Svo gæti farið að kastað verði upp á hver verður formaður KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2017 21:00 Guðni Bergsson og Björn Einarsson vilja verða næsti formaður KSÍ. Úrslitin ráðast á morgun. vísir/anton brink Mikil spenna ríkir fyrir formannskjör KSÍ sem fram fer á ársþingi sambandsins í Vestmannaeyjum á morgun. Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, bjóða fram krafta sína til starfsins. Báðir telja sig eiga góða möguleika á að ná kjöri og ekki að ástæðulausu. Afar erfitt er að spá fyrir um hvernig kosningarnar á morgun fara. Stefnir í góða mætingu á ársþingið en 147 þingfulltrúar af 153 hafa boðið komu sína. Kosningin er leynileg og fer þannig fram, eins og fram kemur í lögum KSÍ, að nýr formaður þarf að hljóta meirihluta greiddra atkvæða til að verða kjörinn formaður. Nái hvorugur meirihluta atkvæða, yfir 50%, skal kosið aftur. Fái formannsefnin jafnmörg atkvæði, sem ólíklegt er en þó vel mögulegt, verður kastað upp á hvor verður formaður. Þetta má skýra með einföldu dæmi: 140 fulltrúar greiða atkvæði í kosniningunni. 62 kjósa Björn, 58 kjósa Guðna og 20 skila auðu. Björn fær þá 44% atkvæða en Guðni 41% atkvæða. Björn fær þó ekki meirihluta atkvæða svo kjósa þarf aftur. Í seinni kosningunni fá báðir 69 atkvæði og tveir skila auðu. Aftur er jafnt og þá, skv. grein 15.4 verður varpað hlutkesti. Í könnun Fótbolta.net í vikunni um hug þingfulltrúa til formannsefnanna tveggja kom fram að Björn fengi 38% atkvæða, Guðni 33% atkvæða, 29% voru enn óákveðnir og ellefu vildu ekki svara. Nokkrir tóku því fram að afstaða þeirra gæti vel breyst fyrir þingið. KSÍ Tengdar fréttir Guðni og Björn ræddu við Gaupa: Hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt 71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. 10. febrúar 2017 20:00 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Þórir styður Björn: Engin sérstök sýn komin fram hjá Guðna Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri KSÍ, mun kjósa Björn Einarsson í formannskjöri sambandsins. 10. febrúar 2017 19:15 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Mikil spenna ríkir fyrir formannskjör KSÍ sem fram fer á ársþingi sambandsins í Vestmannaeyjum á morgun. Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, bjóða fram krafta sína til starfsins. Báðir telja sig eiga góða möguleika á að ná kjöri og ekki að ástæðulausu. Afar erfitt er að spá fyrir um hvernig kosningarnar á morgun fara. Stefnir í góða mætingu á ársþingið en 147 þingfulltrúar af 153 hafa boðið komu sína. Kosningin er leynileg og fer þannig fram, eins og fram kemur í lögum KSÍ, að nýr formaður þarf að hljóta meirihluta greiddra atkvæða til að verða kjörinn formaður. Nái hvorugur meirihluta atkvæða, yfir 50%, skal kosið aftur. Fái formannsefnin jafnmörg atkvæði, sem ólíklegt er en þó vel mögulegt, verður kastað upp á hvor verður formaður. Þetta má skýra með einföldu dæmi: 140 fulltrúar greiða atkvæði í kosniningunni. 62 kjósa Björn, 58 kjósa Guðna og 20 skila auðu. Björn fær þá 44% atkvæða en Guðni 41% atkvæða. Björn fær þó ekki meirihluta atkvæða svo kjósa þarf aftur. Í seinni kosningunni fá báðir 69 atkvæði og tveir skila auðu. Aftur er jafnt og þá, skv. grein 15.4 verður varpað hlutkesti. Í könnun Fótbolta.net í vikunni um hug þingfulltrúa til formannsefnanna tveggja kom fram að Björn fengi 38% atkvæða, Guðni 33% atkvæða, 29% voru enn óákveðnir og ellefu vildu ekki svara. Nokkrir tóku því fram að afstaða þeirra gæti vel breyst fyrir þingið.
KSÍ Tengdar fréttir Guðni og Björn ræddu við Gaupa: Hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt 71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. 10. febrúar 2017 20:00 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Þórir styður Björn: Engin sérstök sýn komin fram hjá Guðna Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri KSÍ, mun kjósa Björn Einarsson í formannskjöri sambandsins. 10. febrúar 2017 19:15 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Guðni og Björn ræddu við Gaupa: Hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt 71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. 10. febrúar 2017 20:00
Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15
Þórir styður Björn: Engin sérstök sýn komin fram hjá Guðna Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri KSÍ, mun kjósa Björn Einarsson í formannskjöri sambandsins. 10. febrúar 2017 19:15
Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00