Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 18:54 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. Hún kvaðst vona að það væri merki um að deilan væri að leysast að ráðherra væri að fara til fundar við deiluaðila. „En þetta er ekki merki um að ríkisvaldið ætli að stíga inn í deiluna og endurtek það að það er af og frá að við séum að fara í sértækar aðgerðir,“ sagði Þorgerður en ítrekaði það sem hún hefur áður sagt að ríkisstjórnin sé tilbúin til að skoða almennar aðgerðir sem gagnast gætu fleiri stéttum. Frá því var greint í dag að heildartap ríkissjóðs af því að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa yrði um 730 milljónir króna á ári og þá yrðu sveitarfélög af um 330 milljónum króna í útsvarstekjur. Þorgerður vísaði í þessar tölur í kvöld en sagðist ekki vita hvað menn væru að tala um akkúrat núna í Karphúsinu. „En ég vona að menn séu að ná saman. Það er samt ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana,““ sagði ráðherra. Gera má ráð fyrir því að fundur í deilunni standi fram eftir kvöldi þar sem þess er freistað að ná samningi en sjómenn hafa nú verið í verkfalli í tvo mánuði með tilheyrandi tekjutap fyrir þá, fiskverkafólk og þjóðarbúið í heild. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51 Sjávarútvegsráðherra á leið í Karphúsið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra mun funda með deilendum í verkfalli sjómanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgatúni í kvöld. 15. febrúar 2017 16:14 Farið að sjást til lands í sjómannadeilunni Fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna komu saman til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:42 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. Hún kvaðst vona að það væri merki um að deilan væri að leysast að ráðherra væri að fara til fundar við deiluaðila. „En þetta er ekki merki um að ríkisvaldið ætli að stíga inn í deiluna og endurtek það að það er af og frá að við séum að fara í sértækar aðgerðir,“ sagði Þorgerður en ítrekaði það sem hún hefur áður sagt að ríkisstjórnin sé tilbúin til að skoða almennar aðgerðir sem gagnast gætu fleiri stéttum. Frá því var greint í dag að heildartap ríkissjóðs af því að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa yrði um 730 milljónir króna á ári og þá yrðu sveitarfélög af um 330 milljónum króna í útsvarstekjur. Þorgerður vísaði í þessar tölur í kvöld en sagðist ekki vita hvað menn væru að tala um akkúrat núna í Karphúsinu. „En ég vona að menn séu að ná saman. Það er samt ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana,““ sagði ráðherra. Gera má ráð fyrir því að fundur í deilunni standi fram eftir kvöldi þar sem þess er freistað að ná samningi en sjómenn hafa nú verið í verkfalli í tvo mánuði með tilheyrandi tekjutap fyrir þá, fiskverkafólk og þjóðarbúið í heild.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51 Sjávarútvegsráðherra á leið í Karphúsið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra mun funda með deilendum í verkfalli sjómanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgatúni í kvöld. 15. febrúar 2017 16:14 Farið að sjást til lands í sjómannadeilunni Fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna komu saman til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:42 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51
Sjávarútvegsráðherra á leið í Karphúsið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra mun funda með deilendum í verkfalli sjómanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgatúni í kvöld. 15. febrúar 2017 16:14
Farið að sjást til lands í sjómannadeilunni Fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna komu saman til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:42