Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. febrúar 2017 15:09 Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi, en það var árið 1995. vísir/vilhelm Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúma tvo mánuði, eða frá 14. desember síðastliðnum, og virðist engin lausn vera í sjónmáli nema stjórnvöld komi að deilunni. Sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011 og á þessi deila því sér talsverðan aðdraganda. Deiluaðilar hafa árum saman fundað með reglulegu millibili, en farið var í samningaviðræður af fullum krafti árið 2015. Nokkur kurr var kominn í sjómenn þegar upp úr viðræðunum slitnaði í desember það ár og var í kjölfarið gengið í það milli jóla og nýárs að kanna hug sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða.Samningar felldir í tvígang Á nýja árinu var orðið ljóst að vilji sjómanna væri að taka slaginn, og tilkynntu þeir í desember að þeir væru tilbúnir til þess að láta sverfa til stáls. Aldrei kom þó til verkfalls því deiluaðilar komust að samkomulagi 24. júní 2016, sem sjómenn svo felldu í atkvæðagreiðslu um tveimur mánuðum síðar, eða 10. ágúst. Deiluaðilar voru því komnir á byrjunarreit í ágúst í fyrra og sjómenn orðnir verulega gramir. Aftur var farið í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun og þann 17. október samþykktu sjómenn með 90 prósent atkvæða að leggja niður störf, tækjust ekki samningar. Samningar náðust ekki og lögðu sjómenn því niður störf 10. nóvember 2016, í fyrsta skipti í fimmtán ár. Verkfallið stóð yfir í fimm daga. Þá var því frestað eftir að kjarasamningar, sem gilda áttu til tveggja ára, náðust. Þó var um skammgóðan vermi að ræða því samningurinn var kolfelldur í atkvæðagreiðslu. Verkfallið stendur enn yfir en samninganefndir sjómanna og útvegsmanna telja sig hafa náð samkomulagi um öll helstu meginatriði – nema þá kröfu sjómanna um skattfrjálsa fæðispeninga. Slíkri kröfu verður hins vegar ekki komið í gegn nema með aðkomu stjórnvalda. Búist er við útspili frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra vegna málsins í dag, nái deiluaðilar ekki saman. Óljóst er á þessum tímapunkti hvers eðlis það verður.Verkföll ítrekað stöðvuð með lagasetningu Sjómenn lögðu síðast niður störf vorið 2001, ef frá er talið verkfall þeirra á þessu ári. Verkfallið árið 2001 var lengsta verkfall sjómanna í sögunni og stóð yfir í sjö vikur, eða allt til 16. maí þegar ríkið greip inn í deiluna með lagasetningu og var gerðardómur svo fenginn til þess að leysa úr því. Sjómenn hafa lengi staðið í ströngu í kjarabaráttu sinni en verkföll þeirra hafa ítrekað verið stöðvuð með lagasetningu, líkt og sjá má hér fyrir neðan, þar sem stiklað er á stóru í gegnum verkföll sjómanna. Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi.2. janúar 1994: Allsherjarverkfall á fiskiskipum. Verkfallið stöðvað með lögum þann 14. janúar.25. maí 1995: Verkfall á fiskiskipum sem stóð yfir í þrjár vikur. Samningar tókust 15. júní.2. febrúar 1998: Sjómenn leggja niður störf en stjórnvöld boða lagasetningu viku síðar. Verkfalli er þá frestað til 15. mars og stóð það yfir í alls þrjár vikur. Lög voru sett á verkfallið. Óvíst er hvort lög verði sett á verkfallið sem nú stendur yfir, eða hvert útspil stjórnvalda verður í þetta sinn, í þessu lengsta verkfalli sögunnar. Búast má við að vendingar verði í deilunni í dag. Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman "Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Ekki sé tilefni til að dvelja við hlutina nú þegar sjómenn hafa verið í verkfalli í níu vikur. 17. febrúar 2017 12:37 „Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúma tvo mánuði, eða frá 14. desember síðastliðnum, og virðist engin lausn vera í sjónmáli nema stjórnvöld komi að deilunni. Sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011 og á þessi deila því sér talsverðan aðdraganda. Deiluaðilar hafa árum saman fundað með reglulegu millibili, en farið var í samningaviðræður af fullum krafti árið 2015. Nokkur kurr var kominn í sjómenn þegar upp úr viðræðunum slitnaði í desember það ár og var í kjölfarið gengið í það milli jóla og nýárs að kanna hug sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða.Samningar felldir í tvígang Á nýja árinu var orðið ljóst að vilji sjómanna væri að taka slaginn, og tilkynntu þeir í desember að þeir væru tilbúnir til þess að láta sverfa til stáls. Aldrei kom þó til verkfalls því deiluaðilar komust að samkomulagi 24. júní 2016, sem sjómenn svo felldu í atkvæðagreiðslu um tveimur mánuðum síðar, eða 10. ágúst. Deiluaðilar voru því komnir á byrjunarreit í ágúst í fyrra og sjómenn orðnir verulega gramir. Aftur var farið í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun og þann 17. október samþykktu sjómenn með 90 prósent atkvæða að leggja niður störf, tækjust ekki samningar. Samningar náðust ekki og lögðu sjómenn því niður störf 10. nóvember 2016, í fyrsta skipti í fimmtán ár. Verkfallið stóð yfir í fimm daga. Þá var því frestað eftir að kjarasamningar, sem gilda áttu til tveggja ára, náðust. Þó var um skammgóðan vermi að ræða því samningurinn var kolfelldur í atkvæðagreiðslu. Verkfallið stendur enn yfir en samninganefndir sjómanna og útvegsmanna telja sig hafa náð samkomulagi um öll helstu meginatriði – nema þá kröfu sjómanna um skattfrjálsa fæðispeninga. Slíkri kröfu verður hins vegar ekki komið í gegn nema með aðkomu stjórnvalda. Búist er við útspili frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra vegna málsins í dag, nái deiluaðilar ekki saman. Óljóst er á þessum tímapunkti hvers eðlis það verður.Verkföll ítrekað stöðvuð með lagasetningu Sjómenn lögðu síðast niður störf vorið 2001, ef frá er talið verkfall þeirra á þessu ári. Verkfallið árið 2001 var lengsta verkfall sjómanna í sögunni og stóð yfir í sjö vikur, eða allt til 16. maí þegar ríkið greip inn í deiluna með lagasetningu og var gerðardómur svo fenginn til þess að leysa úr því. Sjómenn hafa lengi staðið í ströngu í kjarabaráttu sinni en verkföll þeirra hafa ítrekað verið stöðvuð með lagasetningu, líkt og sjá má hér fyrir neðan, þar sem stiklað er á stóru í gegnum verkföll sjómanna. Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi.2. janúar 1994: Allsherjarverkfall á fiskiskipum. Verkfallið stöðvað með lögum þann 14. janúar.25. maí 1995: Verkfall á fiskiskipum sem stóð yfir í þrjár vikur. Samningar tókust 15. júní.2. febrúar 1998: Sjómenn leggja niður störf en stjórnvöld boða lagasetningu viku síðar. Verkfalli er þá frestað til 15. mars og stóð það yfir í alls þrjár vikur. Lög voru sett á verkfallið. Óvíst er hvort lög verði sett á verkfallið sem nú stendur yfir, eða hvert útspil stjórnvalda verður í þetta sinn, í þessu lengsta verkfalli sögunnar. Búast má við að vendingar verði í deilunni í dag.
Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman "Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Ekki sé tilefni til að dvelja við hlutina nú þegar sjómenn hafa verið í verkfalli í níu vikur. 17. febrúar 2017 12:37 „Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman "Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Ekki sé tilefni til að dvelja við hlutina nú þegar sjómenn hafa verið í verkfalli í níu vikur. 17. febrúar 2017 12:37
„Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11