,5 milljónir króna sem heyra undir liðinn laun formanns og framkvæmdastjóra KSÍ árið 2015? Árið 2015 er ekki undantekning því ef sömu aðferðarfræði væri beitt fyrir árin á undan þá kæmi í ljós að árlega standa eftir nokkrar óútskýrðar milljónir króna undir þessum lið. Engin svör hafa fengist frá KSÍ. Geir og Lars Lagerbäck þegar sá síðarnefndi var kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari árið 2010.Vísir/Vilhelm Sagðist ekki viss um hvor væri með hærri laun Geir ræddi launaskiptinguna í viðtali við Viðskiptablaðið fyrir tveimur árum. Var hann spurður hver skiptingin væri á milli formanns og framkvæmdastjóra: „Ég er ekki með það alveg í handraðanum. Ég held að þetta sé svona mjög álíka, en kannski ekki alveg jafnt,“ sagði Geir sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra í áratug áður en hann tók við formennsku árið 2007. Spurður hvort hann sem formaður væri með hærri tekjur en framkvæmdastjórinn, sem Vísir hefur heimildir fyrir að sé tilfellið, sagði Geir: „Ég er nú ekki viss um það. Það gæti alveg fallið hinum megin.“ Gylfi Þór Orrason, fyrrverandi knattspyrnudómari sem gegnt hefur stjórnarstörfum hjá KSÍ undanfarin ár. Bæði sem varaformaður og nú síðast gjaldkeri. Hann hefur ákveðið að láta staðar numið.Vísir/GVA Úr einum mánaðarlaunum í tvenn Athygli vakti í haust þegar Fréttablaðið greindi frá því að starfsmenn KSÍ hefðu fengið mánaðarlaun í aukagreiðslu frá KSÍ sökum álags í tengslum við þátttöku karlalandsliðsins á EM í Frakklandi. Gylfi Þór Orrason, gjaldkeri KSÍ og formaður fjárhagsnefndar, sagði við Fréttablaðið að Geir Þorsteinsson hefði borið fram tillöguna á stjórnarfundi í júlí og var hún samþykkt. Tillagan náði til allra starfsmanna KSÍ að Geir undanskildum. Á stjórnarfundi í ágúst bar Gylfi fram tillögu fjárhagsnefndar þess efnis að Geir fengi greiðslu líkt og aðrir starfsmenn. Geir vék á fundinum á meðan tillagan var til umræðu og var hún samþykkt. Í fundargerðinni stendur að viðbótargreiðslan til formanns sé „vegna góðs árangurs í starfi í tengslum við úrslitakeppnina í Frakklandi“. Stjórnin hefði áður samþykkt viðbótargreiðslu til starfsfólks KSÍ vegna aukins vinnuálags. Tíu dögum síðar greindi Fréttablaðið frá því að greiðslan til Geirs hefði numið tveimur mánaðarlaunum en ekki einum líkt og í tilfelli annarra starfsmanna. Ekkert kom fram í fyrrnefndri fundargerð þess efnis að fyrirkomulagið á viðbótargreiðslu til Geirs væri annað en til annarra starfsmanna. Geir Þorsteinsson ásamt Rúnari Vífli Arnarsyni, landsliðsnefndar- og stjórnarmanni og Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ.Vísir/Anton Brink Viðbótargreiðslan umdeilda Í viðtali í Akraborginni á X-inu 977 í lok nóvember ræddi Geir bónusgreiðslurnar til sín. Sagði hann þær tilkomnar vegna aukaálags við framkvæmdastjóraskipti hjá KSÍ. Þórir Hákonarson lét af störfum sem framkvæmdastjóri í mars 2015 og tók Klara Bjartmarz, sem starfað hafði á skrifstofu KSÍ í tvo áratugi, við starfinu. „Ég held að það sé forsendan í því. Ég þurfti að leiða nýjan starfsmann inn í starfið. Það var enginn annar til þess,“ sagði Geir í Akraborginni. Þótt Klara væri reynslumikil hefði þurft að setja hana inn í þá málaflokka og verkefni sem hvíla á herðum framkvæmdastjórans. Rétt er að taka fram að framkvæmdastjórastaðan var ekki auglýst heldur var Klara ráðin framkvæmdastjóri KSÍ að tillögu Geirs. Raunar er allur gangur á því hvort störf hjá KSÍ séu auglýst til umsóknar. Geir ræddi viðbótargreiðslurnar enn frekar í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í gær í tilefni þess að hann stígur á morgun frá borði sem formaður KSÍ eftir tíu ár í starfi. „Ég fékk sem sagt álagsgreiðslur fyrir þetta langa tímabil, sem nam tveimur mánaðarlaunum eða um tveimur og hálfri milljón. Um það snerist málið, þetta var ekki vegna álags út af EM í sumar þó að umræðan væri þannig.“ Orðrétt stendur í fundargerð KSÍ að viðbótargreiðslan til formanns sé „vegna góðs árangurs í starfi í tengslum við riðlakeppni EM og úrslitakeppnina í Frakklandi.“ Eggert Steingrímsson (til vinstri) á góðri stund í heimsókn á Boylen Ground í London, heimavelli West Ham, árið 2007.Ingibjörg Hinriksdóttir Nánustu samstarfsmenn og vinir ákvarða laun Í tillögum um skipun starfskjaranefndar KSÍ sem Breiðablik og Víkingur Ó leggja fram fyrir ársþing KSÍ kemur fram að nefndin eigi að vera sjálfstæð, skipuð þremur fulltrúum og einum til vara. Nefndarmenn skuli vera óháðir stjórn og æðstu stjórnendum sambandsins, kjörnum og ráðnum. Óhætt er að segja að um sé að ræða mikla breytingu við ákvörðun launa formanns KSÍ. Fyrirkomulagið við ákvörðun launa hefur verið umdeild og var til umfjöllunar í Fréttablaðinu fyrir ársþingið 2007, þegar Eggert Magnússon lét af störfum og Geir fór úr hlutverki framkvæmdastjóra í formannsstólinn. Við það tilefni upplýsti Eggert Steingrímsson, þáverandi gjaldkeri KSÍ, hvernig laun fráfarandi formanns, Eggerts Magnússonar, væru ákvörðuð á þeim tíma. Stjórn KSÍ ákveddi launin en formaður hennar væri formaður KSÍ. „Þetta tekur ekki langan tíma og Eggert víkur af fundi á meðan við ákveðum launin,“ sagði Eggert Steingrímsson. Fyrirkomulagið var hið sama á fyrsta stjórnarfundi Geirs sem formaður KSÍ í mars 2007. Í fundargerðinni segir, undir liðnum laun formanns KSÍ, að Geir hafi vikið af fundi. Varaformaðurinn hafi tekið við stjórn fundarins og borið fram tillögu um launin sem hafi verið samþykkt. Stjórn KSÍ sem kjörin var á ársþingi sambandsins í fyrra. Hart er barist um að komast í stjórnina í ár en átta bjóða sig fram í fjögur laus sæti.Myndasafn KSÍ Nánustu samstarfsmenn og vinir ákvarða laun Síðan eru liðin tíu ár og hefur blaðamanni ekki tekist að finna neitt í fundargerðum KSÍ undanfarin ár sem snúa að ákvörðunum um laun formanns KSÍ. Þau hafa þó hækkað töluvert á tímabilinu og á tímum meira en hækkun launavísitölu. Áherslan í tillögu Blika og Víkinga um starfskjaranefnd á það að fulltrúarnir skulu vera óháðir kemur til af því, samkvæmt heimildum Vísis, að í dag eru það nánir vinir og samstarfsmenn formannsins sem ákveða kjör hans. Í tilfelli tveggja mánaða viðbótargreiðslu sem áður var fjallað um var tillagan lögð fram af fjárhagsnefnd KSÍ. Formaður fjárhagsnefndar KSÍ er Gylfi Þór Orrason, gjaldkeri KSÍ. Í nefndinni, sem skipuð er fjórum aðilum, er einnig Eggert Steingrímsson, vinur Geirs og fyrrverandi gjaldkeri KSÍ, og sömuleiðis landsliðsnefndarmaðurinn Rúnar Vífill Arnarson. Því má segja að þegar komi að því að ákvarða kjör formanns KSÍ er það í höndum náinna vina og samstarfsmanna að ákveða þau. Þessu fyrirkomulagi vilja fyrrnefnd félög breyta. Fyrirspurnin sem formaður svarar ekki Eins og áður hefur verið nefnt hefur Geir Þorsteinsson ekki svarað ítrekaðri fyrirspurn Vísis vegna launamála formanns KSÍ. Var ítrekað í pósti til formanns og framkvæmdastjóra fyrr í vikunni hvort til stæði að svara fyrirspurninni. Þeirri fyrirspurn var heldur ekki svarað. Fyrirspurnina má sjá að neðan í heild sinni. Hún var send 3. janúar, ítrekuð 10. janúar og 7. febrúar var spurt hvort til stæði að svara fyrirspurninni. Geir lætur af störfum á morgun sem formaður KSÍ þar sem sambandið hefur aldrei staðið betur. Við starfinu taka annaðhvort Björn Einarsson eða Guðni Bergsson en reiknað er með því að mjótt verði á munum í kosningunni. Fróðlegt verður að sjá hvort einhverjir þingfulltrúar noti tækifærið og spyrji formann út í óútskýrðan hluta launa sem fjallað er um í grein þessari. Vel má vera og líklegt að telja að fullkomlega eðlileg skýring sé fyrir hendi á mismuninum. Því hefði þá væntanlega verið auðsvarað í ítrekuðum fyrirspurnum til formannsins. Engin svör fást frá KSÍ og blaðamenn eiga þess ekki kost að spyrja á ársþinginu á morgun þar sem fjölmiðlum er ekki veittur aðgangur að stærstum hluta þingsins frekar en fyrri ár.Fyrirspurnin Blessaður og sæll Geir Hér fylgir fyrirspurn vegna launa formanns og framkvæmdastjóra KSÍ undanfarin ár sem gefin hafa verið upp í einni tölu í ársskýrslum hjá KSÍ. Þú hefur látið hafa eftir þér að laun formanns og framkvæmdastjóra séu sambærileg og þú vitir í raun ekki hvor sé með hærri laun. Miðað við mánaðarlaunin sem þú hefur gefið upp á ársþingum, að kröfu aðildarfélaga, þá er sú upphæð töluvert lægri en má reikna út úr samanlögðum launum formanns og framkvæmdastjóra í ársskýrslum. Hvað veldur þessum mun? Hvernig er talan „laun formanns og laun framkvæmdastjóra“ reiknuð út? Hvað er þar til viðbótar við föst mánaðarlaun? Hversu miklu hærri eru laun formanns en framkvæmdastjóra? Eru fleiri starfsmenn KSÍ með hlunnindi á borð við bíl? Hver greiðir bensínkostnað vegna bílsins? Hvers vegna ert þú mótfallinn því að laun formanns og framkvæmdastjóra séu aðskilin í ársskýrslu KSÍ? Fyrir liggur að framkvæmdastjóri hefur verið fylgjandi því að launin ættu að vera aðskilin.
KSÍ Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00
Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent