Endaspretturinn gæti breytt öllu fyrir liðin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2017 06:30 Hlynur Bæringsson og félagar í Stjörnunni eiga tölfræðilega erfiðasta prógrammið eftir í sex síðustu umferðum Domino's-deildar karla. vísir/eyþór Spennan hefur líklega sjaldan verið meiri á þessum tíma í Domino’s-deild karla. Snæfellsliðið fellur reyndar úr deildinni við næsta tap en mikil barátta er fram undan um hin ellefu sætin. Fréttablaðið fór yfir lokaumferðirnar og skipti deildinni upp í þrjú baráttusvæði. Þrjú lið eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum en Íslandsmeistarar KR eru samt í mjög góðri stöðu. KR er með tveggja stiga forystu og næstu fimm leikir bikarmeistaranna eru á móti liðum í sjötta sæti eða neðar. KR gæti því auðveldlega verið búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar kemur að leik á móti Stjörnunni í lokaumferðinni. Ef ekki þá sjá menn fyrir sér möguleika á úrslitaleik í DHL-höllinni 9. mars. Stjarnan er bara tveimur stigum á eftir KR en á mun erfiðari leiki eftir. Liðið á sem dæmi eftir að mæta liðunum í 3., 4. og 5. sæti áður en kemur að leiknum við KR í lokin. Tindastóll á eftir heimaleiki á móti erfiðari liðunum (2. til 5. sæti) en útileiki á móti þeim léttari (10. til 12. sæti) sem ætti að koma sér vel og það er því ekki hægt að afskrifa þá. Liðin í 4. (Þór Þorl.) og 5. sæti (Grindavík) eru jöfn að stigum og nýbúin að mætast í mögnuðum undanúrslitaleik í Maltbikarnum. Þar er allt hnífjafnt og liðin tveimur stigum neðar, Þór Ak. og Njarðvík, gætu vissulega blandað sér í baráttuna um fjórða sætið auk þess að liðin í 8. og 9. sæti eiga smá von líka. Þór úr Þorlákshöfn á eftir erfiða útileiki á móti liðunum í 2. (Stjarnan) og 3. sæti (Tindastól) en Grindvíkingar fá aftur á móti annan þeirra leikja á heimavelli (Stjarnan). Grindvíkingar mæta nágrönnum sínum úr Reykjanesbæ í næstu leikjum. Þór Akureyri byrjar á erfiðum leik á heimavelli á móti toppliði KR en mæta svo liðum í kringum sig í töflunni. Þar eru sóknarfæri. Njarðvíkingar eru eitt heitasta lið deildarinnar með fjóra sigra í röð en þeir mæta fleiri liðum á topp fimm (3) heldur en liðin ofar (2). Liðin sem eru fjórum stigum frá fjórða sætinu, Keflavík og ÍR, þurfa ekki bara að horfa upp töfluna heldur einnig niður á lið Hauka og Skallagríms sem eru bara einum sigri á eftir þeim. Borgnesingar sitja eins og er í fallsæti eftir fjögur töp í röð og eiga auk þess mjög erfiða leiki eftir. Það er því auðveldast að spá Skallagrími falli en ekki má gleyma því að Skallagrímsliðið hefur unnið fjóra leiki á móti liðum í efri hlutanum (Stjarnan, Þór Þorl., Grindavík og Þór Ak.) og fóru í framlengingu gegn KR. Haukarnir hafa valdið miklum vonbrigðum en þeir hafa tapað mörgum jöfnum leikjum í vetur og fari það að breytast á lokasprettinum en úrslitakeppnin ekki svo fjarlægur draumur. Þeir losna hins vegar ekki nærri því strax við falldrauginn, ekki frekar en liðin í kringum þá í töflunni. Hér á síðunni er hægt að skoða mótherja liðanna og styrkleika þeirra út frá árangrinum til þessa í deildinni í vetur.grafík/fréttablaðið Dominos-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” Sjá meira
Spennan hefur líklega sjaldan verið meiri á þessum tíma í Domino’s-deild karla. Snæfellsliðið fellur reyndar úr deildinni við næsta tap en mikil barátta er fram undan um hin ellefu sætin. Fréttablaðið fór yfir lokaumferðirnar og skipti deildinni upp í þrjú baráttusvæði. Þrjú lið eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum en Íslandsmeistarar KR eru samt í mjög góðri stöðu. KR er með tveggja stiga forystu og næstu fimm leikir bikarmeistaranna eru á móti liðum í sjötta sæti eða neðar. KR gæti því auðveldlega verið búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar kemur að leik á móti Stjörnunni í lokaumferðinni. Ef ekki þá sjá menn fyrir sér möguleika á úrslitaleik í DHL-höllinni 9. mars. Stjarnan er bara tveimur stigum á eftir KR en á mun erfiðari leiki eftir. Liðið á sem dæmi eftir að mæta liðunum í 3., 4. og 5. sæti áður en kemur að leiknum við KR í lokin. Tindastóll á eftir heimaleiki á móti erfiðari liðunum (2. til 5. sæti) en útileiki á móti þeim léttari (10. til 12. sæti) sem ætti að koma sér vel og það er því ekki hægt að afskrifa þá. Liðin í 4. (Þór Þorl.) og 5. sæti (Grindavík) eru jöfn að stigum og nýbúin að mætast í mögnuðum undanúrslitaleik í Maltbikarnum. Þar er allt hnífjafnt og liðin tveimur stigum neðar, Þór Ak. og Njarðvík, gætu vissulega blandað sér í baráttuna um fjórða sætið auk þess að liðin í 8. og 9. sæti eiga smá von líka. Þór úr Þorlákshöfn á eftir erfiða útileiki á móti liðunum í 2. (Stjarnan) og 3. sæti (Tindastól) en Grindvíkingar fá aftur á móti annan þeirra leikja á heimavelli (Stjarnan). Grindvíkingar mæta nágrönnum sínum úr Reykjanesbæ í næstu leikjum. Þór Akureyri byrjar á erfiðum leik á heimavelli á móti toppliði KR en mæta svo liðum í kringum sig í töflunni. Þar eru sóknarfæri. Njarðvíkingar eru eitt heitasta lið deildarinnar með fjóra sigra í röð en þeir mæta fleiri liðum á topp fimm (3) heldur en liðin ofar (2). Liðin sem eru fjórum stigum frá fjórða sætinu, Keflavík og ÍR, þurfa ekki bara að horfa upp töfluna heldur einnig niður á lið Hauka og Skallagríms sem eru bara einum sigri á eftir þeim. Borgnesingar sitja eins og er í fallsæti eftir fjögur töp í röð og eiga auk þess mjög erfiða leiki eftir. Það er því auðveldast að spá Skallagrími falli en ekki má gleyma því að Skallagrímsliðið hefur unnið fjóra leiki á móti liðum í efri hlutanum (Stjarnan, Þór Þorl., Grindavík og Þór Ak.) og fóru í framlengingu gegn KR. Haukarnir hafa valdið miklum vonbrigðum en þeir hafa tapað mörgum jöfnum leikjum í vetur og fari það að breytast á lokasprettinum en úrslitakeppnin ekki svo fjarlægur draumur. Þeir losna hins vegar ekki nærri því strax við falldrauginn, ekki frekar en liðin í kringum þá í töflunni. Hér á síðunni er hægt að skoða mótherja liðanna og styrkleika þeirra út frá árangrinum til þessa í deildinni í vetur.grafík/fréttablaðið
Dominos-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” Sjá meira