Það hefur hins vegar verið einmuna veðurblíða undanfarið og var því tækifærið nýtt í dag og farið í viðgerðir á Engjaveginum, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg, enda sé reynt að fara í slík verkefni eins fljótt og verða má.
Hvort að hægt verði að halda áfram að malbika í borginni næstu daga kemur í ljós en miðað við veðurspána er það nokkuð ólíklegt þar sem það er rigning í kortunum.

Sunnan 3-8 og víða léttskýjað norðan og norðaustanlands annars suðaustan 5-13 metrar á sekúndu, skýjað með köflum og dálítil rigning eða súld. Samfelldari úrkoma sunnan- og vestantil á morgun en styttir upp norðvestantil annað kvöld. Hiti 1 til 7 stig, en vægt frost í innsveitum norðaustan til.
Á miðvikudag:
Fremur hæg breytileg átt. Skýjað og víða rigning en slydda til fjalla. Hiti 1 til 6 stig.
Á fimmtudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 metrar á sekúndu. Skýjað mðe köflum og stöku él norðantil, annars þurrt. Hiti 0 til 4 stig við suðurströndina en vægt frost annars staðar.
Á föstudag:
Vaxandi austanátt með rigningu eða slyddu um sunnanvert landið en snjókomu norðantil síðdegis. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost á norðanverðu landinu fram eftir degi.
Á laugardag:
Austlæg átt og él með austur- og norðurströndinni en skýjað með köflum og úrkomulítið sunnantil. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Útlit fyrir suðvestanátt sunnanlands en norðaustanátt norðantil með úrkomu í flestum landshlutum og heldur kólnandi veðri.