Ásta Guðrún: Launin mín eru ekki vandamálið heldur fasteignamarkaðurinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2017 15:50 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Ernir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að sér finnist leiðinlegt að umræðan í kjölfar ummæla sinna um eigin getu til húsnæðiskaupa í Silfrinu í hádeginu hafi farið að snúast um hennar eigin fjárhag, í staðinn fyrir vandamálin sem steðja að fasteignamarkaðinum.Var rætt um húsnæðisvanda ungs fólks og lýsti Ásta persónulegri reynslu sinni af fasteignamarkaðinum. „Ég er ekkert að fara að sjá fram á að geta keypt íbúð einhvern tímann á næstunni. Það er frekar ómögulegt að mínu mati,“ sagði Ásta. Miklar umræður spruttu upp í kjölfar þessara ummæla á samskiptamiðlinum Twitter þar sem Dagur Hjartarson, rithöfundur, velti því fyrir sér hvernig á því stæði að þingmaður með 1,5 milljónir króna í laun á mánuði gæti ekki keypt sér íbúð. Ásta svaraði Degi og benti á að hún hefði um síðustu mánaðarmót einungis hafa fengið 800 þúsund krónur útborgaðar. Í samtali við Vísi segir Ásta að sér finnist umræðan hafi misst marks, þar sem hún hafi verið að reyna að vekja athygli á húsnæðisvandanum en ekki eigin fjárhag. „Mér finnst leiðinlegt að umræðan fari að snúast um mín kaup og kjör sem þingmaður frekar en þann raunverulegan vanda sem við búum við.“ „Fasteignaverð hefur hækkað um 70 prósent á undanförnum sex, sjö árum og það er verið að spá 30 prósent hækkun á næstu þremur árum. Við erum bara að sjá fram á það að lítil tveggja herbergha íbúð, sem kostaði kannski fyrir nokkrum árum 20 milljónir er núna komin á 30 milljónir.“ „Þetta náttúrulega bara er allt annað. Þú þarft ennþá að eiga 20 prósent fyrir útborguninni og 20 prósent af 30 milljónum eru fimm milljónir en ekki tvær. Það er ekki hlaupið að því fyrir neinn að redda fimm milljónum bara sísvona.“ „Umræðan snerist um aðgengi ungs fólks að fasteignamarkaðinum, þar sem leiguverð hefur hækkað á sama tíma og fasteignaverð hefur hækkað, sem gerir ungu fólki erfiðara fyrir.“ Ásta segir að hún hafi ekki yfir neinu að kvarta þegar kemur að launum sínum. „Það er leiðinlegt að þetta fari að snúast um þingfarakaupið mitt, það er ekkert sem ég hef áhrif á, það er kjararáð sem ákveður það.“ „Bara þannig að það komi fram að þá finnst mér launin mín mjög fín, það er ekki vandamálið. Vandamálið er bara hvað fasteignamarkaðurinn er búinn að fara út í miklar öfgar á undanförnum misserum.“Ásta Pírati sér ekki fram á að eiga efni á íbúð. Með 1.5 milljónir á mánuði. 18 á ári. Hvað kosta klukkutíminn á Ground Zero? #silfrið— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) February 19, 2017 @DagurHjartarson Erm, ég er ekki með 1.5 milljónir á mánuði. Síðasati launaseðill sem ég fékk var upp á 800 þúsund útborgað.— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) February 19, 2017 Húsnæðismál Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að sér finnist leiðinlegt að umræðan í kjölfar ummæla sinna um eigin getu til húsnæðiskaupa í Silfrinu í hádeginu hafi farið að snúast um hennar eigin fjárhag, í staðinn fyrir vandamálin sem steðja að fasteignamarkaðinum.Var rætt um húsnæðisvanda ungs fólks og lýsti Ásta persónulegri reynslu sinni af fasteignamarkaðinum. „Ég er ekkert að fara að sjá fram á að geta keypt íbúð einhvern tímann á næstunni. Það er frekar ómögulegt að mínu mati,“ sagði Ásta. Miklar umræður spruttu upp í kjölfar þessara ummæla á samskiptamiðlinum Twitter þar sem Dagur Hjartarson, rithöfundur, velti því fyrir sér hvernig á því stæði að þingmaður með 1,5 milljónir króna í laun á mánuði gæti ekki keypt sér íbúð. Ásta svaraði Degi og benti á að hún hefði um síðustu mánaðarmót einungis hafa fengið 800 þúsund krónur útborgaðar. Í samtali við Vísi segir Ásta að sér finnist umræðan hafi misst marks, þar sem hún hafi verið að reyna að vekja athygli á húsnæðisvandanum en ekki eigin fjárhag. „Mér finnst leiðinlegt að umræðan fari að snúast um mín kaup og kjör sem þingmaður frekar en þann raunverulegan vanda sem við búum við.“ „Fasteignaverð hefur hækkað um 70 prósent á undanförnum sex, sjö árum og það er verið að spá 30 prósent hækkun á næstu þremur árum. Við erum bara að sjá fram á það að lítil tveggja herbergha íbúð, sem kostaði kannski fyrir nokkrum árum 20 milljónir er núna komin á 30 milljónir.“ „Þetta náttúrulega bara er allt annað. Þú þarft ennþá að eiga 20 prósent fyrir útborguninni og 20 prósent af 30 milljónum eru fimm milljónir en ekki tvær. Það er ekki hlaupið að því fyrir neinn að redda fimm milljónum bara sísvona.“ „Umræðan snerist um aðgengi ungs fólks að fasteignamarkaðinum, þar sem leiguverð hefur hækkað á sama tíma og fasteignaverð hefur hækkað, sem gerir ungu fólki erfiðara fyrir.“ Ásta segir að hún hafi ekki yfir neinu að kvarta þegar kemur að launum sínum. „Það er leiðinlegt að þetta fari að snúast um þingfarakaupið mitt, það er ekkert sem ég hef áhrif á, það er kjararáð sem ákveður það.“ „Bara þannig að það komi fram að þá finnst mér launin mín mjög fín, það er ekki vandamálið. Vandamálið er bara hvað fasteignamarkaðurinn er búinn að fara út í miklar öfgar á undanförnum misserum.“Ásta Pírati sér ekki fram á að eiga efni á íbúð. Með 1.5 milljónir á mánuði. 18 á ári. Hvað kosta klukkutíminn á Ground Zero? #silfrið— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) February 19, 2017 @DagurHjartarson Erm, ég er ekki með 1.5 milljónir á mánuði. Síðasati launaseðill sem ég fékk var upp á 800 þúsund útborgað.— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) February 19, 2017
Húsnæðismál Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Sjá meira