Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum: „Menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra“ Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2017 20:05 Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum og lögðu í dag fram nýtt tilboð í kjaradeilunni. Formaður sjómannasambandsins, Valmundur Valmundsson, segir þetta lokatilboð sjómanna til lausnar deilunni. Menn geti ekki slegið meira af. Tveir mánuðir eru á morgun frá því sjómannaverkfallið skall á, með tilheyrandi áhrifum á sjómenn, útgerðina og samfélagið allt. Ríkissáttasemjari hefur ekki séð ástæðu til að boða til fundar í deilunni en samninganefnd sjómannasambandsins kom saman á fundi á skrfistofu sambandsins í dag til að ræða næstu skref.Var einhver niðurstaða á þessum fundi?„Já það var nú svona niðurstaða að við ætluðum að leggja fram ákveðið tilboð fyrir SFS, frá okkar samninganefnd, þar sem við teljum að við séum að koma til móts við þær fullyrðingar um að við séum ósveigjanlegir.“ „Við erum að slá af aðeins í kröfunni um olíunni og nálgast þá með öðrum hætti sem ég get ekki farið út í hér.“ Samkomulag hefur þegar náðst í deilunni um þrjú atriði. Hins vegar hefur ekki náðst saman varðandi kröfur sjómanna um þáttötku þeirra í olíukostnaði og sjómannaafsláttinn. Olíuviðmið er nú 70 prósent en sjómenn hafa gert kröfu um að hækka það í 73 prósent. Núna liggur hins vegar fyrir að þessar kröfur hafa sjómenn lækkað. Valmundur vill ekki gefa upp um það hver krafan er nú. „Við teljum að nú séum við búnir að gera okkar til þess að reyna að leysa þessa deilu og ef það tekst ekki núna, þá er deilan ennþá í hnút.“Þú sagðir áðan að þetta væri lokatilboð sjómanna, hvað þýðir það?„Það þýðir bara að að menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra heldur en þetta tilboð hljómar upp á, menn geta ekki slakað meira til.“ Hann segir að tilboðið verði sent til Samtaka fyritækja í sjávarútvegi í dag.Áttu von á því að SFS taki þessu tilboði vel?„Já ég ætla rétt að vona að menn geri það, þetta er sá afsláttur sem við erum tilbúnir að veita og annað ekki.“ Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum og lögðu í dag fram nýtt tilboð í kjaradeilunni. Formaður sjómannasambandsins, Valmundur Valmundsson, segir þetta lokatilboð sjómanna til lausnar deilunni. Menn geti ekki slegið meira af. Tveir mánuðir eru á morgun frá því sjómannaverkfallið skall á, með tilheyrandi áhrifum á sjómenn, útgerðina og samfélagið allt. Ríkissáttasemjari hefur ekki séð ástæðu til að boða til fundar í deilunni en samninganefnd sjómannasambandsins kom saman á fundi á skrfistofu sambandsins í dag til að ræða næstu skref.Var einhver niðurstaða á þessum fundi?„Já það var nú svona niðurstaða að við ætluðum að leggja fram ákveðið tilboð fyrir SFS, frá okkar samninganefnd, þar sem við teljum að við séum að koma til móts við þær fullyrðingar um að við séum ósveigjanlegir.“ „Við erum að slá af aðeins í kröfunni um olíunni og nálgast þá með öðrum hætti sem ég get ekki farið út í hér.“ Samkomulag hefur þegar náðst í deilunni um þrjú atriði. Hins vegar hefur ekki náðst saman varðandi kröfur sjómanna um þáttötku þeirra í olíukostnaði og sjómannaafsláttinn. Olíuviðmið er nú 70 prósent en sjómenn hafa gert kröfu um að hækka það í 73 prósent. Núna liggur hins vegar fyrir að þessar kröfur hafa sjómenn lækkað. Valmundur vill ekki gefa upp um það hver krafan er nú. „Við teljum að nú séum við búnir að gera okkar til þess að reyna að leysa þessa deilu og ef það tekst ekki núna, þá er deilan ennþá í hnút.“Þú sagðir áðan að þetta væri lokatilboð sjómanna, hvað þýðir það?„Það þýðir bara að að menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra heldur en þetta tilboð hljómar upp á, menn geta ekki slakað meira til.“ Hann segir að tilboðið verði sent til Samtaka fyritækja í sjávarútvegi í dag.Áttu von á því að SFS taki þessu tilboði vel?„Já ég ætla rétt að vona að menn geri það, þetta er sá afsláttur sem við erum tilbúnir að veita og annað ekki.“
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira