Endaspretturinn gæti breytt öllu fyrir liðin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2017 06:30 Hlynur Bæringsson og félagar í Stjörnunni eiga tölfræðilega erfiðasta prógrammið eftir í sex síðustu umferðum Domino's-deildar karla. vísir/eyþór Spennan hefur líklega sjaldan verið meiri á þessum tíma í Domino’s-deild karla. Snæfellsliðið fellur reyndar úr deildinni við næsta tap en mikil barátta er fram undan um hin ellefu sætin. Fréttablaðið fór yfir lokaumferðirnar og skipti deildinni upp í þrjú baráttusvæði. Þrjú lið eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum en Íslandsmeistarar KR eru samt í mjög góðri stöðu. KR er með tveggja stiga forystu og næstu fimm leikir bikarmeistaranna eru á móti liðum í sjötta sæti eða neðar. KR gæti því auðveldlega verið búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar kemur að leik á móti Stjörnunni í lokaumferðinni. Ef ekki þá sjá menn fyrir sér möguleika á úrslitaleik í DHL-höllinni 9. mars. Stjarnan er bara tveimur stigum á eftir KR en á mun erfiðari leiki eftir. Liðið á sem dæmi eftir að mæta liðunum í 3., 4. og 5. sæti áður en kemur að leiknum við KR í lokin. Tindastóll á eftir heimaleiki á móti erfiðari liðunum (2. til 5. sæti) en útileiki á móti þeim léttari (10. til 12. sæti) sem ætti að koma sér vel og það er því ekki hægt að afskrifa þá. Liðin í 4. (Þór Þorl.) og 5. sæti (Grindavík) eru jöfn að stigum og nýbúin að mætast í mögnuðum undanúrslitaleik í Maltbikarnum. Þar er allt hnífjafnt og liðin tveimur stigum neðar, Þór Ak. og Njarðvík, gætu vissulega blandað sér í baráttuna um fjórða sætið auk þess að liðin í 8. og 9. sæti eiga smá von líka. Þór úr Þorlákshöfn á eftir erfiða útileiki á móti liðunum í 2. (Stjarnan) og 3. sæti (Tindastól) en Grindvíkingar fá aftur á móti annan þeirra leikja á heimavelli (Stjarnan). Grindvíkingar mæta nágrönnum sínum úr Reykjanesbæ í næstu leikjum. Þór Akureyri byrjar á erfiðum leik á heimavelli á móti toppliði KR en mæta svo liðum í kringum sig í töflunni. Þar eru sóknarfæri. Njarðvíkingar eru eitt heitasta lið deildarinnar með fjóra sigra í röð en þeir mæta fleiri liðum á topp fimm (3) heldur en liðin ofar (2). Liðin sem eru fjórum stigum frá fjórða sætinu, Keflavík og ÍR, þurfa ekki bara að horfa upp töfluna heldur einnig niður á lið Hauka og Skallagríms sem eru bara einum sigri á eftir þeim. Borgnesingar sitja eins og er í fallsæti eftir fjögur töp í röð og eiga auk þess mjög erfiða leiki eftir. Það er því auðveldast að spá Skallagrími falli en ekki má gleyma því að Skallagrímsliðið hefur unnið fjóra leiki á móti liðum í efri hlutanum (Stjarnan, Þór Þorl., Grindavík og Þór Ak.) og fóru í framlengingu gegn KR. Haukarnir hafa valdið miklum vonbrigðum en þeir hafa tapað mörgum jöfnum leikjum í vetur og fari það að breytast á lokasprettinum en úrslitakeppnin ekki svo fjarlægur draumur. Þeir losna hins vegar ekki nærri því strax við falldrauginn, ekki frekar en liðin í kringum þá í töflunni. Hér á síðunni er hægt að skoða mótherja liðanna og styrkleika þeirra út frá árangrinum til þessa í deildinni í vetur.grafík/fréttablaðið Dominos-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Spennan hefur líklega sjaldan verið meiri á þessum tíma í Domino’s-deild karla. Snæfellsliðið fellur reyndar úr deildinni við næsta tap en mikil barátta er fram undan um hin ellefu sætin. Fréttablaðið fór yfir lokaumferðirnar og skipti deildinni upp í þrjú baráttusvæði. Þrjú lið eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum en Íslandsmeistarar KR eru samt í mjög góðri stöðu. KR er með tveggja stiga forystu og næstu fimm leikir bikarmeistaranna eru á móti liðum í sjötta sæti eða neðar. KR gæti því auðveldlega verið búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar kemur að leik á móti Stjörnunni í lokaumferðinni. Ef ekki þá sjá menn fyrir sér möguleika á úrslitaleik í DHL-höllinni 9. mars. Stjarnan er bara tveimur stigum á eftir KR en á mun erfiðari leiki eftir. Liðið á sem dæmi eftir að mæta liðunum í 3., 4. og 5. sæti áður en kemur að leiknum við KR í lokin. Tindastóll á eftir heimaleiki á móti erfiðari liðunum (2. til 5. sæti) en útileiki á móti þeim léttari (10. til 12. sæti) sem ætti að koma sér vel og það er því ekki hægt að afskrifa þá. Liðin í 4. (Þór Þorl.) og 5. sæti (Grindavík) eru jöfn að stigum og nýbúin að mætast í mögnuðum undanúrslitaleik í Maltbikarnum. Þar er allt hnífjafnt og liðin tveimur stigum neðar, Þór Ak. og Njarðvík, gætu vissulega blandað sér í baráttuna um fjórða sætið auk þess að liðin í 8. og 9. sæti eiga smá von líka. Þór úr Þorlákshöfn á eftir erfiða útileiki á móti liðunum í 2. (Stjarnan) og 3. sæti (Tindastól) en Grindvíkingar fá aftur á móti annan þeirra leikja á heimavelli (Stjarnan). Grindvíkingar mæta nágrönnum sínum úr Reykjanesbæ í næstu leikjum. Þór Akureyri byrjar á erfiðum leik á heimavelli á móti toppliði KR en mæta svo liðum í kringum sig í töflunni. Þar eru sóknarfæri. Njarðvíkingar eru eitt heitasta lið deildarinnar með fjóra sigra í röð en þeir mæta fleiri liðum á topp fimm (3) heldur en liðin ofar (2). Liðin sem eru fjórum stigum frá fjórða sætinu, Keflavík og ÍR, þurfa ekki bara að horfa upp töfluna heldur einnig niður á lið Hauka og Skallagríms sem eru bara einum sigri á eftir þeim. Borgnesingar sitja eins og er í fallsæti eftir fjögur töp í röð og eiga auk þess mjög erfiða leiki eftir. Það er því auðveldast að spá Skallagrími falli en ekki má gleyma því að Skallagrímsliðið hefur unnið fjóra leiki á móti liðum í efri hlutanum (Stjarnan, Þór Þorl., Grindavík og Þór Ak.) og fóru í framlengingu gegn KR. Haukarnir hafa valdið miklum vonbrigðum en þeir hafa tapað mörgum jöfnum leikjum í vetur og fari það að breytast á lokasprettinum en úrslitakeppnin ekki svo fjarlægur draumur. Þeir losna hins vegar ekki nærri því strax við falldrauginn, ekki frekar en liðin í kringum þá í töflunni. Hér á síðunni er hægt að skoða mótherja liðanna og styrkleika þeirra út frá árangrinum til þessa í deildinni í vetur.grafík/fréttablaðið
Dominos-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira