Þrjátíu ár liðin frá fyrsta bikarúrslitaleik Keflavíkurkvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2017 07:00 Thelma Dís Ágústsdóttirr er jafngömul og þegar móðir hennar Björg Hafsteinsdóttir lék sinn fyrsta bikarúrslitaleik fyrir 30 árum síðan. Víisir/Eyþór Keflvíkingar vonast til að geta haldið upp á stór tímamót í dag með enn einum bikarmeistaratili kvennaliðs félagsins í Laugardalshöllinni þegar þar fer fram úrslitaleikur Maltbikars kvenna milli Keflavíkur og Skallagríms. Fyrir 30 árum lék kvennalið Keflavík sinn fyrsta bikarúrslitaleik en leikurinn í dag verður bikarúrslitaleikur númer 22. Það er magnað að Keflavíkurkonur hafi farið 22 sinnum í Höllina á þessum þrjátíu árum og að þrettán sinnum hafa þær farið með bikarinn til baka á Reykjanesbrautina. Hið unga Keflavíkurlið sem mætir til leiks í Höllinni í dag á margt sameiginlegt með þeim Keflavíkurstelpum sem mættu í Laugardalshöllina fyrir þremur áratugum síðan. Þá var Keflavíkurliðið einnig skipað kornungum stelpum sem voru þarna að mæta efsta liði deildarinnar. Í dag er það Skallagrímur en fyrir 30 árum síðan var það lið KR. Liðið frá 1987 sló líka Hauka út úr undanúrslitunum alveg eins og liðið 2017. Keflavíkurliðið tapaði þessum fyrsta bikarúrslitaleik sínum (KR vann 65-61) en Keflavíkurstelpurnar komu reynslunni ríkari árið eftir og unnu sinn fyrsta af þrettán bikarmeistaratitlum. Keflvíkingar vonast reyndar örugglega til þess að það endurtaki sig ekki því stefnar er að koma með bikarmeistaratitil númer fjórtán til Keflavíkur annað kvöld. Stigahæsti leikmaður Keflavíkur í úrslitaleiknum 1987 var hin átján ára gamla Anna María Sveinsdóttir með 22 stig. Emelía Ósk Gunnarsdóttir, sem skoraði mest af íslensku stelpunum í undanúrslitaleiknum (18 stig) er einnig átján ára. Björg Hafsteinsdóttir, sem var þriðja stigahæst hjá Keflavík í bikaúrslitaleiknum fyrir 30 árum var einnig bara átján ára gömul. Dóttir Bjargar, Thelma Dís Ágústsdóttir, er leikmaður Keflavíkur í dag og hún var þriðja stigahæst í undanúrslitaleiknum. Thelma Dís er jafngömul og móðir hennar var 1987. Þegar Keflavík varð bikarmeistari í fyrsta sinn árið eftir, 1988, þá léku ennfremur með liðinu mæður tveggja leikmanna Keflavíkur í dag. Björg Hafsteinsdóttir (Thelma Dís Ágústsdóttir) var þá stigahæst með 25 stig og Elínborg Herbertsdóttir (Birna Valgerður Benónýsdóttir) var með tvö stig. Tengdamóðir fyrirliða Keflavíkur í dag, Ernu Hákonardóttur, var einnig með 1988-liði Keflavíkur en Bylgja Sverrisdóttir skoraði eitt stig í leiknum.Leikmenn í fyrsta bikarúrslitaleik Keflavíkur 1987 Anna María Sveinsdóttir 22 stig Guðlaug Sveinsdóttir 21 stig Björg Hafsteinsdóttir 5 stig Kristín Sigurðardóttir 5 stig Margrét Sturlaugsdóttir 4 stig Bylgja Sverrisdóttir 2 stig Kristín Blöndal 2 stig Gunnhildur Hilmarsdóttir Skoraði ekki Katrín M Eiríksdóttir Skoraði ekki Svandís Gylfadóttir Skoraði ekki Dominos-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
Keflvíkingar vonast til að geta haldið upp á stór tímamót í dag með enn einum bikarmeistaratili kvennaliðs félagsins í Laugardalshöllinni þegar þar fer fram úrslitaleikur Maltbikars kvenna milli Keflavíkur og Skallagríms. Fyrir 30 árum lék kvennalið Keflavík sinn fyrsta bikarúrslitaleik en leikurinn í dag verður bikarúrslitaleikur númer 22. Það er magnað að Keflavíkurkonur hafi farið 22 sinnum í Höllina á þessum þrjátíu árum og að þrettán sinnum hafa þær farið með bikarinn til baka á Reykjanesbrautina. Hið unga Keflavíkurlið sem mætir til leiks í Höllinni í dag á margt sameiginlegt með þeim Keflavíkurstelpum sem mættu í Laugardalshöllina fyrir þremur áratugum síðan. Þá var Keflavíkurliðið einnig skipað kornungum stelpum sem voru þarna að mæta efsta liði deildarinnar. Í dag er það Skallagrímur en fyrir 30 árum síðan var það lið KR. Liðið frá 1987 sló líka Hauka út úr undanúrslitunum alveg eins og liðið 2017. Keflavíkurliðið tapaði þessum fyrsta bikarúrslitaleik sínum (KR vann 65-61) en Keflavíkurstelpurnar komu reynslunni ríkari árið eftir og unnu sinn fyrsta af þrettán bikarmeistaratitlum. Keflvíkingar vonast reyndar örugglega til þess að það endurtaki sig ekki því stefnar er að koma með bikarmeistaratitil númer fjórtán til Keflavíkur annað kvöld. Stigahæsti leikmaður Keflavíkur í úrslitaleiknum 1987 var hin átján ára gamla Anna María Sveinsdóttir með 22 stig. Emelía Ósk Gunnarsdóttir, sem skoraði mest af íslensku stelpunum í undanúrslitaleiknum (18 stig) er einnig átján ára. Björg Hafsteinsdóttir, sem var þriðja stigahæst hjá Keflavík í bikaúrslitaleiknum fyrir 30 árum var einnig bara átján ára gömul. Dóttir Bjargar, Thelma Dís Ágústsdóttir, er leikmaður Keflavíkur í dag og hún var þriðja stigahæst í undanúrslitaleiknum. Thelma Dís er jafngömul og móðir hennar var 1987. Þegar Keflavík varð bikarmeistari í fyrsta sinn árið eftir, 1988, þá léku ennfremur með liðinu mæður tveggja leikmanna Keflavíkur í dag. Björg Hafsteinsdóttir (Thelma Dís Ágústsdóttir) var þá stigahæst með 25 stig og Elínborg Herbertsdóttir (Birna Valgerður Benónýsdóttir) var með tvö stig. Tengdamóðir fyrirliða Keflavíkur í dag, Ernu Hákonardóttur, var einnig með 1988-liði Keflavíkur en Bylgja Sverrisdóttir skoraði eitt stig í leiknum.Leikmenn í fyrsta bikarúrslitaleik Keflavíkur 1987 Anna María Sveinsdóttir 22 stig Guðlaug Sveinsdóttir 21 stig Björg Hafsteinsdóttir 5 stig Kristín Sigurðardóttir 5 stig Margrét Sturlaugsdóttir 4 stig Bylgja Sverrisdóttir 2 stig Kristín Blöndal 2 stig Gunnhildur Hilmarsdóttir Skoraði ekki Katrín M Eiríksdóttir Skoraði ekki Svandís Gylfadóttir Skoraði ekki
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira