Guðni og Björn ræddu við Gaupa: Hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2017 20:00 71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. Þingfulltrúar á 71. ársþingi KSÍ munu á morgun kjósa á milli Björns Einarssonar, 47 ára formanns Víkings og framkvæmdastjóra TVG-Zimsen annarsvegar og Guðna Bergssonar, 51 árs lögmanns, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og atvinnumanns í fótbolta til fjölda ára. Alls hafa 153 þingfulltrúar rétt til setu á þingi. Kjörbréfum fyrir 147 þingfulltrúa frá 23 héraðssamböndum eða íþróttabandalögum hafði verið skilað inn til skrifstofu sambandsins í gærkvöldi. Guðjón Guðmundsson hitti frambjóðendurnar Guðna Bergsson og Björn Einarsson þegar þeir voru á Reykjavíkurflugvelli að gera sig klára til að fljúga til Vestmannaeyja. Guðjón talaði fyrst við Björn Einarsson og spurði hann hvort hann væri bjartsýnn að ná kjöri? „Já ég er bjartsýnn. Þetta er búinn að vera góður byr en þetta er búið að vera hörku ferli og þetta er búið að lærdómsríkt og gaman. Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að hitta allan þennan fjölda af félögum. Ég finn fyrir góðum byr,“ sagði Björn. Hver er tilfinning Guðna Bergssonar fyrir kjörinu? „Hún er bara góð. Ég er jákvæður og bjartsýnn. Ég hlakka til að sitja þingið á morgun og sjáum við bara hvernig þetta fer,“ sagði Guðni Bergsson við Gaupa. Það hefur hlaupið smá harka í kosningarbaráttuna undir lokin. „Menn hafa aðeins yfirgefið málefnin í lokin en heilt yfir hefur þetta verið gott. Þetta hefur verið gott og holt fyrir KSÍ,“ sagði Björn. „Þetta er búið að vera málefnalegt en við höfum aðeins tekist á í viðtölum og svona. Svo höfum við verið að gantast og fallist í faðma á eftir. Þetta er allt í góðu en ágætt að við séum með svona skýra valkosti. Þetta er gott fyrir hreyfinguna og mjög jákvætt. Þetta hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt,“ sagði Guðni. Guðni vildi ekki segja hverju hann myndi breyta ef hann verður kjörinn. „Eigum við ekki bara að sjá til og svara því þá ef efni standa til eftir þingið. Ég held að starfið sér gríðarlega öflugt og gott. Ég mun vanda mig við að gera þetta góða starf enn betra,“ sagði Guðni. Það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. Þingfulltrúar á 71. ársþingi KSÍ munu á morgun kjósa á milli Björns Einarssonar, 47 ára formanns Víkings og framkvæmdastjóra TVG-Zimsen annarsvegar og Guðna Bergssonar, 51 árs lögmanns, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og atvinnumanns í fótbolta til fjölda ára. Alls hafa 153 þingfulltrúar rétt til setu á þingi. Kjörbréfum fyrir 147 þingfulltrúa frá 23 héraðssamböndum eða íþróttabandalögum hafði verið skilað inn til skrifstofu sambandsins í gærkvöldi. Guðjón Guðmundsson hitti frambjóðendurnar Guðna Bergsson og Björn Einarsson þegar þeir voru á Reykjavíkurflugvelli að gera sig klára til að fljúga til Vestmannaeyja. Guðjón talaði fyrst við Björn Einarsson og spurði hann hvort hann væri bjartsýnn að ná kjöri? „Já ég er bjartsýnn. Þetta er búinn að vera góður byr en þetta er búið að vera hörku ferli og þetta er búið að lærdómsríkt og gaman. Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að hitta allan þennan fjölda af félögum. Ég finn fyrir góðum byr,“ sagði Björn. Hver er tilfinning Guðna Bergssonar fyrir kjörinu? „Hún er bara góð. Ég er jákvæður og bjartsýnn. Ég hlakka til að sitja þingið á morgun og sjáum við bara hvernig þetta fer,“ sagði Guðni Bergsson við Gaupa. Það hefur hlaupið smá harka í kosningarbaráttuna undir lokin. „Menn hafa aðeins yfirgefið málefnin í lokin en heilt yfir hefur þetta verið gott. Þetta hefur verið gott og holt fyrir KSÍ,“ sagði Björn. „Þetta er búið að vera málefnalegt en við höfum aðeins tekist á í viðtölum og svona. Svo höfum við verið að gantast og fallist í faðma á eftir. Þetta er allt í góðu en ágætt að við séum með svona skýra valkosti. Þetta er gott fyrir hreyfinguna og mjög jákvætt. Þetta hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt,“ sagði Guðni. Guðni vildi ekki segja hverju hann myndi breyta ef hann verður kjörinn. „Eigum við ekki bara að sjá til og svara því þá ef efni standa til eftir þingið. Ég held að starfið sér gríðarlega öflugt og gott. Ég mun vanda mig við að gera þetta góða starf enn betra,“ sagði Guðni. Það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira